Aðili

Áslaug Brynjarsdóttir

Greinar

Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Kona sem upp­lifði harð­ræði á Laugalandi lýs­ir sím­tali frá Braga

Bragi Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hringdi í konu sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi fyr­ir tveim­ur vik­um síð­an. Kon­an seg­ir Braga hafa full­yrt að eng­in gögn styddu það að kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hefðu ver­ið beitt­ar of­beldi þar. Ell­efu kon­ur hafa lýst harð­ræði og of­beldi af hálfu Ingj­alds Arn­órs­son­ar for­stöðu­manns. Bragi seg­ir tíma­bært að „mað­ur sé ekki hundelt­ur“ vegna slíkra mála.
Greindi Braga frá ofbeldinu en hann gerði ekkert með það
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Greindi Braga frá of­beld­inu en hann gerði ekk­ert með það

María Ás Birg­is­dótt­ir lýs­ir því að hún hafi ver­ið beitt illri með­ferð og and­legu of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni þeg­ar hún var vist­uð á með­ferð­ar­heiml­inu Laugalandi. Hún greindi þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, Braga Guð­brands­syni, frá of­beld­inu en hann bar lýs­ingu henn­ar í Ingj­ald sem hellti sér yf­ir hana fyr­ir vik­ið. Full­trú­ar barna­vernd­ar­yf­ir­valda brugð­ust ekki við ít­rek­uð­um upp­lýs­ing­um Maríu um ástand­ið á Laugalandi.
Forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér hart til varnar Ingjaldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu beitti sér hart til varn­ar Ingj­aldi

Bragi Guð­brands­son, þá­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, lagð­ist þungt á rit­stjóra og blaða­mann DV vegna um­fjöll­un­ar um meint of­beldi af hálfu Ingj­alds Arn­þórs­son­ar, þá­ver­andi for­stöðu­manns með­ferð­ar­heim­il­is­ins á Laugalandi. Þá beitti Bragi sér fyr­ir því að fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið kann­aði ekki ásak­an­ir á hend­ur Ingj­aldi og mælti með að ráð­herra tjáði sig ekki um mál­ið.
Ingjaldur játaði að hafa beitt stúlku á Laugalandi ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Ingj­ald­ur ját­aði að hafa beitt stúlku á Laugalandi of­beldi

Ingj­ald­ur Arn­þórs­son, for­stöðu­mað­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins Lauga­lands, reif í og hrinti stúlku sem gekk „ögr­andi skref­um“ fram­hjá hon­um. At­vik­ið hafði eng­ar af­leið­ing­ar, stúlk­an var ekki beð­in af­sök­un­ar og var vist­uð áfram á Laugalandi. Starfs­menn barna­vernd­ar­nefnda og fag­teymi BUGL kvört­uðu yf­ir Ingj­aldi.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Ítrekaðar upplýsingar bárust um illa meðferð á Laugalandi en Barnaverndarstofa brást ekki við
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Ít­rek­að­ar upp­lýs­ing­ar bár­ust um illa með­ferð á Laugalandi en Barna­vernd­ar­stofa brást ekki við

Gögn frá um­boðs­manni barna sýna að þang­að bár­ust ít­rek­að­ar til­kynn­ing­ar á ár­un­um 2000 til 2010 um slæm­ar að­stæð­ur barna á vistheim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi, sem rek­ið var af sömu að­il­um. Var Barna­vernd­ar­stofu gert við­vart vegna þess. Fleiri kvart­an­ir bár­ust beint til Barna­vernd­ar­stofu, en þá­ver­andi for­stjóri, Bragi Guð­brands­son, kann­að­ist ekk­ert við mál­ið þeg­ar leit­að var svara við því af hverju ekki var brugð­ist við og starf­sem­in aldrei rann­sök­uð.
„Ég lærði að gráta í þögn“
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Ég lærði að gráta í þögn“

Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Páls­dótt­ir var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var hún brot­in þannig nið­ur að allt henn­ar líf hef­ur lit­ast af því. Hún lýs­ir ótt­an­um og van­líð­an­inni sem var við­var­andi á heim­il­inu. Þeg­ar Tinna greindi frá kyn­ferð­is­brot­um sem hún hafði orð­ið fyr­ir var henni ekki trú­að og hún neydd til að biðj­ast af­sök­un­ar á að hafa sagt frá of­beld­inu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“

Mest lesið undanfarið ár