Nýtt efni

„Ótrúlega þakklát fyrir þetta sterka, skýra umboð“
Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, telur það hafa skilað sér sigrinum að vera dugleg að hitta félagsfólk. „Það er búið að vera svakalega gott veganesti.“

Skel Jóns Ásgeirs komin með tíu prósent í Sýn
Fjárfestingafélagið Skel hefur keypt rúmlega tíu prósenta hlut í fjölmiðla- og fjarskiptafélginu Sýn. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var viðriðinn rekstur fjölmiðlanna sem eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, seldi Sýn er stjórnarformaður og helsti eigandi Skeljar.


Aðalsteinn Kjartansson
Að teygja sig of langt
Á sama tíma og annars staðar er reynt að verja fjölmiðla, vill formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að þingmenn rannsaki þá. Ekki dugir þriggja ára rannsókn lögreglunnar sem leiddi ekkert annað í ljós en það að rétt var haft eftir þeim sem lýstu sér sem „skæruliðadeild“ Samherja, þegar það talaði frjálslega um að ná sér niður á þeim sem ljóstraði upp um stórfelldar mútugreiðslur útgerðarinnar.

Ísland vaknar
Ísland stendur frammi fyrir breyttu landslagi í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra kynnti í vikunni tillögu að mótun varnarstefnu sem miðar að því að greina ógnir og varnarbúnað. Gagnrýnendur telja stjórnvöld hafa vanrækt varnarmálin og ekki lagað stefnuna að breyttum veruleika. Prófessor sagði fyrir þremur árum: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætlum við að sofa á verðinum?“

Hver mínúta mikilvæg
Í neyðartilvikum getur hver mínúta skilið á milli lífs og dauða - sérstaklega þegar um hjartastopp er að ræða. Þegar hjartahnoð hefst strax aukast lífslíkur sjúklingsins verulega. Þrátt fyrir þetta treysta sumir sér ekki til að veita aðstoð á vettvangi á meðan sjúkrabíll er á leiðinni á vettvang. Í seinni hluta þáttarins ræðum við mikilvægi þess að kunna fyrstu hjálp og hvernig rétt viðbrögð allra á vettvangi geta bjargað mannslífum.
Við höldum áfram ferð okkar um bráðamóttökuna og kynnumst fjölbreyttum verkefnum starfsfólksins.Við heyrum sögu fjölskyldu sem starfar saman á bráðamóttökunni og hjónum sem starfa bæði sem þyrlulæknar. Við fylgjumst með þyrlunni lenda með fárveikan sjúkling við bráðamóttökuna og þegar sjúklingur með blóðtappa þarf tafarlausa aðstoð.
Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.

Trump biður um aðstoð Nató við innlimun Grænlands
„Við munum tala við ykkur,“ sagði Bandaríkjaforseti við framkvæmdastjóra Nató í Hvíta húsinu í dag, eftir að hann sagðist telja innlimun Grænlands í Bandaríkin myndu verða að veruleika.

Syngur svo jörðin haldi áfram að snúast
Glúmur Gylfason „komst á pedalinn“ og varð organisti á Selfossi þegar hann var ungur. Þessa dagana tekur hann þátt í tíðasöng í Dómkirkjunni til að jörðin haldi áfram að snúast.

Halla Gunnarsdóttir kjörin formaður VR
Halla Gunnarsdóttir fékk 45 prósent atkvæða í formannskjöri VR, sem lauk í hádeginu í dag. Hún er því nýkjörinn formaður í stærsta stéttarfélagi landsins.

Metinn ósakhæfur í manndrápsmáli í Neskaupstað
Alfreð Erling Þórðarson, sem réði hjónum bana í Neskaupstað í ágúst, hefur verið metinn ósakhæfur um verknaðinn vegna geðrofs. Hann mun sæta ótímabundinni öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Þegar samningar eru ekki valkostur
Í kjölfar nýlegra atburða í Washington hefur staða Úkraínu versnað enn frekar, þar sem Bandaríkin hafa beitt þrýstingi á Volodymyr Zelensky til að samþykkja friðarviðræður við Vladimir Pútín. Saga samskipta stórvelda og minni ríkja endurtekur sig, eins og dæmin sýna frá Tékkóslóvakíu árið 1939.

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
Að vinna með börnum er það skemmtilegasta sem Gunnhildur Gunnarsdóttir barnasálfræðingur gerir. Þegar hún tók að sér tímabundið starf á leikskóla til að tryggja syni sínum leikskólapláss hélt hún að hún myndi höndla álagið en það kom henni á óvart hversu krefjandi starfsumhverfið er. „Stundum þegar ég kom heim eftir langan dag vildi ég bara að enginn talaði við mig, ég var svo ótrúlega þreytt.“


Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Við erum öll Jesús og Satan
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lært að hún á margt ólært. En hún hefur lært að sorgin og gleðin eru einn og sami hluturinn og að markmiðið er að geta haldið á þeim báðum samtímis.
Athugasemdir