Nýtt efni

Af stjórnmálaástandi – úr jólabókaflóðum
Fræðibækur og rit almenns efnis er víðfeðmur flokkur bæði í Bókatíðindum og á sviði
bókmenntaverðlauna. Hér eru teknar til yfirlitslegrar greiningar nokkrar sérvaldar bækur sem mætti draga saman undir flokk almennra fræðandi bóka á sviði stjórnmála og lýðræðis sem settar eru í lauslegt samhengi fleirri bóka af sviðum efnahagspólitíkur.

Rætur martraðarlandsins
Það fyrsta sem sló mig þegar ég tók upp Jötunstein Andra Snæs Magnasonar var sú hugsun að bókin er lauflétt. Þetta er ekki steinn, hvað þá jötunsteinn. Þetta er steinvala, hugsaði ég. Þannig væri kominn áþreifanlegur vitnisburður um að Morgunblaðið og spjallstjórinn Stefán Einar Stefánsson hefðu rétt fyrir sér, þegar blaðsíður bóka voru taldar, þeim deilt í úthlutuð listamannalaun og...

Skyndiréttur með samviskubiti
Tál er 29. bókin sem Arnaldur Indriðason gefur út á 29 árum. Geri aðrir betur. Bækurnar hans hafa selst í bílförmum úti um allan heim og Arnaldur verið stjarnan á toppi íslenska jólabókaflóðsins frá því fyrstu bækurnar um Erlend og félaga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæðum þegar afköstin eru svona mikil – en jafnvel miðlungsbók eftir...

Inga yfir þremur ráðuneytum
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fer nú fyrir öllum þremur ráðuneytunum sem flokkur hennar hefur mannað. Eyjólfur Ármannsson er kominn í fæðingarorlof og Guðmundur Ingi Kristinsson er í veikindaleyfi.

Engin siðmenning án íhaldsstefnu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ávarpaði ráðstefnu flokks Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu.


Borgþór Arngrímsson
Færa sig sífellt upp á skaftið
Á Eystrasalti og svæðinu þar umhverfis eru mestar líkur á að Rússar reyni að beita hervaldi gegn NATO-ríkjum. Þetta kemur fram í nýju áhættumati Leyniþjónustu danska hersins. Rússar færa sig í auknum mæli upp á skaftið og sýna ógnandi framferði.

Þolendur Epsteins og þingmenn gagnrýna yfirstrikanir
„Erum við að vernda þolendur eða erum við að vernda þessa úrvalskarla? Allt ferlið við að vera gegnsætt snerist um að yfirstrika aðeins nöfn þolenda og fórnarlamba,“ spyr einn af þolendum Jeffrey Epstein.

Heiðarlegt og einlægt uppgjör biskups
Ævisaga Karls Sigurbjörnssonar biskups, Skrifað í sand, er umtalsverður fengur fyrir sagnfræðinga og áhugafólk um róstursama tíma þjóðkirkjunnar á Íslandi. Karl var biskup frá 1998 til 2012 þar sem hann hætti í skugga hneykslismála og mikils niðurskurðar kirkjunnar í kjölfar hrunsins. Það sem sætir kannski helstu tíðindum er að Karl gerir það sem söguhetja Engla alheimsins predikar í skáldsögu Einars...

Dýrasta hangikjötið er ekki endilega það besta
Taðreykt hangikjöt frá SS fékk bestu dóma að mati dómnefndar sem smakkaði fimm hangikjötstegundir en Íslandslamb og hangikjötið frá Norðlenska komu næst á eftir í flestum tilfellum. Dýrasta kjötið var ekki valið það besta að mati dómnefndar en ódýrasta kjötið fékk yfirhöfuð slökustu dómana.

Fjórir af tíu tíundubekkingum „langt á eftir“ í lesskilningi
Engar upplýsingar liggja fyrir í menntamálaráðuneytinu um hvaða kennsluaðferðir eru notaðar í lestri í einstaka skólum, samkvæmt svari Guðmundar Inga Kristinssonar ráðherra í þinginu. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og kennari, segir menntamálaráðherra ekki hæfan í starfið og gagnrýnir að ekki séu teknar upp aðferðir við lestrarkennslu sem hafi virkað í hundruð ára.

Bréf frá villtum anda
Hlaðan: Þankar til framtíðar eftir Bergsvein Birgisson markar nokkur tímamót fyrir lesendur hans. Bókin er það sem mætti kalla skáldleysu og fjallar í grunninn um þanka heimspekings, húmanista og sveitamanns á meðan hann reisir hlöðu norður á Ströndum. Sá dularfulli staður á sérstakan stað í hjarta Íslendinga og hefur verið kveikja að stórkostlegum bókum. Nægir þar að nefna Þar sem...

Samvera og nytsemi einkennir „jólagjafir ársins“ síðustu ár
Jólagjöf ársins 2025 er „praktísk gjöf sem skilur eitthvað eftir sig“. En hvað getur jólagjöf ársins sagt okkur um tíðarandann? Heimildin ræddi sögu íslenskra jólagjafa við dr. Dagrúnu Ósk Jónsdóttur.


Sif Sigmarsdóttir
Ert þú að eyðileggja jólin fyrir einhverjum öðrum?
Árið er senn á enda. Ein þau tímamót sem undirrituð fagnaði á árinu var tuttugu ára brúðkaupsafmæli. Af tilefninu þvinguðum við hjónin okkur til að líta upp úr hversdagsamstrinu og fara út að borða. Fyrir valinu varð staðurinn sem við borðuðum á þegar við giftum okkur, Café Royal, sögufrægur veitingastaður á Regent Street í London, þar sem ekki ómerkari menn...

Sáir Trump fræjum stórstyrjaldar?
Ný utanríkisstefna Bandaríkjaforseta skilgreinir Suður-Ameríku sem áhrifasvæði Bandaríkjanna. Óttast er að stefnan réttlæti yfirgang stórvelda gegn smærri ríkjum, sem áður hefur leitt til heimsstyrjaldar.

Vill að lífsreynslan verði til þess að eitthvað breytist
Fjölskylda sem varð fyrir snjóflóðinu á Flateyri árið 1995 berst fyrir því að það verði rannsakað. Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar flóðið féll, vill ekki að lífsreynsla hennar verði til einskis, heldur leiði til breytinga.

Athugasemdir