Nýtt efni

Óþarft að virkja allt í virkjunarflokki
Davíð Arnar Stefánsson, félagi í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands og oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, segir að sum líti svo á að virkja þurfi allt í virkjunarflokki rammaáætlunar. Framkvæmdir vegna rannsóknarborholna HS Orku í Krýsuvík hafa verið gagnrýndar vegna nálægðar við náttúruperlur.

Laun stjórnenda Morgunblaðsins jukust um nær fjórðung
Árvakur, móðurfélag Morgunblaðsins, tapaði 277 milljónum króna í fyrra. Félagið er að mestu í eigu helstu útgerðarmanna Íslands. Systurfélagið sem rekur einu dagblaðaprentsmiðju landsins skilaði líka tapi.

Formaður BÍ segir sýknudóm grafa undan fjölmiðlafrelsi
Sigríður Dögg Auðunsdóttir fordæmir sýknudóm Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni. „Er niðurstaða dómsins efnislega sú að heimilt hafi verið að veitast opinberlega að blaðamönnum vegna fréttaskrifa þeirra með ósönnuðum staðhæfingum um alvarlega refsiverða háttsemi af þeirra hálfu.“

Vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingarflokk
Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra vill færa eitt vindorkuver af 10 úr biðflokki í nýtingarflokk vegna jákvæðra umsagna frá faghópum. „Við tökum eitt skref í einu í vindorkunni,“ segir ráðherra.


Tryggvi Felixson
Atlaga að Þjórsárverum eða afleikur í boði ríkisstjórnarflokkanna?
Umhverfisráðherra vill taka Kjalölduveitu úr verndarflokki og setja í biðflokk. Ef það gengur eftir hefur ný ríkisstjórn glatað tækifæri til að sýna að hún tekur náttúrvernd alvarlega.

Innflytjendur á Íslandi
Ísland hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarna áratugi. Eftir að hafa löngum verið eitt einsleitasta samfélag í heimi er nú svo komið að nær fimmti hver landsmaður er af erlendu bergi brotinn. Innflytjendur hafa auðgað íslenskt samfélag á margvíslegan hátt og mikilvægt er að búa þannig um hnútana að allir sem hingað flytja geti verið virkir þátttakendur á öllum sviðum mannlífsins. Til að fræðast nánar um innflytjenda hérlendis er í þessum þætti rætt við Dr. Löru Wilhelmine Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hún tekur þátt í verkefninu “Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi.” Hún starfar einnig sem stundakennari við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Sjálf er Lara þýsk en rannsóknir hennar hverfast um fólksflutninga, dreifbýli, tungumál og listir en hún varði doktorsritgerð sína í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri árið 2022. Titill doktorsritgerðarinnar er „Aðlögun innflytjenda á Íslandi: Huglægar vísbendingar um aðlögun innflytjenda á Íslandi byggðar á tungumáli, fjölmiðlanotkun og skapandi iðkun.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var komið inn á upplifun innflytjenda af inngildingu, hlutverk tungumálsins, stærð málsamfélaga, samanburð á Íslandi og Færeyjum og börn flóttafólks.

Evrópa var aldrei í röð og reglu
Prófessor í mannfræði segir orðræðu um hælisleitendur ekki í samræmi við staðreyndir en dregið hefur úr umsóknum í ár. Hún segir múslima hafa verið hluta af evrópsku samfélagi í hundruð ára. Ekki sé þó gagnlegt að kalla alla sem áhyggjur hafa af málaflokknum rasista.

Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Þrátt fyrir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fá greitt þingfararkaup þegar Alþingi er slitið og fram til 9. september ef varaþingmaður hennar tekur þá við eins og stendur til.

Flokkaflakk Íslands – þvert á flokka
Margir ræðumanna á mótmælum gegn hælisleitendum hafa leitað hugmyndum sínum farveg innan stjórnmálaflokka undanfarna áratugi en ekki haft erindi sem erfiði. „Augljós markaður fyrir þessi sjónarmið,“ sagði einn á leyniupptöku áður en hann steig á svið fyrir hópinn.


Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Að leita sér hjálpar
Leikarinn Elliot Page birti mynd af sér og kærustunni sinni á regnbogagötunni á Skólavörðustíg og kommentakerfið fylltist af niðrandi athugasemdum. Ákall til leikarans um að leita sér hjálpar er áhugavert, því það er einmitt það sem trans fólk gerir.

Brokkgengur ferill launahæsta forstjórans
Viðsnúningur hefur orðið á rekstri Alvotech sem Róbert Wessman stýrir. Mikið hefur verið lagt í ímyndarsköpun á „vörumerkinu Róbert Wessman“ á tíma tapreksturs, illdeilna við Björgólf Thor og ásakana kollega og starfsfólks Alvotech vegna hegðunar Róberts.


Indriði Þorláksson
Veiðigjald og verðlag
Á Alþingi stendur yfir eitt lengsta málþóf sögunnar vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjöldum. Þrátt fyrir það hefur ekki tekist að sýna fram á skaðsemina sem stórútgerðir segjast verða fyrir.


Borgþór Arngrímsson
Færri vilja kunna brauð að baka
Dæmigerður sunnudagsmorgunn er í hugum margra Dana skreppitúr í bakaríið eftir rúnstykkjum og vínarbrauði, og áður fyrr með viðkomu hjá blaðasalanum. Sífellt færri vilja gera baksturinn að ævistarfi og margir bakarar neyðast til að hafa lokað á sunnudögum. Lærðum bökurum hefur fækkað um 50 prósent á 10 árum.
Athugasemdir