Nýtt efni


Björn Leví Gunnarsson
Ný ríkisstjórn, nýjar áherslur?
Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, rýnir í fjárlagafrumvarpið og umræðuna í kringum þau, sem hann segir að sé fyrirsjáanleg og yfirborðskennd – eins og venjulega.


Halla Gunnarsdóttir
Aðhald á kostnað launafólks
Sveltistefnan hefur aldrei virkað til að taka á ríkisfjármálum eða koma efnahag á réttan kjöl. Hún hefur hins vegar í tímans rás og í öðrum löndum gert hina ríku ríkari, minnkað millistéttina og skert lífskjör vinnandi fólks.

„Af því að mér finnst gaman að vinna með börnum þá er ég föst heima“
Hildur Iðunn Sverrisdóttir vinnur á leikskóla og stefnir á meistaragráðu í listkennaranámi. Hún býr í íbúð í bílskúr foreldra sinna og veit að það verður erfitt að safna fyrir íbúð þar sem starfsvettvangurinn sem hún vill vera á er lágt launaður. „Það verður alltaf erfitt fyrir mig að safna,“ segir hún.

Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í húsnæðismálum þennan þingvetur?
„Við erum að taka húsnæðismálin föstum tökum,“ segir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Meðal boðaðra aðgerða eru breytingar á skammtímaleigu, umbætur í hlutdeildarlánakerfinu og endurskoðun á byggingarreglugerð.

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
Hjálmar Snorri Jónsson innréttaði í sumar bílskúr foreldra sinna en hann býr í honum ásamt kærustu sinni. Hann segir auðveldara að geta safnað fyrir íbúð þannig heldur en að fara fyrst inn á leigumarkaðinn. „Það er svolítið hugsunin að í stað þess að vera á leigumarkaði get ég bara verið hér og safnað peningum,“ segir Hjálmar.

Ófyrirséð mannfjölgun og vaxtalækkanir eiga þátt í sögulega háu fasteignaverði
Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir vaxtalækkanir í Covid og óvænt mannfjölgun síðasta áratuginn hafa átt þátt í því að keyra upp húsnæðisverð. Leiguverð hefur hækkað talsvert meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og leigumarkaðurinn tvöfaldast á síðustu tveimur áratugum.


Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Kylfa ræður kasti: Sameiningarhugmyndir safna
Prófessor í safnafræði og fyrrverandi safnstjóri veltir fyrir sér hugmyndum stjórnvalda um sameiningar safna. Hann segir þær byggja á óskhyggju fremur en greiningum og varar við auknu vantrausti á stjórnvöld.


Sif Sigmarsdóttir
Sérvitringar, afætur og „sellát“
Sif Sigmarsdóttir veltir fyrir sér þeirri mótsagnakenndu afstöðu samfélagsins að vilja hafa rithöfunda bæði ósérhlífna og fátæka, en jafnframt fordæma þá þegar þeir leita sér tekjulinda.

Ys og þys á Alþingi við Austurvöll
Síðastliðinn þriðjudag var 157. löggjafarþing Íslendinga sett á Alþingi. Ljósmyndari Heimildarinnar fékk
leyfi til fylgjast með því sem fram fór og skrásetja í myndafrásögn.

Ofbeldi á meðal barna eykst en fleiri þekkja rétt sinn
Heimilisofbeldi á milli systkina og á milli foreldra og barna hefur aukist um 29 prósent síðan í fyrra. „Börn eru farin að átta sig sterkt á réttindum sínum,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Hún telur vitundavakningu hafa orðið í samfélaginu en segir áhættuhegðun barna hafa aukist.

Reynisfjara: Öryggið og ábyrgðin
„Tími aðgerða er einfaldlega runninn upp,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra um öryggismál í ferðaþjónustunni. Landeigendur í Reynisfjöru telja öryggisráðstafanir þar vera samstarfsverkefni. Varnir voru hertar í fjörunni eftir að níu ára gömul þýsk stúlka lést þar í byrjun ágúst. Sjónarvottur segir kraftaverk að ekki fleiri hefðu farist þennan dag. Ferðamenn halda áfram að streyma niður í fjöru þrátt fyrir nýtt lokunarhlið og leggja ólíkt mat á hættuna.

Reynt að svindla á meirihluta þjóðarinnar
Guðjón Rúnar Sveinsson rannsóknarlögreglumaður segir að fæstir tilkynni svindl til lögreglu. 73 prósent landsmanna telja að reynt hafi verið að svindla á þeim eða svíkja út úr þeim pening á síðastliðnu ári. Guðjón segir svindlin verða vandaðri og að gervigreindin hjálpi þar til.


Aðalsteinn Kjartansson
Hæfileikinn að hugsa málið
Sagan mun ekki dæma það sem við hugsum heldur það sem við gerum.

Seðlabankinn kannaði hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður eftirlits með fjárfestingasjóði sem unnusta hans stýrir. Seðlabankinn segir málið hafa verið skoðað og engar vísbendingar séu um að hann hafi miðlað til hennar upplýsingum.

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
Niðurstöður nýrrar skýrslu OECD um háskólamál sýna að brotthvarf er hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjum. Þá segir að tryggja þurfi að íslenskir háskólar standi jafnfætis öðrum OECD háskólum. „Þessar niðurstöður staðfesta að háskólamálin þurfa að njóta sérstakrar athygli,“ segir Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Athugasemdir