Nýtt efni

Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

Líf hvala ekki í höndum nokkurra ríkra karla
Anahita Babaei og Elissa Bijou lifa við mikla óvissu og eiga í erfiðleikum með að ferðast vegna ákæru á hendur þeim sem þingfest var í júní. Þær mótmæltu hvalveiðum í Hval 8 og Hval 9 haustið 2023. Þær segja ákæruna óhóflega og að málið hafa snúist upp í að vernda réttinn til þess að mótmæla.

Tillögur starfshóps um flugvallarstrætó bíða enn
Engin formleg vinna er hafin við að bæta almenningssamgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Starfshópur skilaði skýrslu með tillögum í september í fyrra, ári á eftir áætlun.

Segir alvarlegt að MAST kæri ekki meint dýraníð til lögreglu
Dýraverndarsamtök geta ekki kært brot á lögum gegn dýravelferð vegna þess að þau eru ekki aðilar máls, þó þau séu upphafsmenn rannsókna. Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir málið alvarlegt.

Guðmundur H. Einarsson og Páll Stefánsson
Tíu ár frá samþykkt svæðisskipulags höuðborgarsvæðisins
„Við fullyrðum að vatnsvernd, útivist og gróðurumhirða getur farið saman, ekki síst ef vilji er til að koma þessari umræðu úr þeim skotgrafarfarvegi sem hún nú er í,“ skrifa menn sem unnu að verndun neysluvatns fyrir höfuðborgarsvæðið.

Fáni Palestínu blaktir í borginni
Borgarráð samþykkti að draga fána Palestínu að húni við Ráðhúsið í dag. Fánareglur verða endurskoðaðar á næstunni. „Við erum að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og íbúum Palestínu,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttur, borgarfulltrúi Sósíalista. Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs, segir Reykjavík borg friðar.

Útskrifast frekar ef foreldrar eru háskólamenntaðir
Nemendur sem eiga háskólamenntaða foreldra eru mun líklegri til að ljúka framhaldsskóla innan fjögurra ára. Um 74 prósent þeirra útskrifuðust árið 2023, samanborið við rúmlega 41 prósent þar sem hvorugt foreldrið hafði lokið framhaldsskóla.

Óánægð þjóð og veik staða Starmer eftir eitt ár við völd
Staða Keir Starmer sem forsætisráðherra Bretlands er ekki jafn sterk og búast hefði mátt við eftir frækinn sigur í þingkosningum í fyrra.

Dalai Lama nálgast nírætt: Tíu kaflaskil í lífi hans
Líf Dalai Lama hófst í sveitaþorpi í Tíbet, síðar hlaut hann heimsathygli en er nú í sjálfskipaðri útlegð. Í aðdraganda níræðisafmælisins leggur hann áherslu á að trúarleg arfleifð hans verði ekki pólitískum öflum að bráð.

Viðbrögð hafi einkennst af kerfislegum lausatökum og úrræðaleysi
Ríkisendurskoðun er harðorð í garð yfirstjórnar heilbrigðismála í nýrri skýrslu um mönnun og flæði sjúklinga innan Landspítalans. Árið 2024 voru ómönnuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga 50 og lækna 30.

Rannsókn á Samherjamálinu lokið
Fimm ára rannsókn héraðssaksóknara á Samherja er lokið. Níu Íslendingar eru með réttarstöðu sakbornings.

Ekkert í hendi um þinglok
Þingfundur stóð yfir til klukkan hálf fimm í nótt og verður fram haldið í dag þar sem veiðigjaldafrumvarpið er aftur á dagskrá. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum var kynnt á nefndarfundi í morgun.

Ein af þessum sögum
Ýmsir þættir hafa áhrif á hvar við ákveðum að búa til lengdar og hversu vel okkur líður í heimahögunum. Nýleg rannsókn sýnir til að mynda að einstaklingar sem búsettir eru í fáumennum byggðarlögum hérlendis og upplifa slúður um sitt ástarlíf eru tvöfalt líklegri til þess að ætla að flytjast búferlum en aðrir sem ekki upplifa slíkt. Til að færa okkur í allan sannleika um áhrif slúðurs á búsetu og búsetuánægju og margt fleira er í þessum þætti rætt við Dr. Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur sérfræðing við Rannsóknasetur byggða- og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Gréta lauk doktorsgráðu í félagsfræði frá Háskólanum á Akureyri á síðasta ári en titill ritgerðarinnar er „Ein af þessum sögum: Félagslegt taumhald, fólksflutningar og slúður: ungar konur í litlum byggðarlögum á Íslandi.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Grétu en í spjalli þeirra kennir ýmissa grasa.
Athugasemdir