Nýtt efni
Viðreisn stærst í nýrri könnun
Viðreisn mælist stærsti flokkurinn í nýrri könnun Prósents og Samfylkingin fer undir 20 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist minni en Flokkur fólksins.
Indriði Þorláksson
Skattapólitík 2007 til 2021
Lækkun skatta hefur verið á stefnuskrá áhrifamestu stjórnmálaflokka landsins á áratugum saman og hafa þeir stært sig af því að það hafi gengið eftir. Tölurnar sýna hins vegar annað.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra voru gestir Pressu í dag og ræddu meðal annars alvarlega stöðu á bráðamóttöku. Willum og Alma leiða bæði lista í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum, Alma fyrir Samfylkingu og WIllum Framsókn. Jóhannes Kr. Kristjánsson mætir einnig í þáttinn og sagði frá nýjum þáttum um bráðamóttökuna sem birtast hjá Heimildinni.
Landlæknir og heilbrigðisráðherra mætast í Pressu
Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra verða gestir Pressu í dag. Willum og Alma leiða bæði lista í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum, fyrir ólíka flokka þó.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
Kona sem situr á biðstofu með fleira fólki er að greinast með heilaæxli og það þarf að tilkynna henni það. En það er enginn staður sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í annan stað er rætt við aðstandendur frammi, fyrir framan sjálfsalann en þá fer neyðarbjallan af stað og hamagangurinn er mikill þegar starfsfólkið hleypur af stað. Í fjóra mánuði hefur blaðamaður verið á vettvangi bráðamóttökunnar á Landspítalanum og fylgst með starfinu þar.
Jón Trausti Reynisson
Lærdómur um syndir íslenskra stjórnmálamanna
Umboðsvandi hefur umleikið formenn þriggja af fjórum fylgismestu stjórnmálaflokkunum fyrir alþingiskosningarnar. Hvernig gerum við upp við bresti og brot?
Telur í mesta lagi tvö gos eftir í Sundhnúksgígaröðinni – í bili
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að ekki sé mikið eftir af þeim eldsumbrotum sem hafa verið í Sundhnúkagígaröðinni á þessu ári. „Ég held að ef þessi umbrot stoppa á Sundhnúkareininni þá fáum við pásu í dágóðan tíma. Allavega það langan að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því í okkar líftíma.“
Kvöldvakt á bráðamóttökunni
Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn inn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
Salka Valka í Bíó Paradís „Ósigur Halldórs í Hollywood varð sigur íslenskra bókmennta“
,,Kvikmyndin Salka Valka verður sýnd í Bíó Paradís 9. desember kl. 15:00. Upprunalega hafði Halldór Laxness í hyggju að sagan af Sölku Völku, sem kom út í tveimur hlutum 1931–32, yrði gerð að Hollywood-kvikmynd,‘‘ skrifar Flóki Larsen, sem ræðir um myndina við Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðing rannsókna á Kvikmyndasafninu.
Anna Lára Pálsdóttir
Festist ekki í hrútleiðinlegu fullorðinsskapalóni
Í fimmtugsafmælinu sínu bauð Anna Lára Pálsdóttir, sérfræðingur í ráðgjöf og stuðningi hjá
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, gestum í Fram, fram fylking, rólustökk og sápukúlublástur. Hún hefur nefnilega lært svo ótalmargt af nemendum sínum, til dæmis að festast ekki í einhverju hrútleiðinlegu fullorðinsskapalóni.
Sigurður Ingi lýsir erfiðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
Sigurður Ingi Jóhannsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnlaus, þar hafi menn gert það sem þeim datt í hug og komist upp með það. „Þannig var það,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Ráðist á fólk af öðrum uppruna
Sunja Írena Gunnarsdóttir var tveggja vikna þegar hún kom til Íslands frá Sri Lanka fyrir 39 árum. Henni finnst Ísland vera að fara aftur í tímann þegar kemur að fordómum. „Ég geng samt með höfuðið hátt.“
Var Almar „í kassanum“ kannski sofandi allan tímann?
Almar Steinn Atlason, betur þekktur sem „Almar í kassanum“ veltir því fyrir sér hvort hann hafi kannski verið sofandi allan tímann á meðan hann las fyrstu skáldsögu sína upphátt í beinu streymi í vikunni, sem tók tæpan sólarhring. „Hugsanirnar og bókin verða eitt á einhverjum tímapunkti og hvort maður haldi áfram meðvitundarlaus að lesa í leiðslu, mér finnst það ekki ósennilegt. Ég hafði í raun verið sofandi allan tímann?“
Hársbreidd frá tveggja flokka meirihluta
Samfylkingu og Viðreisn vantar eitt þingsæti til viðbótar til að ná að mynda meirihluta í þinginu, miðað við nýja skoðanakönnun Maskínu. Flokkarnir bæta báðir við sig á milli kannana og mælast með yfir 20 prósenta fylgi. Sósíalistar mælast stærri en Sjálfstæðisflokkur í einu kjördæmi.
Athugasemdir