
Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
Komi Covid smit upp í skólum munu þeir sem útsettir kunna að hafa verið fyrir veirunni að fara í sóttkví líkt og verið hefur. Enginn afsláttur verður gefinn þar á nú fremur en áður, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Mun meira er um að alvarlega veikir einstaklingar komi beint inn á spítalann í innlögn en verið hefur en hafi ekki viðkomu á Covid-göngudeild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúklingum sem lagst hafa inn á gjörgæsludeild í þessari bylgju faraldursins.