
„Þýðir ekkert endalaust að horfa bara niður á bryggju“
Flateyri skagar út í Önundarfjörð, umvafin háum fjöllum. Snjórinn í fjöllunum hjó sár í samfélagið, á sama tíma og þorpið tókst á við ofveiði og brothættan sjávarútveg sem hafði verið lífæð samfélagsins í áratugi. Eftir fólksfækkun, minnkandi þjónustu og niðurbrot þurfi samfélagið að finna sér annan farveg. Í dag er framtíðin eitthvað allt annað en fiskur. Og það er allt í lagi, segja íbúar, fullir bjartsýni og með von um bjarta tíma framundan.