
Erla heyrir liti
Hillbilly ræddi við Erlu Þórarinsdóttur myndlistarmann, sem er ein af tólf listamönnum sem teknir eru á tali í þættinum OPNUN II í Ríkissjónvarpinu. Erla vinnur jöfnum höndum með málverk, skúlptúra, ljósmyndir, hönnun og innsetningar en í Gallerí Hillbilly á síðu í Heimildinni kaus hún að sýna teikningu, einlínuteikningu.