Kári Stefánsson: „Menn í minni stöðu borga of lítið í opinber gjöld“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er hluti af eina prósentinu á Íslandi enda með 8.575.708 krónur í mánaðarlaun. Hann leggur áherslu á að meira eigi að fara í samneyslu. Sjálfur telur Kári sig ekki hafa lagt mikið af mörkum til samfélagsins og segist alla tíð hafa verið eigingjarn og sjálfmiðaður einstaklingur.