
Himnaríki eða heimsendir þegar gervigreindin tekur yfir
Mun gervigreindin skapa allsnægtasamfélag þar sem manneskjan er í fyrirrúmi? Eða munu einungis milljarðamæringar græða og við hin sitja eftir atvinnulaus og menningarsnauð? Eða förum við bil beggja? Áhugamaður segist óttast afleiðingar gervigreindar til skamms tíma en vera bjartsýnn til lengri tíma.