Fólkið í borginniLeiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi Stærstu mistökin sem Guðjón Þór Valsson hefur gert er að hætta í fótbolta og byrja að drekka áfengi.
Fólkið í borginniAð læra ensku breytti lífi mínu Tony er háskólakennari frá Kína. Aðspurður að því hvaða reynsla mótaði hann mest svarar hann að það hafi verið að læra ensku, því með henni getur hann ferðast um heiminn og átt í samtölum við fólk nánast hvar sem er.
Fólkið í borginni„Það hefur enginn maður rétt á að beita annan mann ofbeldi“ Þegar Gísli Kr. Björnsson var tíu ára gamall lenti hann í erfiðri reynslu en pabbi besta vinar hans veitti honum mikla hjálp og stuðning. Hann ákvað þá, ekki nema tíu ára, að verða lögfræðingur eins og hann.
Fólkið í borginni„Þú verðskuldar alltaf hjálp“ Guðný Lára Bjarnadóttir verður tvítug í maí. Hún æfir frjálsar íþróttir og sló nýlega eigið met í 1.500 metra hlaupi. Hún glímdi við átröskun á yngri árum en sjúkdómurinn fór að taka á sig alvarlega mynd þegar hún var í 10. bekk.
Fólkið í borginniAlabama og Reykjavík April Dobbins, rithöfundur og kvikmyndargerðarkona, flutti til Íslands árið 2022 til að stunda nám við Háskóla Íslands eftir að hafa dreymt um það lengi að flytja hingað. Hún ólst upp á bóndabýli í ameríska suðrinu, í Alabama nánar tiltekið. Henni finnst Alabama og Reykjavík ekkert svo ólíkir staðir ef út í það er farið, en þeir eiga það sameiginlegt, að henni finnst, að allir þekki alla og því erfitt að upplifa einhvers konar nafnleysi, svo fátt eitt sé nefnt.
Fólkið í borginni„Pabbi var heróínfíkill og dó“ Ana Aguilera starfar í Icewear Woolhouse í Austurstræti og segist ekki sætta sig við hvað ungt fólk fær fá tækifæri á Spáni.
Fólkið í borginniVið hvert ferðalag vex ég sem manneskja Þórir Snær Hjaltason fæddist um aldamótin og er þess vegna að verða 24 ára á þessu ári. Hann hefur ferðast víða og búið bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Í hvert skipti sem hann ferðast finnst honum hann víkka sjóndeildarhringinn sinn og vaxa sem manneskja.
Fólkið í borginni 1Það er eitthvað gróteskt við okkur öll Aron Martin Ásgerðarson er í meistaranámi í ritlist ásamt því að sinna hinum ýmsu störfum, þar á meðal sem sviðsstjóri í Tjarnarbíói. Honum finnst gaman að skrifa um fólk sem er gallað og finnst mikilvægt að umfaðma gróteskuna sem er til í okkur öllum, eins og hann orðar það.
Fólkið í borginni 1Mamma kenndi mér að vera manneskja Á Háskólatorgi er Breki Pálsson, 25 ára doktorsnemi í stærðfræði. Hann segist hafa mótast af móður sinni, sem kenndi honum kannski ekki að vera stærðfræðingur heldur hlý og góð manneskja.
Fólkið í borginniDáleiðslan og lögfræðin mótuðu hana Sandra Grétarsdóttir lærði bæði lögfræði og síðar dáleiðslu, svokallaða meðferðardáleiðslu. Hvað dáleiðsluna varðar hefur það mótað hana bæði að læra hana og beita henni og þannig hjálpa öðrum.
Fólkið í borginniSagði „Jesús Kristur“ og henti sér í sjóinn Daníel Sigurðsson bjargaði eigin lífi þegar hann synti í land þegar bátur hans fórst í Hornarfjarðarósi fyrir 35 árum. En það hefur flest gengið honum í hag í lífinu, að eigin sögn.
Fólkið í borginniÞúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur Julia Mai Linnéa Maria segir að fæðing fyrsta barnsins síns hafi breytt farvegi lífs síns að því leyti að við fæðingu þess hafi bæst við líf hennar þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur.
Áskrift hefur áhrif Heimildin er í dreifðu eignarhaldi og óháð hagsmunaaðilum. Áskrift styður tímafreka rannsóknarblaðamennsku. Ég vil fá áskrift Nei, takk Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.