Fólkið í borginni 1Eftirlaunagjöfin var að flytja til Íslands Fyrir átján mánuðum síðan fór Ralph á eftirlaun og ákvað að gefa sér það í gjöf að flytja til Íslands og læra um íslenskar miðaldir.
Fólkið í borginni 1Að líða vel í myrkrinu Lísa Mikaela Gunnarsdóttir er húsvörður á kvennaheimilinu Hallveigarstöðum. Síðasti vetur, veturinn 2022, var í fyrsta skipti sem Lísu leið vel í myrkrinu, skammdeginu, því hún setti sjálfa sig í forgang.
Fólkið í borginni 2Lífið breyttist þegar þau hittu hvort annað Í vesturbænum býr fjögurra manna fjölskylda, Magnea og Ármann og dætur þeirra tvær, Arna og Ellý. Þau hjónin hugsa um dætur sínar frá morgni til kvölds, og á nóttinni líka og fátt annað kemst að enda er Arna þriggja og Ellý frekar nýtilkomin, ekki orðin eins árs. Líf þeirra beggja, foreldranna þá, breyttist þegar þau hittu hvort annað.
Fólkið í borginniHvergerðingur keyrir mjólkurbíl í miðbænum Patrick Job ekur mjólkurbíl í Reykjavík en býr í Hveragerði. Hann segir lífið oftast ljúft og skemmtilegt.
Fólkið í borginniAf hverju verður fólk svona? Una Björg Jóhannesdóttir hefur löngum velt fyrir sér, og sérstaklega nú síðustu daga, hvað búi á bak við hatur, af hverju fólk hatar og hvað hefur gerst í þeirra lífi sem leiðir af sér hatur. Það mikilvægasta sem hún hefur lært í lífinu er „ást og umhyggja, samstaða og skilningur“.
Fólkið í borginni 2Nennir ekki upp á Everest Arnar Margeirsson hjá Þvottastöðinni Fönn ferjar þvott alla daga og hefur gert það í 36 ár. Hann segir það alltof langan tíma en hann nenni ekki að fara að skipta um vinnu úr þessu. Arnar hefur gaman af bílaviðgerðum og slakar á með því að fara í fjallgöngu. Honum liggur ekkert á og nennir ekki á Everest.
Fólkið í borginniFrá Hrafnistu í happdrættið Valgeir Elíasson byrjaði um áramótin sem framkvæmdastjóri Happdrætti DAS en áður var hann að vinna hjá Hrafnistu í ellefu ár. Það er töluvert ólíkt að fylgja fólki síðustu metrana í lífinu eða hringja í fólk til að segja því að það hafi unnið stóra vinninginn.
Fólkið í borginni„Ég átti aldrei von á því að verða kaupmaður“ Jóna Jóhanna Steinþórsdóttir er uppalin í sveit og umhugað um heilsuna eftir að hafa unnið mikið með veiku fólki síðustu ár. Hún tók nýverið við rekstri jólabúðar og segist aldrei hafa búist við því að verða kaupmaður.
Fólkið í borginniSótti allar myndlistarsýningar í Reykjavík á æskuárunum Sigríður Kristín Birnudóttir gengur á hverjum morgni til vinnu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur hvar hún hefur starfað frá árinu 2000.
Fólkið í borginniReykjavík „kósí“ um verslunarmannahelgar Pálína Sigurðardóttir hefur notið þess síðustu ár að vera í höfuðborginni um verslunarmannahelgi, stærstu ferðahelgi ársins. Í ár ætlar hún hins vegar að elta sólina.
Fólkið í borginniVeðrið, verðbólgan og gengi KR í fótbolta Þorleifur Garðar Sigurðsson segir alltaf hægt að spjalla um veðrið, verðbólguna og gengi KR-inga í fótbolta.
Fólkið í borginni„Við fundum hann bara á götunni“ Sólveig og Tómas starfa í vinnuskóla Reykjavíkurborgar í sumar. Þau björguðu hjálparvana fugli úr háska í miðbæ Reykjavíkur.
Þín áskrift hefur áhrif Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku. Gerast áskrifandi Nei, takk Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.