
„Einveran er orðin svo þjakandi eitthvað“
Gunnbjörn Guðmundsson er áttræður og yngstur átta systkina. Hann kann illa við einveruna sem þjakar hann í ellinni og saknar systkina sinna sem eru fallin frá. „Það er mjög erfitt þegar maður er orðinn svona gamall að vera einn.“










