Og veröldin fyllist saknaðarilmi
Töfrar í Þjóðleikhúsinu Þríeykið Unnur Ösp Stefánsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir og Björn Thors að lýsa upp töfra í Þjóðleikhúsinu. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Og veröldin fyllist saknaðarilmi

Um þess­ar mund­ir frum­sýn­ir Þjóð­leik­hús­ið verk­ið Sakn­að­ar­ilm. Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir skrif­ar leik­gerð­ina sem er byggð á bók­un­um Apríl­sól­arkuldi og Sakn­að­ar­ilm­ur eft­ir Elísa­betu Jök­uls­dótt­ur. Björn Thors leik­stýr­ir. Þar með skipta þau hjón­in um hlut­verk en Unn­ur Ösp leik­stýrði Birni þeg­ar hann lék í ein­leikn­um Vertu úlf­ur – sem hún skrif­aði einnig upp úr sam­nefndri bók og sló eft­ir­minni­lega í gegn.

„Mig hefur langað síðan ég las Ástu Sigurðardóttur að sprengja upp heilann á konum. Brjóta tabú, segir Elísabet Jökulsdóttir um leikverkið Saknaðarilm – sem er bæði byggt á samnefndri bók og Aprílsólarkulda eftir hana. Óhætt er að segja að persóna verksins, leikin af Unni Ösp Stefánsdóttur, tendri þar hugrenningatengsl við Ástu Sigurðar og verk hennar.

Unnur Ösp skrifaði leikgerðina sem eiginmaður hennar, Björn Thors, leikstýrir. Hún talar við sjálfa sig og áhorfendur og orðin svífa:

Sko, ég hef ég verið að raða hlutum, málverkum og húsgögnum núna í eitt og hálft ár síðan að mamma dó þar til ég settist niður eitt kvöldið og spurði sjálfa mig: Af hverju geturðu ekki hætt að raða? Hvað ertu að fela?

Áföllin koma aftur og þau koma aftur og aftur. Áföllin sjá sér leik á borði, einhver atburður vekur þau og veröldin fyllist saknaðarilmi.

Ekki eitthvað eitt sem getur …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár