Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Fjöldagröf eftir flóð

Tæp­lega fjög­ur þús­und eru látn­ir og mörg þús­und fleiri er sakn­að eft­ir gríð­ar­leg flóð í borg­inni Derna í Líb­íu. Lík­um hef­ur ver­ið safn­að sam­an und­an­farna daga og fjölda­graf­ir und­ir­bún­ar.

Fjöldagröf eftir flóð

Sjálfboðaliðar söfnuðu saman líkum þeirra sem létust í flóðum sem fóru um borgina Derna fyrr í mánuðinum. Fólkinu hefur verið komið fyrir í fjöldagröf við borgina. Gríðarleg flóð urðu í borginni eftir að tvær gamlar stíflur brustu aðfaranótt 10. september þegar óveður fór um svæðið.

Flóðin hrifu með sér þúsundir híbýla, sem sum hver enduðu í Miðjarðarhafinu. Staðfest dauðsföll nálgast fjögur þúsund en um níu þúsund er enn saknað. Rauði hálfmáninn í Líbíu segir hins vegar ríflega 11 þúsund látna.

Hundruð mótmælenda í Derna hafa krafist alþjóðlegrar rannsóknar á aðgerðum yfirvalda vegna yfirvofandi hættu í aðdraganda óveðursins, en líka vegna viðbragða þeirra í kjölfar flóðanna.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár