Seðlabanki Íslands vill að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafni kröfu Heimildarinnar um að fá samkomulag Íslandsbanka við Seðlabanka Íslands um að ljúka með sátt máli vegna brota bankans við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum án þess að búið sé að strika yfir upplýsingar úr sáttinni.
Heimildin kærði synjun Seðlabankans á því að fá upplýsingarnar afhentar til nefndarinnar í byrjun júlí. Í umsögn sem bankinn hefur skilað inn til úrskurðarnefndarinnar segir að Seðlabankinn telji umræddar upplýsingar „varða hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs en slíkar upplýsingar eru háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi.“ Að mati Seðlabankans eigi hvorugt við í fyrirliggjandi máli.
Ráðherra birti kaupendalistann
Að mati Heimildarinnar eiga upplýsingarnar sem strikað var yfir ríkt erindi við almenning, enda …
Athugasemdir