Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Heimildarmynd varð kveðjubréf til afa og ömmu

Kvik­mynd Jóns Bjarka Magnús­son­ar, Hálf­ur Álf­ur, fylg­ir afa hans og ömmu í hvers­dags­líf­inu á einu af síð­ustu ár­um þeirra. Mynd­in fjall­ar um líf­ið og dauð­ann og öll litlu smá­at­rið­in inni á milli.

„Áhuginn spratt upp úr áhuga afa á dauðanum, en hann var mjög mikið að undirbúa sig fyrir hann. Hann var búinn að kaupa kistuna og var að skipuleggja jarðarförina á sama tíma og hann var að skipuleggja 100 ára afmæli sitt. Hann var búinn að ákveða að hann ætlaði að ná það langt.“

Svona lýsir Jón Bjarki Magnússon kveikjunni að heimildarmynd sinni, Hálfur Álfur, sem fer í almennar sýningar 25. mars. Árið 2015 hóf Jón meistaranám í sjónrænni mannfræði við Freie Universität í Berlín. Þegar kom að því að velja lokaverkefni segir Jón að líf afa hans og ömmu, Trausta Breiðfjörð Magnússon og Huldu Jónsdóttur, hafi verið fyrsta val sitt.

Þegar aðaltökur fóru fram voru þau hjónin orðin 99 og 96 ára, og höfðu búið undir sama þaki í um 70 ár. „Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki fylgja magatilfinningunni eftir á þessum tímapunkti þá væri mjög …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár