Ólga í Samfylkingunni

Nokkur skrif og skoðanaskipti hafa skapast á lokaðri síðu Samfylkingarinnar vegna viðtals við formann flokksins Árna Pál Árnason. Það er kurr í mönnum vegna fylgisfalls og væntanlegra prófkjara á næsta ári.
Kjartan Valgarðsson er formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík og hann skrifar;
Ef hér er rétt haft eftir Árna Páli þá veit ég ekki hvaða flokk hann er að tala um. (Vísar til grein í Kjarnanum)
"Hvort hún muni vilja opna sig „upp á gátt“ fyrir öllu fólki - líka þeim sem eru ekki virkir í flokknum í dag - bjóða það velkomið á fundi og að taka þátt í að kjósa nýja forystu."
Það þarf að opna flokkinn upp á gátt því þessir 18.000 sem eru virkir í flokknum í dag er lítil klíka, fyllir alla fundi og eru öll á sömu skoðun. Er hægt að opna flokk meira upp á gátt en okkar flokk? Streymir ekki fólk í flokkinn fyrir prófkjör, algerlega skuldbindinga- og fyrirhafnarlaust? Og fer svo úr honum eftir prófkjör eða formannskjör alveg fyrirhafnarlaust?
Ég verð að segja það félagar góðir að mér er verulega misboðið af þessu óviturlega tali.-
Fleiri úr forystunni blanda sér í umræðuna og hér eru nokkur dæmi;
Sverrir Jensson
Það kemur alltaf maður í manns stað svo það er bara eðlilegast hlutur að nýtt fólk komi inn í flokkin sem og flokksforystuna.Hinsvegar nyja stefnu og spurining hvort þá þurfi ekki að stofna nýjan flokk? Fólk er jú saman í stjórnmálaflokki að því það hefur svipaðar hugsjónir og stefnu.
Bjarni Jónsson
Það versta sem hefur komið fyrir Samfylkingun eru opnu prófkjörin. Vegna þeirra eru skráð í flokkinn þúsundir sem annað hvort vilja ekki eða hafa aldrei kosið flokkinn en gert vinum greiða með því að taka þátt í prófkjörum. Þeir sem tekið hafa þátt í prófkjörsvinnu þekkja þau símtöl þar sem viðmælandi formælir flokknum þrátt fyrir að vera þar skráður. Og það gengur ekkert að afskrá sig af listanum því við viljum hafa „stóran“ flokk.
Stuðningur við Samfylkinguna er dapur og ber formaður þar fulla ábyrgð. Það er eins og formaðurinn skynji ekki að það flæðir hratt undan flokknum. Fólk hefur yfirgefið hann í bílförmum og snúið sér eitthvert annað.
Ég tel að ÁPÁ geri Samfylkingunni stóran greiða með því að hætta svo hægt verði að kjósa nýjan formann sem hefur möguleika á að leiða flokkinn í næstu kosningum. Að bíða fram að kosningum og sjá til er ekki boðlegt.
Róbert Hlöðversson
Það þarf að byrja á því að koma á persónukjöri og gefa þannig öllum kjósendum flokksins kost á að velja fólk til forystu með beinum og lýðræðislegum hætti. Þannig mundi skapast sátt um forystuna og þá jafnframt um flokksstarfið. Samfylkingin getur valið að fara þessa leið jafnvel þó aðrir flokkar geri það ekki.
-0-
Það er því ljóst að tekist verður bæði um forystuvanda Samfylkingarinnar og hvort eða hvernig verði háttað prófkjör fyrir næstu alþingiskosningar.
Athugasemdir