Jól fyrir alla

Jólin enn á ný. Hringrás tímans leiða okkur enn á ný að þessari friðarhátíð. Auðvitað er þetta fyrst og fremst hátíð kristinna manna sem fagna komu frelsarans síns, en aðrir trúaðir og trúlausir njóta friðsemd jólanna. Þannig finna allir landsbúar sameiginlega stund til að staldra við.
En það á að vera jól fyrir alla. Ekki bara fyrir þá sem sitja að svignandi veisluborðum með kavíar í munnvikum.
Jólin eiga að minna okkur á að það þarf sífellt átak til að viðhalda jöfnuði.
Þjóðmálaumræðan þagnar nú um stund en rís á ný með hækkandi sól.
Sendi öllum lesendum jólakveðjur og farsæld á nýju ári. Geri það með snilldartexta Reynis Guðsteinssonar skólastjóra:
Jól, jól skínandi skær
Jól, jól, skínandi skær,
skreyta nú fjöll og voga.
Himinsins glitrandi gimsteinum frá
gleðifregn englarnir mönnunum tjá:
,,Frelsarans komu oss fagna ber,
fæddur er hann, sem vor drottinn er”
Jól, jól, skínandi skær,
skreyta nú fjöll og voga.
Kom, kom, hátíðin hæst,
heilagur friður ríkir.
Hátt yfir veraldar storma og stríð
styrki oss drottinn þín miskunnin blíð.
Gef þú að gjörvallt um jarðarból
gleðileg ríki þín friðarjól.
Kom, kom, hátíðin hæst
heilagur friður ríkir.
Reynir Guðsteinsson.
Gleðileg jól.
Athugasemdir