Hæstiréttur-formregla brotin

Ég sé útundan mér að vaskir blaðamenn Stundarinnar eru búnir að finna það út að formregla var brotin við skipan hæfnisnefndar um skipan hæstaréttisdómara.
Hér er í löngu máli samantekt hvers vegna svo er.
Í fyrsta lagi er dómstólanefndin undir stjórnsýslulög þar sem framkvæmdavaldið skipar nefndina formlega;
- [4. gr. a. [Ráðherra]1) skipar fimm menn í dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara. Tveir nefndarmanna skulu tilnefndir af Hæstarétti, þar af annar þeirra sem formaður nefndarinnar, og skal að minnsta kosti annar þeirra ekki vera starfandi dómari. Tilnefnir dómstólaráð þriðja nefndarmanninn en Lögmannafélag Íslands þann fjórða. Fimmti nefndarmaðurinn skal kosinn af Alþingi. Varamenn skulu tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Skipunartími í nefndina er fimm ár en þó þannig að skipunartími eins manns rennur út hvert ár. Sami maður verður ekki skipaður í sæti aðalmanns í nefndinni oftar en tvisvar samfleytt.-
Þá er að skoða jafnréttislög sérlega 15.grein um skipan;
Jafnréttislög;
15. gr.
Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.
Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.
Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er heimilt að víkja frá skilyrði 1. málsl. þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess.
Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæði 1. mgr. ef undanþáguheimild 2. mgr. á við.
5. Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.
Lengi hefur verið í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ákvæði sem ætlað er að tryggja sem jafnast hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera. Í þeim tilgangi að styrkja þetta ákvæði er lagt til að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir verði þess gætt að hlutfall kynjanna verði sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá er að ræða. Þetta er í samræmi við markmið stjórnvalda sem m.a. hefur komið fram í þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum. Til þess að fylgja þessu markmiði eftir er enn fremur gert ráð fyrir að tilnefningaaðilar tilnefni ávallt bæði karl og konu þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir.
Um 15. gr.
Ákvæðið er efnislega samhljóða 20. gr. gildandi laga. Í þeim tilgangi að styrkja þetta ákvæði sem hefur verið lengi í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er jafnframt lagt til að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir verði þess gætt að hlutfall kynjanna verði sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá er að ræða. Þetta á bæði við um aðal- og varamenn. Þetta er í samræmi við markmið stjórnvalda sem m.a. hefur komið fram í þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum. Er lagt til að þessi regla eigi einnig við um stjórnir opinberra fyrirtækja, sbr. 2. gr. laga nr. 90/2006, um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum, og stjórnir fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að. Svo ná megi framangreindu markmiði er jafnframt lagt til að tilnefningaaðilar skuli ávallt tilnefna bæði karl og konu þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Þó er lagt til að tilnefningaraðila sé heimilt að víkja frá framangreindu skilyrði þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Dæmi um slíkt eru félagasamtök þar sem félagsmenn eru nær eingöngu af öðru kyninu, svo sem hjá Kvenfélagasambandi Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands og Félagi ábyrgra feðra.-
Af þessu sést að formregla var brotin.
(með greininni er falleg mynd af laxveiðimönnum)
Athugasemdir