Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

"Blússandi góðæri"

"Blússandi góðæri"

Áramót enn á ný.

Litið um öxl þá var árið ólguár í stjórnmálum. Ríkisstjórnin áréttaði ítrekað að hún er ríkisstjórn auðvalds. Ríkisstjórnin steig ofan í alla ójafnaðarpytti sem var á leið hennar. Skilin á milli stjórnar og stjórnaranstöðu hafa sjaldnar verið skýrari.

Það auðveldar að vísu stjórnarandstöðunni að stilla saman strengi og ganga samhent inn í kosningaundirbúning á komandi ári.

Á komandi ári eru forsetakosningar. Hvort núverandi forseti hættir eða þæfir forsetasetuna er ljóst að umræður um stjórnarskrá mun komast aftur á dagskrá. Þá skiptir máli að pólitísk samstaða myndist með sátt í samfélaginu. Þá mun gluggi tækifæranna opnast. 

Persónulega er árið mér milt. Góðir samherjar tóku ferju Hadesar og nýir Íslendingar fylla skörðin. Fæðing er oftast ánægjuefni og koma flóttafólks er góð viðbót við menningu og samfélag. Tökum vel á móti þeim.

Þó stjórnarsinnar sjái meiri hag í því að vernda grjótbakka frekar en styrkja aldraða og öryrkja, þó ríkisbankastjórinn slái ójafnaðartaktinn með viðlaginu "blússandi góðæri", þarf félagshyggjufólk að finna sinn jafnaðartakt.

Það væri góð aldargjöf fyrir íslenska jafnaðarmennsku.

Gleðilegt ár!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni