Leikhús

Þetta er gjöf

Sóley kemur heim af djamminu um sumarnótt og finnur ókunnugan mann liggjandi meðvitundarlausan við útidyrnar. Hún og faðir hennar ákveða að skjóta skjólshúsi yfir manninn en ekki getur þau órað fyrir afleiðingunum.

Annar maður skýtur upp kollinum, vill þakka feðginunum fyrir hjálpsemina og býður föður Sóleyjar að óska sér einhvers. Hann lofar því að óskin muni rætast, hver sem hún er. Faðirinn eygir loksins von um að geta komið sér upp úr skuldasúpunni. En ekki er allt gull sem glóir.

Leikritið Þetta er gjöf vísar í goðsöguna um Mídas, en hún birtist okkur hér í reykvískum veruleika.

Höfundur Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
Leikstjórn Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
Leikarar Katla Þórudóttir Njálsdóttir

Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Lýsing: Garðar Borgþórsson Tónlist: R-O-R, Gyða Valtýsdóttir og Úlfur Hansson Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson

Þjóðleikhúsið

Greinar

Umsagnir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið undanfarið ár