Nýtt efni

Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
Varaseðlabankastjóri segir bankann gera ráð fyrir að verðbólga hækki aftur áður en hún lækkar. Spár Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgumarkmið náist á fyrri hluta 2027. Launahækkanir sem tryggðar voru í síðustu kjarasamningum hafi gegnt lykilhlutverki í því að viðhalda innlendum hluta verðbólgunnar.

Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu manns sóttu um stöðu ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks. Þar af drógu þrír umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnbirtingu.

Bilið breikkar á milli tekjuhópa á húsnæðismarkaði
Tekjuhærra ungu fólki gengur betur að eignast húsnæði en bilið milli þeirra og tekjulægra ungs fólks hefur aukist. Fólk flýr í verðtryggð lán vegna hárra vaxta og fleiri „njóta aðstoðar“ við fyrstu kaup.

Hong Kong hafna frumvarpi um samkynja sambúð
Þingmenn í Hong Kong felldu í dag frumvarp sem veitir samkynhneigðum pörum frekari réttindi. Niðurstaðan er mikið áfall fyrir hinsegin samfélagið í Hong Kong.

Ísrael ver árásir á Katar eftir gagnrýni frá Trump
Fulltrúi Ísraels segir loftárásir á Hamas-leiðtoga í Katar hafa verið réttlætanlegar. Katar segist hafa fengið viðvörun of seint. Sex Hamas-liðar og öryggisvörður voru drepnir í árásunum, sem forsætisráðherra Ísraels segir hafa verið svar við skotárás í Jerúsalem.

Eftir að ráða í á annað hundrað stöðugilda í skólum Reykjavíkur
Í Reykjavík eru 39 grunnstöðugildi í leikskólum, 46,9 stöðugildi í grunnskólum og 79 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum enn laus. Staða ráðninga er þó betri en í fyrra.

Fjárlagafrumvarp í hnotskurn: Bein áhrif á heimili 18 milljarðar
Raforkuverð mun hækka þvert á öll heimili samkvæmt nýju fjármálafrumvarpi. Heimili landsins axla 64 prósent byrðanna af breytingum á sköttum og gjöldum gangi frumvarpið eftir.

Sigurður Ingi: Fjárlagafrumvarpið „engin sleggja“
Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður og formaður Framsóknarflokksins segir að nýtt fjárlagafrumvarp sé „engin sleggja til að slá niður verðbólgu og vexti.“ Hann telur útgjöld til heilbrigðismála vanáætluð og hefur áhyggjur af tekjulægri hópum samfélagsins.

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
Ríkisstjórnin ætlar að ná hallalausum rekstri strax árið 2027 en halli næsta árs verður 15 milljarðar, samkvæmt nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Það er um 11 milljörðum minni halli en gert hafði verið ráð fyrir. Vaxtagjöld ríkissjóðs nema nú 125 milljörðum króna á ári, sem jafngildir um 314 þúsund krónum á hvern íbúa – hærri fjárhæð en rekstur allra framhaldsskóla og háskóla landsins.

Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Alþingi verður sett á morgun. Ef varamaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur tekur sæti eins og boðað var mun hún hafa fengið yfir 3,1 milljón króna greidda í þingfararkaup á meðan námsleyfi hennar í New York stendur.

Talaði 64 prósent tímans og greip fram í yfir tuttugu sinnum
Heimildin skrifaði upp umræður Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, samskipta- og kynningarstjóra Samtakanna 78. Snorri talaði mun meira en viðmælandi sinn og þáttarstjórnandi til samans, en kvartar á sama tíma yfir þöggun sem hann er beittur.


Borgþór Arngrímsson
Vilja fleiri kistur en færri duftker
Margir danskir kirkjugarðar eru í fjárhagskröggum. Breyttir greftrunarsiðir valda því að tekjur garðanna hafa minnkað og duga ekki fyrir rekstrinum.

Þjóð gegn þjóðarmorði á Austurvelli: „Út með hatrið, inn með ástina“
Mótmælafundir gegn þjóðarmorði Ísrael í Palestínu fóru fram á sjö stöðum víðs vegar um landið í dag, sá stærsti í Reykjavík. Golli, ljósmyndari Heimildarinnar, fangaði samstöðuna á Austurvelli.

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
„Þetta er ekki ruslið þitt en þetta er plánetan okkar,“ segir Erik Ahlström, guðfaðir plokksins. Ekki bara felst heilsubót í plokkinu heldur segir Erik það líka gott fyrir umhverfið og komandi kynslóðir. Hann telur mikilvægt fyrir sjávarþjóð eins og Ísland að koma í veg fyrir að rusl fari í sjóinn en 85 prósent þess kemur frá landi. Blaðamaður Heimildarinnar fylgdi Erik út að plokka.
Athugasemdir