Nýtt efni

Mótmælendur óttast einræði Trumps
Milljónir mótmæla í Bandaríkjunum undir slagorðinu No Kings, eða Enga kónga. Samflokksmenn Bandaríkjaforseta hafa lýst þeim sem hryðjuverkamönnum.

Von verður að vonbrigðum
Sigríður Jónsdóttir skrifar um Þetta er gjöf, nýtt íslenskt leikrit sem sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
Í bókinni Mamma og ég, segir Kolbeinn Þorsteinsson frá sambandi sínu við móður sína, Ástu Sigurðardóttur rithöfund. Á uppvaxtarárunum þvældist Kolbeinn á milli heimila, með eða án móður sinnar, sem glímdi við illskiljanleg veikindi fyrir lítið barn. Níu ára gamall sat hann jarðarför móður sinnar og áttaði sig á því að draumurinn yrði aldrei að veruleika – draumurinn um að fara aftur heim.


Sif Sigmarsdóttir
Hver hefðir þú verið í Þriðja ríki Hitlers?
Sif Sigmarsdóttir spyr hvort góðvild sé enn sjálfgefin dyggð.

Gata nefnd í höfuðið á langömmu nefndarmanns fyrir tilviljun
Bjargargata mun héðan í frá heita Kristínargata í höfuðið á Kristínu Ólafsdóttur lækni. Sú er langamma Ólafar Skaftadóttur, eins þriggja nefndarmanna í götunafnanefnd, sem átti þó ekki hugmyndina.

Þrjár konur kvartað undan áreitni starfsmanns RÚV
Stjórnendum hjá Ríkisútvarpinu hafa borist kvartanir frá þremur konum vegna áreitni af hálfu karlkyns starfsmanns fjölmiðilsins. Maðurinn er í leyfi frá störfum. Fyrstu kvartanirnar bárust í ágúst.

Hótanir Bandaríkjanna stöðva samkomulag um minni losun skipa
Bandaríkjaforseti hótaði þeim ríkjum refsiaðgerðum sem myndu styðja reglur um samdrátt kolefnislosunar í skipaflutningi.

Gagnrýna hagræðingaraðgerðir ríkisstjórnar Kristrúnar
Alþýðusamband Íslands gagnrýnir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur vegna hagræðingaraðgerða, sem ríkisstjórnin beitir til að minnka vaxtakostnað.

Sýn á niðurleið: Færri vilja áskrift og tekjumódelið endurskoðað
Fjárfestar bregðast við afkomuviðvörun sem Sýn sendi frá sér í gærkvöldi. Gengi lækkaði um meira en tuttugu prósent við opnun markaða. Mun verr gengur að selja sjónvarpsáskriftir en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Uppsögn bandarísks aðmíráls vekur spurningar
Aðmíráll Bandaríkjahers yfir Suður-Ameríku, sem sér um árásir á grunaða smyglara, hefur tilkynnt um brotthvarf sitt.

Evrópusambandið semur um að styðja eigin vopnaframleiðslu
Kanada og Bretland ganga til liðs við Evrópusambandið í að efla eigin hergagnaframleiðslu og minnka innflutning frá Bandaríkjunum.

Trump hittir Pútín aftur í Búdapest
Bandaríkjaforseti bakkar með að afhenda Úkraínu Tomahawk-stýriflaugar og boðar fund með Vladimir Pútín í boði Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.

Prófa sig áfram með gervigreind í skólum
Nýtt opinbert tilraunaverkefni mun veita kennurum aðgang að tveimur gervigreindartólum til að nýta til undirbúnings fyrir kennslu. Ekki er verið að „innleiða gervigreind í íslenska skóla“ segir í tilkynningu.

Samkeppniseftirlitið atyrðir bankana fyrir viðbrögð við vaxtadómi
Starfsmenn bankanna brugðust við vaxtadómi með því að spá fyrir um að húsnæðislán yrðu dýrari fyrir neytendur. Háttsemin „sérstaklega skaðleg á fákeppnismörkuðum“, segir Samkeppniseftirlitið í beinskeyttri yfirlýsingu til bankanna.
Athugasemdir