Nýtt efni

Trump slær saman Íslandi og Grænlandi
Donald Trump Bandaríkjaforseti ruglaði saman Íslandi og Grænlandi í ræðu sinni í Davos og kenndi landinu um lækkanir á hlutabréfamörkuðum.

Trump ætlar sér að ná Grænlandi: „Við erum stórveldi“
„Ef það væri ekki fyrir okkur, væruð þið öll að tala þýsku. Og kannski smá japönsku,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar hann mætti á alþjóðaefnahagsráðstefnuna í Davos. Hann sagði að það hefði verið „heimskulegt“ að skila Grænlandi eftir seinni heimsstyrjöldina en hann myndi ekki beita hervaldi til að ná landinu.

Miðflokkurinn hækkar flugið og mælist í 22 prósentum
Miðflokkurinn nálgast fylgi Samfylkingarinnar, sem enn er þó stærsti flokkur landsins. Viðreisn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokki og Flokkur fólksins mælist utan þings.

Vélfag til rannsóknar og stjórnarformaðurinn handtekinn
Héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Vélfagi í morgun og handtók stjórnarformann fyrirtækisins. Grunur leikur á að Vélfag hafi brotið gegn þvingunaraðgerðum sem fyrirtækið sætir vegna tengsla sinna við Rússland.

Atvinnuleysi jókst milli ára og starfandi fækkaði
Um 9.800 einstaklingar voru án atvinnu í desember. Atvinnuleysi lækkar á milli mánaða þegar tölurnar hafa verið árstíðarleiðréttar.

Evrópa á „krossgötum“
Heimurinn einnkennist af „hráu valdi“, segir forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Fjármálaráðherra Trump segir Evrópuleiðtogum að draga djúpt andann
„Við biðjum bandamenn okkar að skilja að Grænland þarf að verða hluti af Bandaríkjunum,“ sagði bandaríski fjármálaráðherrann Scott Bessent á blaðamannafundi í Davos. Donald Trump er væntanlegur á alþjóðaefnahagsráðstefnuna sem fram fer í svissneska skíðabænum.

Sálfræðiprófessor um hugmyndafræði Byrjendalæsis: „Útkoman var hræðileg“
Hugmyndafræði Byrjendalæsis hefur ekki sýnt fram á árangur annars staðar í heiminum. Þvert á móti hafa menntakerfi batnað til muna eftir að hafa hætt að nota sömu hugmyndir.

Fyrrverandi stjóri NATO: Tímabært að hætta að smjaðra fyrir Trump
Það eina sem Trump virðir er afl, styrkur og eining, segir Anders Fogh Rasmussen.

„Við vitum ekkert hvað gerist næst”
Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, táraðist á flugvellinum í Nuuk þegar landsmenn fögnuðu henni eftir erfið fundarhöld til að bjarga fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar.

Össur kallar Sigmar „mannfjanda“ í deilu um utanríkisstefnu Íslands
Deilt er um það í íslenskum stjórnmálum hvort Íslandi eigi að halla sér að Evrópusambandinu eða Bandaríkjunum. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, reiddist þingmanni Viðreisnar vegna meintra aldursfordóma í ummælum um Ólaf Ragnar Grímsson, sem bendir vestur um haf.

Stendur með Grænlandi og lýsir nýrri heimsskipan
Þjóðarleiðtogar rísa upp gegn yfirgangi Trumps. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, skilgreinir nýja heimsskipan og hvernig brjótast megi undan undirokun stórveldanna.

Eldræða Macrons: Bandaríkin reyna að undiroka Evrópu
Frakklandsforseti segist „kjósa virðingu fram yfir yfirgangsseggi“.

Þingmaður segir Ólaf Ragnar hafa gefið stefnu Viðreisnar falleinkunn
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, segir að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, hafi gefið utanríkisstefnu Viðreisnar falleinkunn. Forsetinn fyrrverandi ráðlagði í gær íslenskum stjórnvöldum að láta lítið fyrir sér fara meðan Bandaríkin reyni að taka yfir Grænland og innlima það í sitt landsvæði.

Athugasemdir