Nýtt efni
Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, útilokar ekki að beita hernaðarvaldi til að ná Grænlandi undir Bandaríkin.
Íbúar segja skemmuna skipulagsslys: „Fólk er virkilega dapurt“
Íbúar Árskóga 7, húss sem liggur að nýreistri vöruskemmu við Álfabakka, voru mættir á fund borgarstjórnar sem hófst í Ráðhúsinu í hádeginu. Einn þeirra segir fólkið í húsinu dapurt en annar fer fram á að skemman verði rifin.
Þorgerður í Kænugarði: Sorgleg en hvetjandi heimsókn
„Úkraínumenn hafa fórnað sér svo að aðrir geti haldið réttindum sínum og frelsi,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Kænugarði í dag. Blaðamaður Heimildarinnar var á staðnum.
Guðmundur Ari nýr þingflokksformaður Samfylkingar
Guðmundur Ari Sigurjónsson verður þingflokksformaður Samfylkingarinnar þegar þing kemur saman síðar í þessum mánuði. Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll koma þau ný inn á þing.
Auglýstu áformin í sólarhring — „Engar athugasemdir bárust“
Hin nýja Umhverfis- og orkustofnun hefur framlengt bráðabirgðaheimild Skotfélags Reykjavíkur til rekstrar skotvallar í Álfsnesi um ár. Starfsleyfi heilbrigðiseftirlits er ekki í höfn og beðið er eftir auknum hljóðvörnum. Kvartað hefur verið yfir hávaða frá skotsvæðinu.
Jón Gunnarsson hreppir þingsæti Bjarna
Þar sem að Bjarni Benediktsson ætlar ekki að sitja áfram á þingi tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður á þingi á ný, að óbreyttu, eftir að hafa verið í 5. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í nýliðnum kosningum.
Bjarni lætur af formennsku og þingmennsku
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mun ekki taka sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og sækist ekki eftir endurkjöri til formanns flokksins.
Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra
Lárus M. K. Ólafsson mun á næstu dögum hefja störf sem aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann hefur starfað sem sérfræðingur á sviði orku- og umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins frá árinu 2019.
Vilja flytja 29 þúsund manns upp á Eyrarfjall árlega
Umhverfismat á áformuðum kláfi upp á Eyrarfjall við Ísafjörð er hafið. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins eru 3,5 milljarðar króna. Veitingastaður yrði á toppi fjallsins.
Running Tide ekki lengur til á Íslandi
Eigendur einkahlutafélagsins utan um Running Tide hafa slitið félaginu. Rekstri þess var hætt í sumar. Í júní fjallaði Heimildin ítarlega um starfsemina og gagnrýni vísindamanna á hana.
Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing
Eftir að Donald Trump tapaði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í árslok 2020 hélt hann því ítrekað fram að svindl hafi leitt til þess að hann tapaði. Á fundi með stuðningsmönnum sínum þann 6. janúar 2021 sagði hann: „Við munum aldrei gefast upp.“ Skömmu síðar réðust stuðningsmenn hans inn í bandaríska þinghúsið. Seinna í þessum mánuði tekur Trump aftur við embætti sem forseti Bandaríkjanna.
„Þessum hryllingi verður að linna“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ræddi í dag við framkvæmdastjóra UNRWA og yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza. Þar tilkynnti hún UNRWA að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var, í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar.
Dýrlingurinn með hnútasvipuna
Illugi Jökulsson veltir fyrir sér þeirri aðkallandi spurningu hvernig geimverum myndi lítast á nýjasta dýrling kaþólsku kirkjunnar.
Sif Sigmarsdóttir
Jól í janúar
Hver segir að ekki megi gera í janúar það sem stóð til að gera í desember?
Varð skugginn af sjálfri sér
Í þessum lokaþætti Móðursýkiskastsins fáum við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög neikvæð áhrif á heilsu hennar. Lyf sem henni voru gefin við sjúkdómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í aldarfjórðung áður en hún fékk rétta greiningu. Ragnhildur Þrastardóttir hefur umsjón með þáttaröðinni. Halldór Gunnar Pálsson hannaði stef og hljóðheim þáttanna. Þátturinn í heild sinni er aðeins aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar. Áskrift má nálgast á heimildin.is/askrift.
Athugasemdir