Nýtt efni
Tveir flokkar vildu ekki viðurkenna þjóðarmorð
Tveir stjórnmálamenn vildu ekki játa því í kappræðum Heimildarinnar að þeir teldu að ísraelsk stjórnvöld væru að fremja þjóðarmorð á Gaza-svæðinu. Það voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Sigríður Á. Andersen, oddviti Miðflokksins.
Natasha S.
Útlendingamál og lundamenning
Á meðan íslenskt samfélag skilur ekki að það er hættulegt að líta á tuttugu prósent þjóðarinnar sem jaðarsettan hóp mun það leiða til meira haturs og sífellt óstöðugra samfélags, þar sem öllum mun finnast óþægilegt að búa.
Tuð blessi kappræður í Tjarnarbíó!
Kappræður Heimildarinnar fyrir kosningarnar fóru fram í Tjarnarbíó í gær. Í þessum þætti Tuð blessi Ísland gerum við upp kappræðurnar, spilum bitastæða búta og ræðum þá þræði sem teiknuðust upp á sviðinu við Tjörnina. Einnig ræðum við nýja könnun Maskínu fyrir Heimildina, sem sýnir meðal annars að fáir kjósendur Viðreisnar virðast vilja stjórn með Sjálfstæðisflokki. Miklum tíma var einnig varið í að ræða Flokk fólksins. Af hverju gagnrýna pólitískir andstæðingar Ingu Sæland nær aldrei? Þemalag þáttarins er Grætur í hljóði með Prins Póló.
Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir
IDEA dagurinn minnir á hve leiklistarkennsla í skólum er gagnleg
FLÍSS, félag um leiklist í skólastarfi heldur nú hátíðlegan IDEA daginn í dag, 27. nóvember, en IDEA eru alþjóðasamtök leiklistar/leikhúss og menntunar. Í tilefni dagsins sendir forseti samtakanna, Sönja Krsmanović Tasić, frá sér hugleiðingu. Ása Helga Ragnarsdóttir, formaður FLÍSS, fagnar áfanganum.
Andrés Ingi lét sína gömlu félaga fá það óþvegið
Þingmaður Pírata svaraði VG fullum hálsi eftir að varaformaður VG gagnrýndi Viðreisn og Samfylkinguna. Andrés sagði Pírata til að mynda aldrei gera Guðlaug Þór Þórðarson að umhverfisráðherra.
Brjáluðu bræðurnir á keisarastóli: Hvað er satt í mynd Ridley Scotts, Gladiator II?
Þegar faðir Caracella og Geta lá á dánarbeði gaf hann sonum sínum eina ráðleggingu: „Verið vinir, mútið hermönnunum, fyrirlítið alla aðra.“
Hver stóð sig best í kappræðunum?
Leiðtogar níu stjórnmálaflokka gerðu sitt besta til að heilla kjósendur í kappræðum Heimildarinnar í Tjarnarbíói í gærkvöld. En hver stóð sig best?
Tilgangslaus (og mögulega ónákvæm) tölfræði um kappræður Heimildarinnar
Kappræður Heimildarinnar voru með líflegasta móti í Tjarnarbíói í gærkvöldi þar sem leiðtogar helstu flokka stigu á svið. Um 200 gestir voru í salnum og klöppuðu og fögnuðu frambjóðendum. En hverjum var klappað oftast fyrir? Og hver var fyndnastur?
Birta Ósmann prentar á Patrekfirði
Við Eyrargötu á Patreksfirði má finna einstakt prentverkstæði. Þar er Skriða bókaútgáfa til húsa, sem stofnuð var af kettinum Skriðu árið 2019, en er í umsjá manneskjunnar Birtu Ósmann Þórhallsdóttur.
Birta var tekin tali vegna tveggja nýrra bóka sem Skriða gaf út á dögunum.
Stefán Jón Hafstein
Hafið gleymda hafið
Stefán Jón Hafstein bendir á að vísindamenn hafi verulegar áhyggjur af ástandi í hafinu við Ísland. Hann leggur til að stofnað verði Hafráð, eins og Loftslagsráð. „Við verðum að taka okkur tak. Ala upp nýja kynslóð stjórnmálamanna, fjölmiðlafólks, félagasamtaka og skoðanaleiðtoga sem skilja mikilvægi hafsins fyrir Ísland,“ skrifar hann.
Allt það helsta úr leiðtogakappræðum Heimildarinnar
Leiðtogakappræður Heimildarinnar fóru fram fyrir fullum sal áhorfenda í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Fulltrúar þeirra níu framboða sem mælst hafa með yfir 2,5 prósenta fylgi á landsvísu í kosningaspá Heimildarinnar og dr. Baldurs Héðinssonar sendu fulltrúa á svæðið.
Ný könnun: Flestir vilja Viðreisn og Samfylkingu í næstu ríkisstjórn
Aðeins um fjórtán prósent stuðningsfólks Viðreisnar vill sjá Sjálfstæðisflokkinn í næstu ríkisstjórn. Kjósendur flokksins vilja frekar sjá samstarf með Samfylkingu að loknum kosningum. Stuðningsfólk Samfylkingar vill sömuleiðis flest sjá Viðreisn í stjórn með sínum flokki.
Kappræður Heimildarinnar í Tjarnarbíó
V elkomin í beina lýsingu af kappræðum Heimildarinnar í Tjarnarbíó. Hér að neðan er sagt frá því helsta sem fram fer í umræðum stjórnmálaleiðtoganna, á lokametrum kosningabaráttunnar.
Froskurinn krufinn: Hneyksli og áföll í kosningabaráttunni
Þó nokkur hneyksli hafa hrist upp í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna. Flest tengjast Samfylkingunni, og svo virðist sem fæst þeirra hafi nokkur áhrif á gengi flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum.
Gylfi Magnússon
Verstu mistök Íslandssögunnar
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, skrifar um verstu mistök Íslandssögunnar í nýjasta tölublaði Vísbendingar. „Íslendingar hafa auðvitað gert alls konar mistök sem þjóð og þurft að súpa seyðið af því.“ En hver eru þau verstu?
Athugasemdir