Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
Viðtal

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt
Fréttir

Eft­ir­lits­nefnd gagn­rýn­ir lög­reglu: Verklags­regl­um verði breytt

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að tefla Sig­ur­laugu Hreins­dótt­ur fram á blaða­manna­fundi lög­reglu á með­an dótt­ur henn­ar var leit­að ár­ið 2017. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina. „Sjokk­er­andi“ seg­ir Sig­ur­laug.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Strákurinn sem dreifði nektarmyndunum sendi hughreystandi skilaboð á sama tíma
Fréttir

Strák­ur­inn sem dreifði nekt­ar­mynd­un­um sendi hug­hreyst­andi skila­boð á sama tíma

Freyja Gunn­ars­dótt­ir var fimmtán ára þeg­ar nekt­ar­mynd­ir af henni fóru í dreif­ingu. Ger­and­inn neit­aði að taka mynd­irn­ar nið­ur, sagð­ist hafa keypt þær og eiga þær. Hún leit­aði þá til móð­ur hans sem sagði að hún hefði ekki átt að taka mynd­irn­ar. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar lenti Freyja illa í jafn­aldra sín­um, en þrátt fyr­ir játn­ingu rík­ir enn óvissa í mál­inu þrem­ur ár­um síð­ar.

Mest lesið undanfarið ár