Gígja, Kolla og Brynja
Eigin konur#78

Gígja, Kolla og Brynja

Edda Falak ræð­ir við Gígju, Brynju og Kollu sem voru vist­að­ar á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi. Þær lýsa því hvernig þær voru beitt­ar and­legu og lík­am­legu of­beldi. Fyr­ver­andi skóla­stjóri tal­aði með­al ann­ars um vald­beit­ingu, sem þurfti að beita til að stöðva óæski­lega hegð­un. Hend­ir mað­ur barni nið­ur stiga fyr­ir óæski­lega hegð­un? Fá­ir virð­ast vilji axla ábyrgð á of­beld­inu sem átti sér stað á Laugalandi, en í lok apríl á að skila nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar á að­stæð­um barna sem voru vist­uð þar. Þær hversu erf­ið bið­in eft­ir nið­ur­stöð­um hef­ur ver­ið. „Það gerði tauga­kerf­inu mínu eitt­hvað, minnstu áföll valda mér mik­ill van­líð­an, lík­am­leg­um verkj­um þar með tal­ið. Þetta hef­ur und­ið þannig upp á sig að ég hef glímt við mjög mikla áfall­a­streitu síð­ustu mán­uði.“
Ofbeldi af hálfu foreldra
Eigin konur#77

Of­beldi af hálfu for­eldra

Hún hef­ur lok­að á bæði mömmu sína og pabba eft­ir að þau beittu hana bæði lík­am­legu og and­legu of­beldi. Hún ólst upp í Póllandi en flutti til Ís­lands 9 ára göm­ul og starfar móð­ir henn­ar sem grunn­skóla­kenn­ari í dag. Í dag glím­ir hún við vefjagigt og get­ur ekki lyft hönd­um upp fyr­ir haus, sem lækn­ir hef­ur skráð sem af­leið­ing af end­ur­teknu heim­il­sof­beldi. Í minn­ing­unni seg­ir hún for­eldra sína hafa lam­ið sig nán­ast á hverj­um degi frá því hún man eft­ir sér og not­að var ann­að hvort belti, reipi eða ber­ar hend­ur. Þeg­ar hún flyt­ur til ís­lands stopp­ar lík­am­lega of­beld­ið og við tek­ur and­legt of­beldi. Hún ræð­ir þær af­leið­ing­ar sem hún glím­ir við í dag og hvernig kerf­ið sér ekki um að grípa þá ein­stak­linga sem þurfa á hjálp að halda.
Var seld í mansal til Frakklands
Eigin konur#76

Var seld í man­sal til Frakk­lands

Að­eins 19 ára göm­ul var Brá Guð­munds­dótt­ir, að­stoð­ar­for­stöðu­mað­ur í Laug­ar­dals­laug, seld í man­sal til Frakk­lands. Brá kynn­ist manni í Þýskalandi sem býð­ur henni starf sem aupa­ir í Frakklandi. Þeg­ar mað­ur­inn sæk­ir hana á flug­völl­inn átt­ar Brá sig fljót­lega á því að mað­ur­inn er ekki fransk­ur og ekki með starf fyr­ir hana sem aupa­ir. Hún var læst inni í marga daga þar sem gerð­ir voru ógeðs­leg­ir hlut­ir við hana og seg­ir hún þann tíma vera í mik­illi móðu. Brá er síð­an seld áfram í ann­að hús­næði þar sem hún er mis­not­uð. Brá seg­ir að hún hafi upp­lif­að mikla skömm á þess­um tíma, enda hafi hún ekki þor­að að segja for­eldr­um sín­um frá þessu strax. Brá opn­ar sig um ótrú­lega sögu og tal­ar einnig um af­leið­ing­ar sem hún er að glíma við í dag.
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Eigin konur#75

Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Eigin konur#71

Lýs­ir and­legu of­beldi fyrr­ver­andi sem hót­aði að dreifa nekt­ar­mynd­um

Edda Pét­urs­dótt­ir grein­ir frá and­legu of­beldi í kjöl­far sam­bands­slita þar sem hún sætti stöð­ugu áreiti frá fyrr­ver­andi kær­asta sín­um. Á fyrsta ár­inu eft­ir sam­bands­slit­in bár­ust henni fjölda tölvu­pósta og smá­skila­boða frá mann­in­um þar sem hann ým­ist lof­aði hana eða rakk­aði nið­ur, krafð­ist við­ur­kenn­ing­ar á því að hún hefði ekki ver­ið heið­ar­leg í sam­band­inu og hót­aði að birta kyn­ferð­is­leg­ar mynd­ir og mynd­bönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræð­ir um reynslu sína í hlað­varps­þætt­in­um Eig­in Kon­ur í um­sjón Eddu Falak og í sam­tali við Stund­ina. Hlað­varps­þætt­irn­ir Eig­in Kon­ur verða fram­veg­is birt­ir á vef Stund­ar­inn­ar og lok­að­ir þætt­ir verða opn­ir áskrif­end­um Stund­ar­inn­ar.

Mest lesið undanfarið ár