
Félag Þorsteins Más lánaði börnum hans 29 milljarða til að kaupa hlut þess í Samherja
Eignarhaldsfélagið Steinn, í eigu Þorsteins Má Baldvinssonar og Helgu S. Guðmundsdóttir, lánaði félagi í eigu barna þeirra, Baldvins og Kötlu, 29 milljarða króna til að kaupa hlutabréf í Samherja af þeim í fyrra. Félag Baldvins og Kötlu greiðir rúmar 1100 milljónir króna á ári í afborganir af láninu.