
Skuggi Baldvins hjá Samherja í Namibíu
Hlutverk Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, hjá útgerðarfélaginu Samherja, hefur ekki legið alveg ljóst fyrir á liðnum árum. Hann hefur borið hina ýmsu starfstitla og jafnvel stýrt félagi sem Samherji hefur keypt en á sama tíma alltaf líka verið með puttana í útgerðinni á bak við tjöldin. Þetta sýna rannsóknargögnin í Samherjamálinu í Namibíu þar sem nafn Baldvins kemur það mikið fyrir að ætla má að hann sé eins konar aðstoðarforstjóri föður síns hjá Samherja.