Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Fyrir tæpum fimm árum birtist á vefsíðu Stundarinnar, sem þá hét, stutt flækjusögugrein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöldann allan af papýrusrollum sem fundist höfðu í stóru bókasafni í bænum Herculanum í nágrenni Napólí. Þannig papýrusrollur voru bækur þess tíma. Þegar Vesúvíus gaus árið 79 ET (eftir upphaf tímatals okkar) grófst Herculanum á kaf...