
Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Þegar ég var strákur og las fjölfræðibækur þá var myndin af upphafi lífsins á Jörðinni einhvern veginn svona: Á huggulegri friðsælli strönd hafði myndast grunnur pollur í flæðarmálinu. Með flóðinu bárust daglega allskonar efni í pollinn sem síðan urðu eftir þegar fjaraði. Að lokum var pollurinn orðinn líkastur þykkri súpu af allskonar efnum, ekki síst kolefni en líka fjölda annarra...










