FlækjusaganÍslenska eldfjallið og hervirki í Palestínu Í mörg hundruð ár höfðu íbúar lifað friðsælu lífi í musterisborg í Palestínu. Þá fór Hekla að gjósa.
Flækjusagan 3Nýlenduveldið Rússland: Herferðin til Síberíu Þeir sem halda fram sjónarmiðum Rússlands í heiminum segja stundum sem svo að Rússland eigi í stöðugri hugmyndafræðilegri baráttu við „nýlenduveldin“ á Vesturlöndum. En hvað er Rússland annað en stærsta nýlenduveldi í heimi?
Flækjusagan 1Ótrúleg hegðun Asíufíla: Grafa dána unga með mikilli viðhöfn Fílar á Indlandi grafa dauða unga sína. Þessi ótrúlega staðreynd hefur komið fram í dagsljósið eftir að indverskir vísindamenn birtu fyrir örfáum dægrum niðurstöður rannsóknar sem þeir gerðu á fimm hræjum fílsunga. Vísindamennirnir fylgdust með fílahjörðum draga lík sumra unganna um langan veg — lengsta ferðin tók tvo sólarhringa — þangað til fílarnir fundu nógu mjúkan jarðveg sem þeir grófu...
FlækjusaganFyrstu skotin Gavrilo Princip náði að myrða Franz Ferdinand, ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands. En var stríð þá óhjákvæmilegt?
Flækjusagan 3Vaðið yfir Drínu Hvers vegna vildi Gavrilo Princip myrða Franz Ferdinand erkihertoga? — en það morð hleypti af stað hildarleik fyrri heimsstyrjaldar fyrir 110 árum.
Flækjusagan 1„Eitthvert helvítis asnastrik suðrá Balkanskaga“ Á þessu ári eru rétt 110 ár frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar. Af því tilefni verður flækjusagan á árinu með óreglulegu millibili helguð þeim hroðalega hildarleik sem Evrópubúar og raunar mannkynið allt sýpur enn seyðið af.
FlækjusaganÞegar Norðurlöndin hefðu getað orðið eitt ríki Fyrir nokkrum vikum var rakinn hér í flækjusögu aðdragandi þeirra æsilegu tíma um 1400 þegar útlit var fyrir að Norðurlöndin Danmörk, Noregur og Svíþjóð rynnu saman í eitt ríki sem hefði breytt ansi miklu í sögu Norðurlanda og jafnvel Evrópu allrar.
FlækjusaganÞegar vitskertur keisari fór í stríð Rómverjar dáðu ekkert meira en sigursæla hershöfðingja. Hvað átti hinn geggjaði Caligula að gera þegar hann taldi sig þurfa á herfrægð að halda en var enginn maður til að stýra liði í orrustu?
FlækjusaganÞegar Norðurlöndin runnu saman: Margrét drottning og slagurinn í Åsle Þann 24. febrúar 1389 mættust herir tveir gráir fyrir járnum skammt utan við smáþorpið Åsle í suðurhluta Svíþjóðar, þetta var á mýrlendu svæði milli stóru vatnanna Vättern og Vänern, ekki langt frá Jönköping. Um það bil þúsund dátar voru í hvorum her og fór sjálfur konungurinn yfir Svíaríki fyrir öðrum þeirra, hans tign Albrekt af Meklenbúrg. Hann var fyrst og fremst þýskur hertogasonur en hafði verið valinn konungur Svía þegar hásætið var um stund laust þar í landi 1364.
FlækjusaganIllugi JökulssonLögmaður Trumps úr óvæntri og ævafornri átt — og kirkju! Donald Trump á um þessar mundir í margvíslegu stappi í bandarískum réttarsölum og berst þar á mörgum vígstöðvum. Meðal lögfræðinga hans er Alina nokkur Habba og er óhætt að segja að hún hafi vakið heilmikla athygli með vasklegri en ekki að sama skapi ígrundaðri frammistöðu. Dómari við ein réttarhöldin hefur margoft sett ofan í við hana og jafnvel hæðst að...
Flækjusagan„Volduga frú og húsbóndi“ Margrét Valdimarsdóttir virðist ekki hafa verið sérlega umhyggjusöm móðir en hún var stórmerkilegur brautryðjandi bæði hvað snerti hugmyndina um konur sem valdhafa og samvinnu Norðurlandanna.
FlækjusaganAf hverju dó risaapinn út? Við virðumst vera saklaus! Mannkynið er að öllum líkindum komið af svonefndum suðurapa sem þróaðist í austurhluta Afríku fyrir 3-4 milljónum ára. Þekktasti fulltrúi suðurapa er steingervingurinn Lucy sem talin er dæmigerð fyrir hina smáu og pasturslitlu suðurapa en þeir voru aðeins um 1,2 metrar á hæð eða álíka og smávaxnir simpansar og/eða meðalstórir bónóbóar. Þrátt fyrir smæðina plumuðu suðurapar sig vel og reyndust...
Þín áskrift hefur áhrif Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku. Gerast áskrifandi Nei, takk Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.