
Ófyrirséð mannfjölgun og vaxtalækkanir eiga þátt í sögulega háu fasteignaverði
Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir vaxtalækkanir í Covid og óvænt mannfjölgun síðasta áratuginn hafa átt þátt í því að keyra upp húsnæðisverð. Leiguverð hefur hækkað talsvert meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og leigumarkaðurinn tvöfaldast á síðustu tveimur áratugum.