Raforkusamningur Thorsil í uppnámi út af skorti á fjármögnun
FréttirKíslverksmiðjur

Raf­orku­samn­ing­ur Thorsil í upp­námi út af skorti á fjár­mögn­un

For­svars­menn kís­il­málm­fyr­ir­tæk­is­ins Thorsil halda sínu striki um bygg­ingu verk­smiðju sinn­ar í Helgu­vík þrátt fyr­ir mikl­ar seink­arn­ir á verk­efn­inu og United Silicon-mál­ið. Fyr­ir­tæk­ið er hins veg­ar ekki leng­ur með tryggð­an raf­orku­samn­ing við Lands­virkj­un vegna drátt­ar á verk­efn­inu en á nú í við­ræð­um við rík­is­fyr­ir­tæk­ið um nýj­an samn­ing.
Ætlar að raka af sér hárið
Viðtal

Ætl­ar að raka af sér hár­ið

Al­ex­andra Sif Her­leifs­dótt­ir hef­ur glímt við kvíða og þung­lyndi sem má kannski rekja að ein­hverju leyti til einelt­is í grunn­skóla. Nú safn­ar hún fyr­ir Út­meða, sem er sam­vinnu­verk­efni Geð­hjálp­ar og Rauða kross Ís­lands fyr­ir fólk sem upp­lif­ir sjálfsskaða- og sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Ef hún safn­ar 300.000 krón­um fyr­ir 16. októ­ber þá ætl­ar hún að raka af sér hár­ið og gefa það til sam­taka sem gera hár­koll­ur fyr­ir börn með sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm.
Loforð og peningar takast á við náttúruvernd á Ströndum
Rannsókn

Lof­orð og pen­ing­ar tak­ast á við nátt­úru­vernd á Strönd­um

Kanadískt orku­fyr­ir­tæki hef­ur boð­að marg­vís­leg­ar um­bæt­ur á lífi fólks á Strönd­um, ef það fær að virkja í Hvalá, en seg­ist ekki vilja semja um það fyr­ir­fram. Í skert­um inn­við­um og lágri op­in­berri fjár­fest­ingu verða sam­fé­lög­in lík­legri til að fórna nátt­úru gegn vil­yrði einka­fyr­ir­tækja um bætta inn­viði.
Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt
FréttirUppreist æru

Fyrn­ing­ar­frest­ur barn­aníðs var not­að­ur sem póli­tísk skipti­mynt

Þeg­ar Bjarni Bene­dikts­son var formað­ur alls­herj­ar­nefnd­ar Al­þing­is hót­uðu sjálf­stæð­is­menn að hindra eða tempra rétt­ar­bæt­ur fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota ef stjórn­ar­and­stað­an félli ekki frá kröfu sinni um að kaup á vændi yrðu gerð refsi­verð. Þetta er að­eins eitt dæmi af mörg­um um hvernig flokk­ur­inn hef­ur dreg­ið lapp­irn­ar í mála­flokkn­um.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Kona lést eftir árás í Vesturbænum og tveir hafa verið handteknir
Fréttir

Kona lést eft­ir árás í Vest­ur­bæn­um og tveir hafa ver­ið hand­tekn­ir

Lög­regl­an í Reykja­vík rann­sak­ar and­lát konu við Haga­mel í Vest­ur­bæn­um fyrr í kvöld.  Tveir menn eru í haldi grun­að­ir vegna máls­ins. Tækni­deild lög­regl­unn­ar hef­ur ver­ið að störf­um inni á heim­il­inu fram á nótt.  Nán­ari frétt­ir verða sagð­ar þeg­ar þær ber­ast. Nærri vett­vangi­Lög­regl­an er að störf­um fram á nótt á vett­vangi árás­ar­inn­ar. Mynd: Pressphotos  

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu