Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir
FréttirFerðaþjónusta

Kópa­vogs­bær lán­ar fé­lagi tengdu WOW air 188 millj­ón­ir

Fé­lag í sam­stæðu flug­fé­lags­ins WOW air fékk lán frá Kópa­vogs­bæ fyr­ir lóða­gjöld­um út af bygg­ingu höf­uð­stöðva og hót­els í bæn­um. Ari­on banki veitti sam­stæðu WOW air 650 millj­óna króna lán fyr­ir hót­el­bygg­ing­um á varn­ar­liðs­svæð­inu gamla. WOW air svar­ar spurn­ing­um um fjár­mögn­un fé­lags­ins en í stjórn­kerf­inu fer nú fram vinna við hvernig bregð­ast eigi við mögu­leg­um rekstr­ar­erf­ið­leik­um fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, stærstu og mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein ís­lensku þjóð­ar­inn­ar.
Föðurafinn skrifaði greinargerð til varnar Braga þegar kvörtunin kom fram
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Föð­uraf­inn skrif­aði grein­ar­gerð til varn­ar Braga þeg­ar kvört­un­in kom fram

„Aug­ljóst að hon­um rann þessi öm­ur­lega fram­koma til rifja,“ seg­ir fað­ir máls­að­ila. Móð­ir­in vildi ekki að dæt­ur sín­ar mættu á sam­veru­stund með dauð­vona ömmu sinni í ljósi þess að fað­ir­inn ætl­aði að vera við­stadd­ur, en skömmu áð­ur hafði barna­vernd Hafn­ar­fjarð­ar vís­að máli föð­ur­ins og stúlkn­anna til Barna­húss og lög­reglu.
„Ég vil helst drepast á einhverjum hápunkti“
ViðtalListamaðurinn Jóhann Eyfells

„Ég vil helst drep­ast á ein­hverj­um hápunkti“

Mynd­list­ar­mað­ur­inn Jó­hann Ey­fells verð­ur 95 ára í júní og seg­ist hann bara rétt að vera að kom­ast á skrið sem lista­mað­ur. Reykja­vík­ur­borg keypti lista­verk­ið Ís­lands­vörð­una af hon­um í mars en hann er hrædd­ur um að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn rifti þeim samn­ingi kom­ist flokk­ur­inn til valda en sú hræðsla er óþörf. Stund­in ræddi við Jó­hann, sem býr einn á jörð ut­an við smá­bæ í Texas, um list hans, líf­ið og tím­ann sem Jó­hanni finnst hann hafa of lít­ið af til að vinna verk sín.
Ásmundur spyr hvort nokkrir taki mark á fréttinni „aðrir en Píratar“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ásmund­ur spyr hvort nokkr­ir taki mark á frétt­inni „aðr­ir en Pírat­ar“

„Ég verð ekki á þess­um fundi og ég les ekki Stund­ina, en er það fjöl­mið­ill sem fólk tek­ur mark á?“ spyr full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í vel­ferð­ar­nefnd vegna op­ins fund­ar sem er boð­að til vegna nýrra upp­lýs­inga sem fram komu í Stund­inni um af­skipti Braga Guð­brands­son­ar af barna­vernd­ar­máli í Hafnar­firði.
Þegar Bragi brást börnum
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar Bragi brást börn­um

Eitt það mik­il­væg­asta sem sam­fé­lag get­ur gert er að vernda börn í við­kvæmri stöðu. Það er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt að mað­ur sem hef­ur það hlut­verk að gæta hags­muna þess­ara barna, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, þrýsti á um sam­skipti barna við föð­ur sem grun­að­ur er um kyn­ferð­is­brot gagn­vart þeim. Með við­brögð­um sín­um send­ir ráð­herra síð­an víta­verð skila­boð til barna sem búa við of­beldi, þau sömu og börn­in hafa feng­ið heima hjá sér, að þau séu ekki þess verð að mál þeirra séu tek­in al­var­lega.
Forsætisráðherra segir Ásmund ekki hafa brugðist trausti sínu
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir Ásmund ekki hafa brugð­ist trausti sínu

Eng­in gögn voru lögð fram um nið­ur­stöð­ur vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í kvört­un­ar­mál­um barna­vernd­ar­nefnd­anna þeg­ar rík­is­stjórn Ís­lands ákvað að bjóða Braga Guð­brands­son fram til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tjá­ir sig um mál­ið í við­tali við Stund­ina.

Mest lesið undanfarið ár