Ávöxtum endurreisnarinnar var misskipt
Kjarasamningarnir eru farnir í hart, sem kemur ekki að öllu leyti á óvart. Það eru ýmsar skýringar í gangi. Mér finnst sú vitlegasta hafa komið frá Þórði Snæ Júlíussyni sem tengir stöðuna við þjóðfélagsþróun sem á rætur sínar í pólitískum ákvörðunum. Ég hef ekki neinu að bæta við þá skýringu nema nokkrum tölum um nýlega þróun sem mig grunar að skipti máli.
Árið 2017 var miðgildi reglulegra heildarlauna æðstu embættismanna ríkis og sveitarfélaga um 3,3 sinnum hærra en miðgildi starfsfólks í ræstingum og miðgildi reglulegra heildarlauna forstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana um 3,5 sinnum hærra en ræstingarfólks. Þessir tveir hópar eru topparnir í stjórnendalaginu. Miðgildið segir auðvitað ekki alla söguna, það er auðvitað dreifing á meðal æðstu embættismanna, forstjóra og framkvæmdastjóra og einhver þeirra eru með mun hærri regluleg heildarlaun en miðgildið gefur til kynna.
Það eru líka tekjuhæstu hóparnir tveir sem fengu mesta hækkun á milli 2014 og 2017. Reglulega heildarlaun æðstu stjórnenda ríkis og sveitarfélaga hækkuðu um rúmar 400 þúsund krónur en forstjóra og framkvæmdastjóra um rúmar 300 þúsund (aftur, miðgildi, sum þeirra hækkuðu meira og sum auðvitað minna). Ræstingarfólk hækkaði um 74 þúsund krónur. Hækkunin var 5,5 sinnum hærri í krónum talið hjá æðstu embættismanna ríkis og sveitarfélaga og rúmlega fjórum sinnum hærri hjá forstjórum og framkvæmdastjórum fyrirtækja og stofnana. Önnur leið til að horfa á þetta er að á milli 2014 og 2017 hækkuðu regluleg heildarlaun æðstu embættismanna um sem nemur rétt rúmum reglulegum heildarlaunum hins dæmigerða ræstingastarfsmanns. Enn önnur leið, árið 2014 voru regluleg heildarlaun hins dæmigerða æðsta embættismanns sirka 2,8 sinnum hærri en hins dæmigerða starfsmanns í ræstingum en árið 2017 voru regluleg heildarlaun embættismannsins orðin 3,3 sinnum hærri.
Það er etv. ekki skrítið að mörgum þyki ávöxtum endurreisnar efnahagslífsins eftir hrunið hafi verið misskipt.
Nýtt efni


Eyja M. Brynjarsdóttir
Eigum við fjárhagsstöðu okkar skilið?

Tekjuhæstu karlarnir eignuðust átta milljörðum meira en tekjuhæstu konurnar

Átta íbúar með samanlagðan milljarð í tekjur í Vík í Mýrdal

Seldu kassagerð og fengu milljarða

Tekjur skattakóngsins Þorsteins Más slaga hátt í hækkun veiðigjalda


Sif Sigmarsdóttir
12 tilraunir til að gera skatta skemmtilegri

Skattakóngur á 42 ára gömlum Benz: Velgengnin kostaði hjónabandið

Allir forsetar Íslands á Hátekjulistanum


Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Þegar samfélagið hreifst með

Hátekjulistinn sýnir okkur virði kvótans

Sósíalistaflokkurinn leigir af MÍR

Vance veltir öryggi Úkraínu yfir á Evrópuríki

Bað um hjálp Trumps til að fá aðild að Evrópusambandinu

Kaupir líka höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Athugasemdir