Ávöxtum endurreisnarinnar var misskipt
Kjarasamningarnir eru farnir í hart, sem kemur ekki að öllu leyti á óvart. Það eru ýmsar skýringar í gangi. Mér finnst sú vitlegasta hafa komið frá Þórði Snæ Júlíussyni sem tengir stöðuna við þjóðfélagsþróun sem á rætur sínar í pólitískum ákvörðunum. Ég hef ekki neinu að bæta við þá skýringu nema nokkrum tölum um nýlega þróun sem mig grunar að skipti máli.
![]()
Árið 2017 var miðgildi reglulegra heildarlauna æðstu embættismanna ríkis og sveitarfélaga um 3,3 sinnum hærra en miðgildi starfsfólks í ræstingum og miðgildi reglulegra heildarlauna forstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana um 3,5 sinnum hærra en ræstingarfólks. Þessir tveir hópar eru topparnir í stjórnendalaginu. Miðgildið segir auðvitað ekki alla söguna, það er auðvitað dreifing á meðal æðstu embættismanna, forstjóra og framkvæmdastjóra og einhver þeirra eru með mun hærri regluleg heildarlaun en miðgildið gefur til kynna.
![]()
Það eru líka tekjuhæstu hóparnir tveir sem fengu mesta hækkun á milli 2014 og 2017. Reglulega heildarlaun æðstu stjórnenda ríkis og sveitarfélaga hækkuðu um rúmar 400 þúsund krónur en forstjóra og framkvæmdastjóra um rúmar 300 þúsund (aftur, miðgildi, sum þeirra hækkuðu meira og sum auðvitað minna). Ræstingarfólk hækkaði um 74 þúsund krónur. Hækkunin var 5,5 sinnum hærri í krónum talið hjá æðstu embættismanna ríkis og sveitarfélaga og rúmlega fjórum sinnum hærri hjá forstjórum og framkvæmdastjórum fyrirtækja og stofnana. Önnur leið til að horfa á þetta er að á milli 2014 og 2017 hækkuðu regluleg heildarlaun æðstu embættismanna um sem nemur rétt rúmum reglulegum heildarlaunum hins dæmigerða ræstingastarfsmanns. Enn önnur leið, árið 2014 voru regluleg heildarlaun hins dæmigerða æðsta embættismanns sirka 2,8 sinnum hærri en hins dæmigerða starfsmanns í ræstingum en árið 2017 voru regluleg heildarlaun embættismannsins orðin 3,3 sinnum hærri.
Það er etv. ekki skrítið að mörgum þyki ávöxtum endurreisnar efnahagslífsins eftir hrunið hafi verið misskipt.
Nýtt efni

STEF um ólögmæta notkun á tónlist fyrir Miðflokksmyndband: „Auglýsing er auglýsing“

Hvað þarftu að vita um TikTok?

Eru alltaf sömu gestir hjá Gísla Marteini?


Valgerður Árnadóttir
Býfluga merkilegri en ég!


Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Að finna fyrir þögninni

„Kannski er eitt gott knús betra en plastsprengja upp í loftið“


Halla Gunnarsdóttir
Árið 2025: Ísland gegn ungu fólki

Grundvallarbreytingaárið 2025: Gervigreind, pólitískur lífróður og kæfingartak verðbólgunnar

Vildu vita hvort þau væru að ganga of langt í rafrænu eftirliti

Leggja inn á jólareikning í hverjum mánuði

Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur


Björn Snæbjörnsson
Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025



Athugasemdir