Nei takk - Mætum á Austurvöll í dag
Bjarni og Sigurður Ingi halda því fram að þeir séu að skila svo góðu þjóðarbúi að það komi ekki til greina að þeir fari frá. Hvers stendur þjóðarbúið vel? Jú það hafa verið sóttir milljarðar í vasa öryrkja og ellilífeyrisþega. Hjúkrunarheimil og Landspítalinn eru fjársvelt Kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu hefur verið stórhækkuð. Matarskattur hefur verið hækkaður.
Ferðaþjónustan hefur mokað fjármunum í ríkiskassann, á meðan sáralitlum fjármunum hefur verið varið til uppbyggingar innviða þjónustu við ferðafólk. Vegarkerfið er í molum, sumstaðar einfaldlega ónýtt. Frá lánakerfinu streyma milljarðar í vasa ríkisins og ungt fólk getur með engu móti komið undir sig fótunum og flýr land. Ekkert gerist í afnámi okurvaxta, verðtryggingar og lyklafrumvarps.
Það er auðvelt að skila „góðu búi“ með svona hátterni. Þessi leikur hefur áður verið leikinn á af þessum flokkum. T.d. þegar þeir lækkuðu skatta á mesta þensluskeiðs Íslands árin 2005 - 2006. Sem gerði það verkum að þegar þenslan féll urðu skattatekjur alltof lágar til þess að standa undir ríkisrekstrinum. Sama staða er uppi núna. Framantalið og niðurfelling auðlegðar- og auðlindaskatta á útgerð og stóriðju mun valda þeim sem taka við stjórnartaumunum gríðarlegum og óvinsælum vanda.
Hvers vegna afþakkar Bjarni forsætisráðherrastólinn og vill vera áfram fjármálaráðherra? Jú hann er tilbúinn með nýtt frumvarp sem hann ætlar að keyra í gegn með aðstoð þingmanna sinna. Þar verður fjármála- og efnahagsmálaráðherra veitt heimild til þess að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, sparisjóðum og 30 prósent hlut í Landsbankanum. Fjármálaráðherra getur að eigin frumkvæði hafið nýtt bankaeinkavæðingarferli.Bankasýsla ríkisins verður lögð niður og eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum færðir undir fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra á undirbúa sölu og sölumeðferð eignarhluta ríkisins.
Hún hreint út sagt kostuleg útskýring Bjarna og Sigurðar Inga um að Sigmundur Davíð hafi orðið víkja vegna atburða sem gerðust í samfélaginu. Það var Sigmundur Davíð sem staðin að ólöglegu athæfi og að margföldum lygum í beinni útsendingu um gjörvalla heimsbyggðina. Það eru Sigmundur Davíð, Bjarni og Ólöf sem eru með aflandseyjareikning. Það var Barni sem gerði sjálfan sig óhæfan.
Þessir menn standa nú hrokafullir og glotta framan í þjóðina og hóta henni. „Reynið þið bara – en við erum með 38 atkvæða meirihluta þinginu.“ Allur þessi ferill hefur og á eftir að valda Íslandi varanlegum álitshnekki og þjóðin á að mótmæla sem aldrei fyrr.
Ef við lítum til væntanlegs forsætisráðherra okkar þá hefur Sigurður Ingi varið það af öllu afli að menn eigi aflandsreikninga og verið með kostulegar útskýringar. Eins og þetta hafi verið fullkomlega eðlilegt ferli hjá Sigmundi og Bjarna. Það sé flókið að eiga peninga á Íslandi. Sigurður Ingi var síðustu viku margítrekað með dólgslegar aðdróttanir í garð þjóðarinnar.
Sigurður Ingi hefur saumað að náttúru Íslands og reynt ásamt Ragnheiði Elínu iðnaðarráðherra að fara að tilskipunum frá Landsvirkjun um að ganga gegn lögbundu ferli í verndun hennar verið meðverið með. Auk þess með margskonar einræðistilburði eins t.d. flutning Fiskistofu og heimild til þess að brjóta heilbrigðislög með því að leyfa notkun 5 ára gamals saurmengaðs hvalaþarmamjöls í bruggum Hvalabjórs. Allur hans ferill einkennist einræðisháttum og lítilsvirðingu gagnvart vilja fólks í landinu.
22 þúsund íslendingar mættu á Austurvöll á mánudaginn og kröfðust þess að þessum stjórnarháttum yrði hætt. Það varð til þess að Sigmundir Davíð var ýtt til hliðar og nú á að reyna hvort þetta litla viðvik dugi ekki til þess að sefa þjóðina. Því fer víðsfjarri að svo sé.
Áður en ríkisstjórn auðamanna verður hrakinn frá völdum ákvað hún að renna í dag í gegn nýjum lögum fyrir efnahagsbrotamenn og sleppa þeim út þrátt fyrir að þeir hafi einungis uppfyllt fjórðung af dómum sínum
Mætum á Austurvöll í dag.
Athugasemdir