Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Andri Snær næsti forseti

Andri Snær næsti forseti

Margir hafa tekið þannig til orða að forsetakjörið  næstkomandi laugardag snúist um hvort við ætlum að viðhalda hinu gamla og pólitíska samfélagi sem okkur hefur verið búið á undanfarnum tveim áratugum. Framlengja líf þess valdakjarna sem hefur tekist að skapa aukna misskiptingu í íslensku og barist gegn öllum breytingum.

Þessi barátta birtist okkur m.a. í sjónvarpsauglýsingum þar sem því er haldið fram að fólk með opinn huga og nýjar hugmyndir tali niður Ísland og það sé að snúa kosningabaráttunni yfir í pólitískan slag.

Því er haldið að okkur að þeir sem hafi stjórnað landinu undanfarna áratugi séu ekki pólitískir. Þeir beri hag landsmanna fyrir brjósti sér og vilja halda áfram á þeirri braut sem þeir hafi fylgt. Við sáum hvert sú stefna hafði leitt okkur haustið 2008 og svo aftur í vetur.

Þessi umræða fer ekki einungis fram í baráttunni um sæti forseta hún fer fram allstaðar í íslensku samfélagi þessa dagana. Þjóðin er einnig að búa sig undir alþingiskosningar í haust. Það stendur yfir val um hið gamla Ísland með fastbundinni misskiptingu eða hinu nýja Ísland þar sem arðurinn af auðlindum okkar renni til samfélagsins alls, ekki einungis til hinna fáu.

Kosningabaráttan hófst þegar framboðsfrestur var runnin út og þá tilkynnti fráfarandi forseti að einungis kæmu til tveir frambjóðendur. Þar færu einstaklingar sem hefðu þekkingu á því hvernig íslenskt samfélagið væri og við gætum treyst þeim til þess að viðhalda íslensku samfélagi óbreyttu. Við ættum að velja á milli þeirra frambjóðenda sem stæðu gegn kerfisbreytingum.  Aðrir væru pólitískir og þar af leiðandi hættulegir íslensku samfélagi.

Andri Snær er frjór hugsuður og hefur sterka framtíðarsýn um náttúruvernd með stofnun miðhálendisþjóðgarðs, styrkingu lýðræðisins með nýrri stjórnarskrá með rætur í Þjóðfundi og uppbyggingu menningar á grunni tungumálsins okkar og innflytjenda. Hann leggur áherslur á allar víddir sjálfbærni.

Andri Snær hefur sýnt fram á að nýsköpun er honum í blóð borin. Hann beitir langtímahugsun og setur framtíðina í fyrirrúm. Hann leggur mikið upp úr að efla hugmyndaflug barnanna og unga fólksins í landinu. Til að ná því marki verðum við að taka á misskiptingunni.

Annar valkostur er ekki fyrir hendi ef við ætlum að búa börnum okkar betri möguleika til til náms. Gert ungum fjölskyldum mögulegt að stofna fjölskyldum og koma undir sig fótunum. Búið eldra fólkinu og þeim sem hafa orðið undir betra heilbrigðiskerfi og aukinn stuðningi.

Það er því mikilvægt að næsti forseti Íslands verði kjarkmikill, verði með skýra sýn á söguna og á samfélag dagsins og verði einnig með skýra framtíðarsýn.

Þess vegna er Andri Snær minn forseti. Hann yrði frábært fyrsta skref í átt til þess nýja og betra Íslands sem virðist vera í fæðingu og mun vonandi raungerast í þingkosningum haustsins með afhroði Fjórflokksins. Kjósum því Andra Snæ og kjósum betri framtíð fyrir okkur og afkomendur okkar. Fyrir komandi kynslóðir

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni