Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Verður Ólafur sigraður?

Verður Ólafur sigraður?

"Þetta er búið, úrslitin liggja fyrir," sagði góður greinandi við mig í morgun. Hann átti við úrslit forsetakosninganna í sumar.

En er það svo? 

Er samanlagður fjöldi stuðningshópa Ólafs svo mikill að hann nái kjöri?

Og hverjir styðja Ólaf Ragnar? Augljóslega hlustendur Útvarps Sögu, og 99% framsóknarmanna. Spurningin er hversu stórir þessir hópar eru?

Ekki stórir að mínu mati.

En fleiri styðja Ólaf. Þeir sem ekki vilja breytingar á stjórnarskránni  styðja Ólaf. Þeir sem vilja hvorki þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður eða inngöngu í ESB styðja Ólaf. Skagfirskir bændur sem tala illa um 101 lattelepjandi borgarbúa styðja Ólaf. Útlenskufóbíuliðið styðja Ólaf. Síðast en ekki síst fjöldi ungra kjósenda sem þekkja ekki annað en forsetakjölfestuna á Bessastöðum.

Þessa hópa má ekki vanmeta.

En þeir sem nú styðja EKKI Ólaf er Morgunblaðið og Davíð Oddson, frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokksins með Þorstein Pálsson í broddi fylkingar.

Svo auðvitað allt "vinstrapakkið". 

Staðan gæti verið sú að hárjafnt verði milli fylkinga. 

Þetta gæti ráðið úrslitum:

Hver verður umræðan í kosningabaráttunni, mun hún snúast um Ólaf eða eitthvað annað.

Hvað ef baráttan snúist um Nýja-Ísland og nýja stjórnarskrá? Hvort gamla elítan, eigi enn og aftur að stjórna landinu. 

Kjörorð Ólafs er í raun: Forðumst óvissu framtíðar og kjósum fortíðina. 

Kjörorð andstæðinganna ætti einfaldlega að vera: Kjósum til framtíðar!

Gamalt er ekki alltaf gott.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni