Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Frambjóðandi segir ósatt

Frambjóðandi segir ósatt

Merkilegt þetta skattamál forsetahjónanna. Svo virðist að á árinu 2013 hafi forsetafrúin flutt skattheimili sitt frá Ísland . . út í buskann. Að vísu með ráðgjöf fyrrverandi yfirmanni ríkisskattamála landsins.

Gerðu forsetahjónin þá kaupmála? Gerðu þau kaupmála fyrir hjúskap? Er ekki sá kaupmáli til og segir til um séreignir hjónanna?

Þannig ætti forsetanum að vera ljóst umfang séreigna eiginkonunnar ekki satt?

Skoðum hjúskaparlögin: 

74. gr. Hjón eða hjónaefni geta ákveðið í kaupmála að tiltekin verðmæti skuli verða séreign annars þeirra. Séreign kemur eigi til skipta við skilnað milli hjóna eða milli annars þeirra og erfingja hins nema sérstakar heimildir leiði til annars.

80. gr. Kaupmáli skal vera skriflegur. Undirritun hjóna eða hjónaefna skal staðfest af lögbókanda, héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni eða fulltrúa þeirra eða af tveimur vottum sem skulu vera samtímis viðstaddir og rita nöfn sín og kennitölur á kaupmálann. Í vottorði þeirra skal koma fram að skjalið, sem vottað er, sé kaupmáli. Vottarnir skulu vera lögráða og staðfestingarhæfir samkvæmt réttarfarslögum.

Slíkir löggerningar eru nefnilega þinglýstir.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur furðar sig á þessu máli:  

"Sem þjóðkjörinn forseti ber honum fyrst og fremt að gæta að því trausti sem honum hefur verið sýnt með því að vera kjörinn forseti íslensku þjóðarinnar. Því fylgir ábyrgð gagnvart þjóðinni og sú skylda að gæta að orðspori forsetans á alþjóðavettvangi. Eiginkona hans, hver sem hún er, þarf að lúta þeim skilyrðum sem slíkt traust gerir kröfu til og taka tillit til ábyrgðarinnar sem fylgir hlutverki þjóðhöfðingjans."

Miðað við þessar vangaveltur get ég ekki annað ályktað að frambjóðandinn segir ósatt. Ákafleg neitun í viðtali á CNN staðfestir það, því miður.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni