„Fokk ný stjórnarskrá!“
Valdastéttin segir: „Fokk ný stjórnarskrá!“
Ég er nánast orðlaus, þó ekki alveg. En orðin eru fá núna og þau einu sem skipta einhverju máli eru þessi:
Íslensk valdastétt hefur aldrei birst okkur skýrar en núna, eftir Panama-skjölin og eftir hegðun stjórnarflokkanna undanfarinn mánuð.
Íslensk valdastétt er núna að gera ALLT sem hún getur til að stöðva yfirvofandi stjórnarskrárbreytingar. Eftir að Andri Snær steig fram með áherslu sína á stjórnarskrána fór allt af stað. Þetta varð að stöðva.
Íslensk valdastétt hristist og skelfur – sama dag og hrunkvöðullinn Davíð Oddsson tilkynnir um forsetaframboð sendir Bjarni Ben frá sér tvenn skýr skilaboð:
- ég styð Davíð Oddsson = kjósið Davíð Oddsson
- stjórnarskrána verður að stöðva = kjósið Davíð Oddsson
Ef íslensku valdastéttinni tekst þetta verður erfitt að sjá fyrir sér heilbrigt Ísland næstu áratugina – við erum ekki einu sinni búin að jafna okkur á síðustu valdatíð Davíðs Oddssonar.
Valdastéttin segir: „Fokk ný stjórnarskrá!“ Hverju ætlum við að svara ... hvernig ætlum við að afstýra þessu slysi?
Nýtt efni

Stórbruni í Gufunesi: Lögreglan segir fólki að loka gluggum

„Hann ætti að axla ábyrgð í staðinn fyrir að saka barnið okkar um ósannindi“

Neitar sök og ber fyrir sig minnisleysi á sama tíma

Trump er sama þótt yfirtaka á Grænlandi hafi áhrif á NATO

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Mæta innihaldsleysi með merkingu og dýpt

Baráttan um náttúru Íslands


Borgþór Arngrímsson
Kuggurinn: Á meðal merkustu fornleifa sem fundist hafa í Danmörku

Átök, núningur og línur dregnar

Þegar Chavez komst til valda – og síðan Maduro

Bandarísk yfirtaka gæti leitt til mengunar á Íslandi









Athugasemdir