„Fokk ný stjórnarskrá!“
Valdastéttin segir: „Fokk ný stjórnarskrá!“
Ég er nánast orðlaus, þó ekki alveg. En orðin eru fá núna og þau einu sem skipta einhverju máli eru þessi:
Íslensk valdastétt hefur aldrei birst okkur skýrar en núna, eftir Panama-skjölin og eftir hegðun stjórnarflokkanna undanfarinn mánuð.
Íslensk valdastétt er núna að gera ALLT sem hún getur til að stöðva yfirvofandi stjórnarskrárbreytingar. Eftir að Andri Snær steig fram með áherslu sína á stjórnarskrána fór allt af stað. Þetta varð að stöðva.
Íslensk valdastétt hristist og skelfur – sama dag og hrunkvöðullinn Davíð Oddsson tilkynnir um forsetaframboð sendir Bjarni Ben frá sér tvenn skýr skilaboð:
- ég styð Davíð Oddsson = kjósið Davíð Oddsson
- stjórnarskrána verður að stöðva = kjósið Davíð Oddsson
Ef íslensku valdastéttinni tekst þetta verður erfitt að sjá fyrir sér heilbrigt Ísland næstu áratugina – við erum ekki einu sinni búin að jafna okkur á síðustu valdatíð Davíðs Oddssonar.
Valdastéttin segir: „Fokk ný stjórnarskrá!“ Hverju ætlum við að svara ... hvernig ætlum við að afstýra þessu slysi?
Nýtt efni

„Við vorum svolítið eins og munaðarleysingjar“

Föngun Climeworks stendur ekki undir eigin losun

Milljarðahagnaður bankanna á fyrsta ársfjórðungi


Aðalsteinn Kjartansson
Kirsuberjatínsla

Minnst sjö kært meintan eltihrelli


Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir
Í skugga kerfis sem brást

Fyrsti páfinn frá Bandaríkjunum

Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel

Hafa fengið 174 milljónir úr ríkissjóði fyrir eigin kosningabaráttu

Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið eykst eftir auglýsingaherferð útgerðarmanna

Tekjur dragast saman og tapið eykst hjá Sýn

Framlengdu gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna

Athugasemdir