Fjöldamorð og Eurovision – opið bréf og áskorun til RÚV
B.t. Magnúsar Geirs Þórðarsonar og Skarphéðins Guðmundssonar
Kæru Magnús og Skarphéðinn.
Hér er opið bréf. Og til öryggis – vegna þess að ég læt oft móðan mása þegar mér liggur mikið á hjarta – er hér strax áskorun til ykkar beggja og allra innan RÚV sem hafa völd til að taka ákvarðanir:
Ef Eurovision-keppnin verður þrátt fyrir allt haldin í Ísrael skora ég á ykkur að bjóða Palestínu til leiks árið 2019.
Það er vel hægt að tína til mótrök. Hér eru nokkur – og sennilega hafa mörg þeirra þotið í gegnum huga ykkar síðustu daga:
– Ísrael mátti taka þátt – af hverju má Ísrael þá ekki vinna keppnina og halda næstu?
– Við eigum ekki að blanda saman pólitík og afþreyingu.
– Reglurnar um þátttökuþjóðir leyfa það ekki.
– Það gengur ekki vegna þess að [ótal rök sem tengjast hefðum og ríkjandi reglum].
Ég skal játa að þátttaka Ísraels hefur ekki truflað mig mikið síðustu árin. Stundum hef ég hugsað „af hverju í ósköpunum er Ísrael með í keppninni?“ og stundum hef ég hugsað „djöfull erum við góð í að leiða hjá okkur óþægilegar staðreyndir um aðrar þjóðir“. En það hefur ekki náð neitt lengra.
Svona er ég – eins og kannski flestir – snjall í að pródúsera staðreyndir ofan í sjálfan mig.
Snjall í að afneita staðreyndum sem eiga sér stað í fjarlægu landi.
Snjall í að afneita ólöglegu hernámi – sem á 70 ára afmæli um þessar mundir.
Snjall í að afneita fjöldamorðum.
* * *
Ég þekki ykkur báða af góðu einu. Og ég þykist vita að hugur ykkar beggja er með Palestínumönnum og að sjálfir styðjið þið ekki málstað Ísraela.
Ég er að skora á ykkur að taka af skarið og æða af krafti inn í þá rótgrónu og íhaldssömu menningarstofnun sem Eurovision er.
Ég er að skora á ykkur að gefa skít í það sem er „við hæfi“ að gera.
Ég er að skora á ykkur að standa með manneskjum í ánauð, manneskjum sem eru myrtar með köldu blóði, manneskjum sem missa vini og ættingja í fjöldamorðum.
Bíð svars, vongóður.
Virðingarfyllst,
Davíð Stefánsson
* * *
Til glöggvunar eru hér tenglar á nokkra pistla sem ýttu mér út í að skrifa þessa áskorun:
Tvær sláandi ljósmyndir, teknar á sama tíma fyrir skömmu: https://www.facebook.com/alexrezashams/posts/10106213686998275
Arnar Eggert með samantekt um Eurovision sem virkan hluta af „rebranding“ hjá Ísrael: https://www.facebook.com/arnareggert/posts/10156418048606340
Umfjöllun Þórunnar Ólafsdóttur um sama mál: https://www.facebook.com/thorunn.olafsdottir.3/posts/10157691455913438
Pistill Eiríks Arnar Norðdahl, sem tínir til ótal góð rök bæði með og á móti sniðgöngu:
http://starafugl.is/2018/oeirdir-i-leikfangalandi/
Heimskort sem sýnir þær þjóðir heims sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu: Höfundur: Night w, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=18142310
Nýtt efni

Einn og hálfur tími um nótt

Með hærri laun en mamma sem er kennari

Carbfix og Ölfus undirrita viljayfirlýsingu

Sannleikurinn um manninn í hvalnum


Hlynur Hallsson
Heimur batnandi fer

Trump kallar Zelensky „einræðisherra“

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason
Meirihlutaslitin

Fallegir hlutir veita stundarfrið

„Ég bjó í skrímslinu og ég þekki iður þess“

195 þúsund óheimilar uppflettingar í sjúkraskrám

Langvinnur vandi í geðheilbrigðismálum

Myndin um hinn dularfulla Dylan: Hvaðan kom hann þá?

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“


Athugasemdir