Fjöldamorð og Eurovision – opið bréf og áskorun til RÚV
B.t. Magnúsar Geirs Þórðarsonar og Skarphéðins Guðmundssonar
Kæru Magnús og Skarphéðinn.
Hér er opið bréf. Og til öryggis – vegna þess að ég læt oft móðan mása þegar mér liggur mikið á hjarta – er hér strax áskorun til ykkar beggja og allra innan RÚV sem hafa völd til að taka ákvarðanir:
Ef Eurovision-keppnin verður þrátt fyrir allt haldin í Ísrael skora ég á ykkur að bjóða Palestínu til leiks árið 2019.
Það er vel hægt að tína til mótrök. Hér eru nokkur – og sennilega hafa mörg þeirra þotið í gegnum huga ykkar síðustu daga:
– Ísrael mátti taka þátt – af hverju má Ísrael þá ekki vinna keppnina og halda næstu?
– Við eigum ekki að blanda saman pólitík og afþreyingu.
– Reglurnar um þátttökuþjóðir leyfa það ekki.
– Það gengur ekki vegna þess að [ótal rök sem tengjast hefðum og ríkjandi reglum].
Ég skal játa að þátttaka Ísraels hefur ekki truflað mig mikið síðustu árin. Stundum hef ég hugsað „af hverju í ósköpunum er Ísrael með í keppninni?“ og stundum hef ég hugsað „djöfull erum við góð í að leiða hjá okkur óþægilegar staðreyndir um aðrar þjóðir“. En það hefur ekki náð neitt lengra.
Svona er ég – eins og kannski flestir – snjall í að pródúsera staðreyndir ofan í sjálfan mig.
Snjall í að afneita staðreyndum sem eiga sér stað í fjarlægu landi.
Snjall í að afneita ólöglegu hernámi – sem á 70 ára afmæli um þessar mundir.
Snjall í að afneita fjöldamorðum.
* * *
Ég þekki ykkur báða af góðu einu. Og ég þykist vita að hugur ykkar beggja er með Palestínumönnum og að sjálfir styðjið þið ekki málstað Ísraela.
Ég er að skora á ykkur að taka af skarið og æða af krafti inn í þá rótgrónu og íhaldssömu menningarstofnun sem Eurovision er.
Ég er að skora á ykkur að gefa skít í það sem er „við hæfi“ að gera.
Ég er að skora á ykkur að standa með manneskjum í ánauð, manneskjum sem eru myrtar með köldu blóði, manneskjum sem missa vini og ættingja í fjöldamorðum.
Bíð svars, vongóður.
Virðingarfyllst,
Davíð Stefánsson
* * *
Til glöggvunar eru hér tenglar á nokkra pistla sem ýttu mér út í að skrifa þessa áskorun:
Tvær sláandi ljósmyndir, teknar á sama tíma fyrir skömmu: https://www.facebook.com/alexrezashams/posts/10106213686998275
Arnar Eggert með samantekt um Eurovision sem virkan hluta af „rebranding“ hjá Ísrael: https://www.facebook.com/arnareggert/posts/10156418048606340
Umfjöllun Þórunnar Ólafsdóttur um sama mál: https://www.facebook.com/thorunn.olafsdottir.3/posts/10157691455913438
Pistill Eiríks Arnar Norðdahl, sem tínir til ótal góð rök bæði með og á móti sniðgöngu:
http://starafugl.is/2018/oeirdir-i-leikfangalandi/
Heimskort sem sýnir þær þjóðir heims sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu: Höfundur: Night w, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=18142310
Nýtt efni

„Við vorum svolítið eins og munaðarleysingjar“

Föngun Climeworks stendur ekki undir eigin losun

Milljarðahagnaður bankanna á fyrsta ársfjórðungi


Aðalsteinn Kjartansson
Kirsuberjatínsla

Minnst sjö kært meintan eltihrelli


Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir
Í skugga kerfis sem brást

Fyrsti páfinn frá Bandaríkjunum

Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel

Hafa fengið 174 milljónir úr ríkissjóði fyrir eigin kosningabaráttu

Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið eykst eftir auglýsingaherferð útgerðarmanna

Tekjur dragast saman og tapið eykst hjá Sýn

Framlengdu gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna

Athugasemdir