Af hverju er Framsóknarflokkurinn ónýtur?
Sigmundur Davíð eyðilagði ekki Framsóknarflokkinn.
Það voru meðvirk, huglaus og valdafíkin viðbrögð fólksins í kringum hann sem gerðu það. Allir í þingflokknum bera ríka ábyrgð á atburðum síðustu mánaða – og af þeim sökum eru þau öll sem eitt komin út af mínu sakramenti. Fyrir fullt og allt.
Síðan í apríl hefur þetta gerst (listinn er alls ekki tæmandi):
-
þingflokkurinn eins og hann leggur sig varði SDG vantrausti í þinginu
-
þingflokkurinn eins og hann leggur sig lagði blessun sína yfir skattaskjólsviðskipti
-
þingflokkurinn þagði sig í gegnum ömurlegan óvissutíma í lífi þjóðarinnar og framlengdi áhrif SDG í pólitíkinni um marga mánuði, í stað þess að slíta hann frá strax
-
Ástæðan: Óttinn við að missa völdin og fá kosningar strax í vor, kosningar sem hefðu líklega þurrkað flokkinn út
Ég held að margir innan þingflokks Framsóknar hafi með öllu þessu farið gegn betri vitund. Ég hef nefnilega þá trú að margir þar innanborðs séu með vakandi samvisku og ágæta siðferðisvitund.
En þau sjónarmið fengu bara ekki að ráða. Sumir höfðu fulla trú á Sigmundi. Hinir þögðu og létu allt ruglið viðgangast.
Allur þingflokkurinn varð samsekur með aðgerðaleysi sínu.
Það er þess vegna sem Framsóknarflokkurinn er ónýtur.
Sigurður Ingi er miklu, miklu skárri kostur en Sigmundur Davíð. Ábyrgð hans er engu að síður stórkostlega mikil.
Og ég hef engan áhuga á að gleyma henni. Ábyrgð Sigurðar Inga og þingflokksins má alls ekki gleymast.
Nýtt efni

Einn og hálfur tími um nótt

Með hærri laun en mamma sem er kennari

Carbfix og Ölfus undirrita viljayfirlýsingu

Sannleikurinn um manninn í hvalnum


Hlynur Hallsson
Heimur batnandi fer

Trump kallar Zelensky „einræðisherra“

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason
Meirihlutaslitin

Fallegir hlutir veita stundarfrið

„Ég bjó í skrímslinu og ég þekki iður þess“

195 þúsund óheimilar uppflettingar í sjúkraskrám

Langvinnur vandi í geðheilbrigðismálum

Myndin um hinn dularfulla Dylan: Hvaðan kom hann þá?

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“


Athugasemdir