Af hverju er Framsóknarflokkurinn ónýtur?
Sigmundur Davíð eyðilagði ekki Framsóknarflokkinn.
Það voru meðvirk, huglaus og valdafíkin viðbrögð fólksins í kringum hann sem gerðu það. Allir í þingflokknum bera ríka ábyrgð á atburðum síðustu mánaða – og af þeim sökum eru þau öll sem eitt komin út af mínu sakramenti. Fyrir fullt og allt.
Síðan í apríl hefur þetta gerst (listinn er alls ekki tæmandi):
-
þingflokkurinn eins og hann leggur sig varði SDG vantrausti í þinginu
-
þingflokkurinn eins og hann leggur sig lagði blessun sína yfir skattaskjólsviðskipti
-
þingflokkurinn þagði sig í gegnum ömurlegan óvissutíma í lífi þjóðarinnar og framlengdi áhrif SDG í pólitíkinni um marga mánuði, í stað þess að slíta hann frá strax
-
Ástæðan: Óttinn við að missa völdin og fá kosningar strax í vor, kosningar sem hefðu líklega þurrkað flokkinn út
Ég held að margir innan þingflokks Framsóknar hafi með öllu þessu farið gegn betri vitund. Ég hef nefnilega þá trú að margir þar innanborðs séu með vakandi samvisku og ágæta siðferðisvitund.
En þau sjónarmið fengu bara ekki að ráða. Sumir höfðu fulla trú á Sigmundi. Hinir þögðu og létu allt ruglið viðgangast.
Allur þingflokkurinn varð samsekur með aðgerðaleysi sínu.
Það er þess vegna sem Framsóknarflokkurinn er ónýtur.
Sigurður Ingi er miklu, miklu skárri kostur en Sigmundur Davíð. Ábyrgð hans er engu að síður stórkostlega mikil.
Og ég hef engan áhuga á að gleyma henni. Ábyrgð Sigurðar Inga og þingflokksins má alls ekki gleymast.
Nýtt efni

„Við vorum svolítið eins og munaðarleysingjar“

Föngun Climeworks stendur ekki undir eigin losun

Milljarðahagnaður bankanna á fyrsta ársfjórðungi


Aðalsteinn Kjartansson
Kirsuberjatínsla

Minnst sjö kært meintan eltihrelli


Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir
Í skugga kerfis sem brást

Fyrsti páfinn frá Bandaríkjunum

Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel

Hafa fengið 174 milljónir úr ríkissjóði fyrir eigin kosningabaráttu

Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið eykst eftir auglýsingaherferð útgerðarmanna

Tekjur dragast saman og tapið eykst hjá Sýn

Framlengdu gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna

Athugasemdir