Af hverju er Framsóknarflokkurinn ónýtur?
Sigmundur Davíð eyðilagði ekki Framsóknarflokkinn.
Það voru meðvirk, huglaus og valdafíkin viðbrögð fólksins í kringum hann sem gerðu það. Allir í þingflokknum bera ríka ábyrgð á atburðum síðustu mánaða – og af þeim sökum eru þau öll sem eitt komin út af mínu sakramenti. Fyrir fullt og allt.
Síðan í apríl hefur þetta gerst (listinn er alls ekki tæmandi):
-
þingflokkurinn eins og hann leggur sig varði SDG vantrausti í þinginu
-
þingflokkurinn eins og hann leggur sig lagði blessun sína yfir skattaskjólsviðskipti
-
þingflokkurinn þagði sig í gegnum ömurlegan óvissutíma í lífi þjóðarinnar og framlengdi áhrif SDG í pólitíkinni um marga mánuði, í stað þess að slíta hann frá strax
-
Ástæðan: Óttinn við að missa völdin og fá kosningar strax í vor, kosningar sem hefðu líklega þurrkað flokkinn út
Ég held að margir innan þingflokks Framsóknar hafi með öllu þessu farið gegn betri vitund. Ég hef nefnilega þá trú að margir þar innanborðs séu með vakandi samvisku og ágæta siðferðisvitund.
En þau sjónarmið fengu bara ekki að ráða. Sumir höfðu fulla trú á Sigmundi. Hinir þögðu og létu allt ruglið viðgangast.
Allur þingflokkurinn varð samsekur með aðgerðaleysi sínu.
Það er þess vegna sem Framsóknarflokkurinn er ónýtur.
Sigurður Ingi er miklu, miklu skárri kostur en Sigmundur Davíð. Ábyrgð hans er engu að síður stórkostlega mikil.
Og ég hef engan áhuga á að gleyma henni. Ábyrgð Sigurðar Inga og þingflokksins má alls ekki gleymast.
Nýtt efni

Stórbruni í Gufunesi: Lögreglan segir fólki að loka gluggum

„Hann ætti að axla ábyrgð í staðinn fyrir að saka barnið okkar um ósannindi“

Neitar sök og ber fyrir sig minnisleysi á sama tíma

Trump er sama þótt yfirtaka á Grænlandi hafi áhrif á NATO

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Mæta innihaldsleysi með merkingu og dýpt

Baráttan um náttúru Íslands


Borgþór Arngrímsson
Kuggurinn: Á meðal merkustu fornleifa sem fundist hafa í Danmörku

Átök, núningur og línur dregnar

Þegar Chavez komst til valda – og síðan Maduro

Bandarísk yfirtaka gæti leitt til mengunar á Íslandi









Athugasemdir