Nýtt efni

Hvernig náum við sáttum?
Samskiptaörðugleikar eru því miður óumflýjanlegur hluti af lífinu. Flest þurfum við einhvern tímann að takast á við samskiptavanda, leysa úr ágreiningi eða finna lausn á flóknum vandamálum. Íris Eik Ólafsdóttir er félagsráðgjafi, sáttamiðlari, fjölskyldufræðingur og sérfræðingur í réttarfélagsráðgjöf. Hún segir þrennt skipta lykilmáli þegar lausna er leitað.

FL Group-topparnir sem fóru í ferðaþjónustuna
Lárus Welding, Pálmi Haraldsson og Magnús Ármann voru útrásarvíkingar tengdir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og FL Group fyrir bankahrun en eru núna orðnir stórir í ferðaþjónustu. FL Group varð að Stoðum sem fjárfestir í Bláa lóninu og Arctic Adventures.

Íslandsvinur gripinn af Ísraelsher
Chris Smalls, stofnandi verkalýðsfélags Amazon, var gestur á fundi Sósíalistaflokksins á Íslandi í fyrra. Hann og áhöfn báts sem flutti matvælaaðstoð til Gaza voru tekin af ísraelska sjóhernum á laugardag.

Réttindabrot þrífast þar sem starfsfólkið er erlent
Starfsfólk í ferðaþjónustu er upp til hópa erlent, oft tímabundið á landinu, og stendur höllum fæti gagnvart yfirmönnum. Sum fyrirtæki fara gróflega á svig við lög og reyna að komast undan eftirliti samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar.

Létu trúnaðarmann fara eftir kvartanir
Alexander Stepka var látinn fara sem jöklaleiðsögumaður frá Arctic Adventures eftir að hann varð trúnaðarmaður starfsfólks og lét vita af óánægju með jafnaðarkaup og skort á hléum. Fyrirtækið greiddi 700 milljónir í arð til eigenda í ár.

Braut gegn starfsmanni og greiddi sér kvartmilljarð í arð
Fyrrverandi starfsmaður Tröllaferða lýsir slæmum aðbúnaði stafsmanna í jöklaferðum fyrirtækisins. Eigandinn, Ingólfur Ragnar Axelsson, hótaði að reka starfsmann fyrir að ganga í stéttarfélag. Skömmu síðar greiddi hann sér 250 milljónir í arð.

Trumpískir tollar: Tæta og trylla um heimshagkerfið
Fyrsta hálfa árið er liðið af síðara kjörtímabili Trumps forseta. Enginn veit hvernig tollastríðið þróast þó ljóst sé orðið að heimshagkerfinu hefur verið umbylt. Snilldarlöggjöf og stórfagurt fjárlagafrumvarp virðast þó einnig fela í sér að réttarríkið á undir högg að sækja og framtíð lýðræðisins er mikilli óvissu háð.

Evrópusambandið sýni Trump undirgefni
Evrópa undirgengst 15% tolla Trumps án þess að endurgjalda þá. Franski forsætisráðherrann segir þetta „myrkan dag“.

Fólkið sem græðir á ferðaþjónustunni
Ákveðnir hópar einstaklinga hafa hagnast gríðarlega á vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár. Stærstu fimmtán fyrirtækin í greininni veltu 373 milljörðum króna árið 2023.

Vegir sem valda banaslysum
Í Öræfunum hefur aukin umferð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér en innviðir eru ekki í samræmi við mannfjölda á svæðinu og bílslys eru algeng. Stefnt er að því að fá sjúkrabíl á svæðið í vetur í fyrsta skipti. Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Árni Stefán Haldorsen í björgunarsveitinni Kára segja vegina vera vandamálið. Þau hafa ekki tölu á banaslysum sem þau hafa komið að.

Óttuðust á hverjum degi að hann yrði tekinn
Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir segja að Oscar Andreas Boganegra Florez verði alinn upp alveg eins og hin börnin þeirra. Oscar hlaut ríkisborgararétt í júlí eftir langa baráttu. Heimildin fékk að skyggnast inn í líf fjölskyldunnar sem hefur lítið látið fyrir sér fara eftir mikla umræðu í þjóðfélaginu í vor.

Ungir Svíar fengnir til að fremja voðaverk í Danmörku
Tveir menn voru nýlega dæmdir til þungra refsinga í Bæjarrétti Kaupmannahafnar. Dómarnir hafa vakið athygli því þetta var í fyrsta sinn sem dæmt hefur verið, í Danmörku, fyrir að skipuleggja morð og ráða mann til verksins.

Skotar með skapandi mótmæli gegn Trump
Forsetinn spilaði golf í heimsókn sinni til Skotlands. Hann hóf heimsóknina á að skora á Skota að „stöðva vindmyllurnar“ til að bjarga landinu.

Þolmörk þorps
Ætla má að ein komma þrjár milljón ferðamanna heimsæki Vík í Mýrdal á þessu ári. Þorpið iðar af lífi en íbúar sem Heimildin ræðir við hafa áhyggjur af því að innviðir þoli ekki álagið.

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
Jóhanna Magnúsdóttir, prestur í Víkurkirkju, segir dæmi um að erlendir ferðamenn reyni að komast inn í kirkjuna til að taka myndir skömmu áður en kistulagning fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyravörð íklæddan hempu til að ýta þeim ágengustu út úr kirkjunni. Björgunarsveitin í Vík hefur um þriggja ára skeið séð um að loka veginum upp að kirkjunni meðan útfarir fara þar fram.
Athugasemdir