Nýtt efni

Í gæsluvarðhaldi yfir jól og áramót
Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Kópavogi hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Kuldalegur heimsendir
Emil Hjörvar Petersen hefur undanfarin ár gefið út formúlukenndar fantasíubókmenntir sem eiga sér sterkar fyrirmyndir í enskumælandi bókmenntaiðnaði. Þríleikur Emils, Víghólar, Sólhvörf og Nornasveimur sverja sig í undirflokk furðusagnanna, glæpafantasíur. Undirritaður hefur sannarlega dottið inn í slíkan skáldskap. Þegar vel til tekst er varla skemmtilegri og yfirdrifnari afþreyingu að finna. Að auki er hægt að kaupa sér þannig bækur fyrir...

Árásarmaðurinn á Bondi ströndinni ákærður
Naveed Akram hefur veirð ákærður fyrir fimmtán morð og fyrir að fremja hryðjuverk. Það var gert strax eftir að hafa vaknað úr dái.

„Það er verið að hvetja til ofneyslu“
Arion banki auglýsir sérstaklega greiðsludreifingu kreditkorta þar sem viðskiptavinir eru hvattir til að „dreifa jólunum á fleiri mánuði“. Formaður Neytendasamtakanna varar við „kaupa núna, borga seinna“ hugarfari, þrátt fyrir að fólk vilji gera vel við sig um jólin.

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
Oddur Sigurðsson hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Hann spáði fyrir um endalok Okjökuls og því að Skeiðará myndi ekki ná að renna lengi í sínum farvegi, sem rættist. Nú spáir hann því að Reykjanesskagi og höfuðborgarsvæðið fari allt undir hraun á endanum. Og fordæmir framkvæmdagleði Íslendinga á kostnað náttúruverndar.

Trump með „persónuleika alkóhólista“ segir starfsmannastjórinn hans
Starfsmannastjóri Donalds Trumps, Susie Wiles, sagði Bandaríkjaforseta vera með „persónuleika alkóhólista“ í grein sem Vanity Fair birti í dag. Umfjöllunin byggir á nokkrum viðtölum sem tekin voru við hana.

„Starfsmenn hafa verið hræddir“
Á Stuðlum hefur sérstöku öryggis- og viðbragðsteymi hefur verið komið á til að takast á við árásir á starfsmenn og tryggja að þvinganir gagnvart börnum fari faglega fram. Tengsl eru besta forvörnin segir starfandi forstöðumaður en það dugar ekki alltaf til. Starfsmenn hafa lent í því að það er hrækt á þá, þeir bitnir, skallaðir og nefbrotnir. Sparkað hefur verið í hausinn á starfsmani, hár rifið af höfði starfsmanns og brotin tönn.

Margrét Löf fær 16 ár
Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir skömmu.

Jóhann Páll: „Ísland er ekki í skjóli“
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra gaf í dag út aðlögunaráætlun um loftslagsbreytingar. Sjávarútvegurinn og landbúnaður þurfa áhættumat og seigla vegakerfisins verður kortlögð. „Við þurfum að aðlaga samfélagið og innviði að þeim breytingum sem eru þegar hafnar,“ segir ráðherrann.

Af konum og álfum
„Þetta var stórkostlegasta ráðgáta sem bæjarbúar höfðu staðið frammi fyrir í manna minnum. Eftirsóttur piparsveinn, aldrei við kvenmann kenndur, birtist einn daginn með móðurlaust barn.“ (bls. 18) Huldukonan, ný skáldsaga Fríðu Ísberg, hverfist um þessa ráðgátu –hver huldukonan, barnsmóðir Sigvalda Matthíassonar, sé. Samhliða spurningunni sem liggur henni til grundvallar gerir bókin að umfjöllunarefni sínu fjórar kynslóðir Lohr-fjölskyldunnar sem hefur alið...

„Skrýtin“ tímasetning Dóru sem segir Pírata færast til vinstri
Töluverður aðdragandi var að vistaskiptum Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, sem hætti í dag sem oddviti Pírata og gekk í Samfylkingu. Nýr oddviti segir þó skrýtið að velja þennan tímapunkt. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fagnar því að borgarstjórnarflokkurinn stækki.

Dóra Björt gengur í Samfylkinguna
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur fært sig úr Pírötum í Samfylkinguna.

Tímalína: Skotárásin á Bondi-ströndinni
Hátíðarhöld í tilefni ljósahátíðar gyðinga stóðu sem hæst þegar þungvopnaðir feðgar stigu út úr bíl sínum og hófu skothríð á Bondi-ströndinni á sunnudag. Þá hófst ein mannskæðasta skotárás í sögu Ástralíu. Fimmtán eru látnir og tugir til viðbótar særðir.

Átta létust í árásum Bandaríkjanna á þrjú skip í Kyrrahafi
Síðan í september hefur bandaríski herinn sökkt að minnsta kosti 26 skipum. 95 manns hafa látist í þessum aðgerðum hersins.

„Ég hef bara látið mig hverfa“
„Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að fá þann heilsubrest sem ég hef verið að stríða við,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Hún smitaðist af Covid-19 árið 2021 á ráðstefnu erlendis, þrátt fyrir að hafa farið mjög varlega. Einkennin hurfu ekki og í dag er hún með langvinnt Covid.
Athugasemdir