Nýtt efni


Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Nýja Ísland: Leikvöllur milljarðamæringa
Í stað þess að stjórnvöld hafi markað sýn og stefnu til framtíðar fékk ferðaþjónustan að þróast áfram á eigin forsendum.

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
Börn manns sem var jarðaður frá Víkurkirkju í júní segja að íslenskur rútubílstjóri hafi hleypt tugum ferðamanna út úr rútu við kirkjuna um klukkustund fyrir athöfn. Ferðamenn hafi tekið myndir þegar kistan var borin inn fyrir athöfn, reynt að komast inn í kirkjuna og togað í fánann sem var dreginn í hálfa stöng.

ESB og Kína leiði baráttu gegn loftslagsbreytingum
Evrópusambandið og Kína sögðust ætla að leiða baráttuna við loftslagsbreytingar í sameiginlegri yfirlýsingu í dag. Ríkin ætla að standa vörð um Parísarsáttmálann, flýta fyrir orkuskiptum og styrkja árangursmiðaðar aðgerðir.

Guterres segir fjárhagslegan hag af orkuskiptum
„Orkuskiptin eru óstöðvandi,“ sagði António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna í erindi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Tveimur billjónum var fjárfest í hreina orku í fyrra. „Fylgið bara peningunum,“ sagði Guterres.

Tæland gerir loftárásir á kambódíska herinn
Löndin tvö deila á Smaragðsþríhyrningnum sem geymir forn musteri.

Mjakast varla úr sporunum á Þingvöllum
Sex til átta þúsund manns ganga um Almannagjá á hverjum degi nú í júlí. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Þingvalla, segir áform um að stýra ferðamannastraumnum enn betur í bígerð. Þórir Sæmundsson leiðsögumaður segist varla hafa getað hreyft sig úr spori vegna mannmergðar á svæðinu.

Bað stjórn flokksins að íhuga stöðu sína
Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sá ekki tilefni til að víkja Karli Héðni Kristjánssyni úr stjórninni að hans sögn eftir að hann greindi frá sambandi við unga konu.

Karl Héðinn segir af sér
Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum mun ekki leiða ungliðahreyfingu flokksins áfram eftir að hann greindi frá sambandi sínu við unga konu þegar hann starfaði með ungliðahreyfingu Pírata.

Trump segir Obama sekan um landráð
Bandaríkjaforseti forðast umræðu um tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein með því að ógna Barack Obama með rannsókn og fangelsun.

Rauðri málningu skvett yfir ljósmyndara og utanríkisráðuneytið
Mótmælendur þrykktu rauðri málningu á Utanríkisráðuneytið í dag. Voru þeir að krefjast aðgerða vegna hungursneyðarinnar á Gasa. Einn mótmælandi skvetti rauðri málningu yfir ljósmyndara Morgunblaðsins.

Þúsund drepin í matarleit
Sameinuðu þjóðirnar lýsa fjöldamorði Ísraelshers á Palestínumönnum í neyð.

Bandaríkin yfirgefa UNESCO
Bandaríkin tilkynntu í dag að þau hafi yfirgefið UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður Hvíta hússins sagði ástæðuna vera þá að stofnunin styðji „woke, sundrandi“ málefni. Þá fullyrða Bandaríkin að stofnunin sýni andúð gegn Ísrael.
Athugasemdir