Nýtt efni
Sett á lyf sem reyndust hættuleg
Ásta Þórdís Skjalddal gekk í 25 ár á milli lækna þar til hún fékk loks rétta sjúkdómsgreiningu. Aftur og aftur var hún sett á lyf við sjúkdómi sem hún var ekki með. Í tvígang voru lyfin sem hún var á tekin úr sölu því þau voru talin hættuleg heilsu fólks. „Það var enginn sem hlustaði,“ segir Ásta.
Keisaraynjan sem hvarf
Illugi Jökulsson nefnir sögulegt dæmi um meinloku sem mennirnir eru haldnir.
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
Fátt hefur vakið meiri athygli að undanförnu en yfirlýsingar Donalds Trump um Grænland og áhuga hans á því að komast þar til áhrifa, jafnvel með hervaldi. „Make Greenland great again”, sagði forsetinn tilvonandi í ræðu með stuðningsfólki sínu. Trump er ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna sem hefur lýst áhuga á að ná yfirráðum á Grænlandi.
Vatnamálin felldu virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar
Virkjunaráform í Hvammsvirkjun eru í uppnámi eftir að landeigendur unnu stórsigur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun. Tvö leyfi af þremur voru þá felld úr gildi.
„Við sjáum hvað þið eruð að gera“
„Þetta er nýjasta tækni. Lítur frekar vel út, er það ekki?“ spyr Al Gore um fyrirtækin sem þrýsta á meiri áherslu á kolefnisföngun og förgun. Vísinda- og fræðifólk í þremur heimsálfum er efins um að tæknin sem starfsemi Carbfix byggir á sé rétta leiðin til að berjast gegn loftlagsvánni.
Sif Sigmarsdóttir
Nauðgunargengi norðursins
Fórnarlömbin voru stúlkur með veikan félagslegan bakgrunn sem sneru ítrekað aftur í faðm ofbeldismannanna.
Bezos með sína eigin eldflaug
Samkeppni um netrekstur úti í geimi er nær því að verða að veruleika eftir vel heppnað geimskot Blue Origin, geimfyrirtækis Jeff Bezos, eins ríkasta manns heims.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var ekki alveg með það á hreinu hvenær Fossvogsbrú ætti að verða tilbúin til notkunar þegar hann tók fyrstu skóflustungu að henni í dag. Skóflustungan að brúnni, sem á að verða klár árið 2028, markar upphaf fyrstu verkframkvæmda vegna borgarlínuverkefnisins.
„Dulinn þáttur í borgarlífinu eru dýr sem fara illa“
Ólafur Ingi Heiðarsson, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg, finnur vel fyrir þeim áhrifum sem fuglainflúensan H5N5 hefur á fugla borgarinnar. Á einum degi fær hann fleiri tilkynningar um dauða fugla en í hefðbundnum mánuði.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
Barátta fyrir verndun útsýnisins úr Laugarnesi yfir í Viðey hefur leitt saman þær Þuríði Sigurðardóttur og Steinunni Jóhannesdóttur sem telja okkur sem nú lifum ekki hafa leyfi til þess að eyðileggja þá fögru sjónása sem Reykvíkingar hafa getað notið um aldir. „Þetta er lítill blettur sem við þurfum að slást um algjörlega upp á líf og dauða,“ segir Steinunn.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Herferð gegn frjálsum fjölmiðlum
Aðstæður á Íslandi eru betri en í Bandaríkjunum. Ástandið þar er hins vegar áminning um mikilvægi frjálsra fjölmiðla og gagnrýninnar umræðu, jafnvel þótt hún sé óþægileg á köflum og jafnvel óþolandi.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
Allvíða á höfuðborgarsvæðinu stendur venjulegt fólk í slag um útsýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slíkur slagur varðar Laugarnesið, sem Minjastofnun hefur viljað friðlýsa, reyndar í óþökk Reykjavíkurborgar. Jarðefni sem fært var úr grunni nýs Landspítala myndar nú landfyllingu sem senn verður enn stærri. Útsýni til Viðeyjar gæti tapast, óháð öllum friðlýsingaráformum.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
Enginn þeirra karlmanna sem komu á heimili þroskaskertrar konu til að hafa kynmök við hana var ákærður. Þó hafði enginn þeirra fengið samþykki hennar. Sálfræðingur segir hana hafa upplifað sjálfsvígshugsanir á þessu tímabili. Óútskýrðar tafir á lögreglurannsókn leiddu til mildunar refsingar yfir Sigurjóni Ólafssyni, fyrrverandi yfirmanni konunnar.
Athugasemdir