Nýtt efni

Xi ræddi við Trump um að taka Taívan
Leiðtogar Kína og Bandaríkjanna töluðu saman í síma á sama tíma og Úkraína fær úrslitakosti um að samþykkja kröfur Rússlands.

Söguðu bíl til að sýna fram á skattahækkun
„Við eigum skilið að búa í landi þar sem ríkið á ekki helminginn í bílnum þínum,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna áður en hann hóf að saga Volvo Station bíl í sundur.

„Banvænt aðgerðaleysi“ geti reynst „glæpur gegn mannkyninu“
Olíuiðnaðurinn skilar gríðarlegum hagnaði á meðan hann „leggur í rúst“ fátækari samfélög, segir mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna og varar við því að veik niðurstaða COP30 verði harðlega dæmd í framtíðinni.

Deildi efni til varnar Hitler á TikTok
Framkvæmdastjóri Bæjarins Beztu segist deila miklu efni á TikTok og að hann muni ekki eftir að hafa deilt myndböndum til varnar Þýskalandi nasismans eða með texta um Adolf Hitler: „Hann gerði ekkert rangt“. Deilingar á TikTok séu ekki yfirlýstar skoðanir.


Jón Trausti Reynisson
Blekkingin um Úkraínu
Úkraínumálið lætur skína í það sem mörgum hefur yfirsést og varðar hagsmuni og líf allra Íslendinga.

Bandaríkin segja nú að friðarsamningur verði að tryggja fullveldi Úkraínu
Fulltrúar stjórnvalda í Bandaríkjunum og Úkraínu reyna að ná samkomulagi um skilmála í uppfærðri friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Fyrri áætlun gerði meðal annars ráð fyrir að Rússar héldu þeim svæðum sem þeir hafa hertekið innan landamæra Úkraínu.

Trump segir úkraínska „leiðtoga“ ekki sýna neitt þakklæti
Áfram er tekist á um 28 punkta friðaráætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir úkraínska leiðtoga ekki hafa sýnt Bandaríkjunum neitt þakklæti.

Margrét Gauja Magnúsdóttir
Við erum ekki bara eitthvað eitt, heldur miklu meira
Margrét Gauja Magnúsdóttir barðist hart í pólitískum hildarleik, þar til hún skipti um kúrs og endurforritaði sig sjálfa.

Tók lán til að komast til Norður-Kóreu
Aðalritari Vinafélags Íslands og Kóreu tók þátt í málþingi um Juche-hugmyndafræðina í tilefni 80 ára afmælis Verkamannaflokks Norður-Kóreu. „Það er rosalegur uppgangur þarna í dag,“ segir Kristinn Hannesson. Landið er eitt það einangraðasta í heimi og hefur um áratugaskeið sætt gagnrýni fyrir víðtæk mannréttindabrot.

Odee fer með mál sitt til Mannréttindadómstólsins
Listmaðurinn Odee hefur sent erindi til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að breskur dómstóll úrskurðaði útgerðarfélaginu Samherja í vil í málaferlum í tengslum við listaverk hans WE’RE SORRY.

Hver vill búa á hrikalegu jökulskeri?
Í sumar gekk fjölþjóðlegur hópur náttúrufræðinga yfir Breiðamerkurjökul og upp í afskekktu jökulskerin Esjufjöll. Þau voru þangað komin til að skoða hvernig líf þróast og tekur land undan hopandi jöklum landsins. Blaðamaður Heimildarinnar fylgdi hópnum og lærði um áhrif loftslagsbreytinga á jökla og gróður, kynlegar lífverur og nýjar vísindalegar uppgötvanir.

Tilkynnir um afsögn eftir opinbert rifrildi við Trump
Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur tilkynnt um afsögn sína, sem tekur gildi í byrjun næsta árs. Undanfarnar vikur hefur hún lent upp á kant við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna Epstein-skjalanna, sem nú stendur til að birta.


Sif Sigmarsdóttir
Þess vegna ættir þú að lesa eitthvað annað en þennan pistil
Vísindamenn í Boston hafa sýnt fram á að fólk, sem hangir í símanum á klósettinu, er langtum líklegra til að þjást af gyllinæð en aðrir. Næst skaltu því grípa með þér bók.

Þetta eru atriðin í friðaráætlun Trump fyrir Úkraínu
Bandaríkin munu viðurkenna yfirráð Rússa yfir Krímskaga, Luhansk og Donetsk, og NATO-aðild er slegin út af borðinu fyrir Úkraínu, verði friðaráætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir Úkraínu samþykkt. AFP hefur fengið afrit af drögum ætlunarinnar.


Athugasemdir