Thelma, Ýr og Katla - „Erfitt að segja frá ofbeldi sem einn frægasti tónlistarmaður Íslands beitti þig“
Eigin konur#109

Thelma, Ýr og Katla - „Erfitt að segja frá of­beldi sem einn fræg­asti tón­list­ar­mað­ur Ís­lands beitti þig“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk” í sam­skipt­um við kon­ur. Í Apríl birt­ist ís­land í dag við­tal Auð­unn þar sem hann sagð­ist axla ábyrgð á hegð­un sem hann taldi sær­andi og óþægi­leg. Katla Óm­ars­dótt­ir, ýr Gudjohnsen og Thelma Tryggva­dótt­ir stíga fram og segja Auð­unn nota orð sem smætta það of­beldi sem þær upp­lifðu.
Lovísa Ösp - „Ef hann væri ekki ofbeldismaður að þá væri hann fullkominn“
Eigin konur#108

Lovísa Ösp - „Ef hann væri ekki of­beld­is­mað­ur að þá væri hann full­kom­inn“

Lovísa Ösp var í sam­bandi með manni sem beitti hana and­legu, lík­am­legu og fjár­hags­legu of­beldi. Hún lýs­ir því hvernig sjálfs­morðs­hót­an­irn­ar voru hans leið til að koma í veg fyr­ir að hún færi frá hon­um. Hann lét hana vita að hann væri vís til þess að myrða hana og hót­aði einnig að drepa hana. „Mér fannst ég bara ekki geta lif­að án hans og ég hélt að þetta væri eðli­legt”. Lovísa seg­ir mann­inn hafa pass­að sig að áverk­ar henn­ar væru ein­ung­is á hönd­um og fót­um svo hún gæti fal­ið þá með lan­germa­bol­um. Lovísa varp­ar ljósi á hversu stórt hlut­verk nánd­in spil­ar í of­beld­is­sam­bönd­um og af­hverju það er erfitt að slíta sig frá of­beld­is­mann­in­um. „Hann var bara minn klett­ur og þótt þetta hafi ver­ið svona ljótt að þá sagði ég hon­um allt,” seg­ir Lovísa.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún seg­ir að hún hafi orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með meint­um ger­anda sín­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta mann­in­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Martyna Ylfa - Fyrverandi kærasti beitti hana andlegu ofbeldi og lifði tvöföldu lífi
Eigin konur#106

Martyna Ylfa - Fyr­ver­andi kær­asti beitti hana and­legu of­beldi og lifði tvö­földu lífi

Martyna Ylfa er frá Póllandi en hef­ur bú­ið á Ís­landi í tíu ár. Martyna var sam­bandi með ís­lensk­um manni sem beitti hana of­beldi í lang­an tíma. Ein þekkt­asta að­ferð­in til að ná stjórn í of­beld­is­sam­bandi er að brjóta nið­ur mak­ann, þannig að hann treyst­ir ekki sjálf­um sér leng­ur og telji sig ekki verð­ug­an ham­ingju og heil­brigð­ari fram­komi. „Mér leið eins og ég hafi hitt sálu­fé­lag­ann minn. Þetta byrj­aði mjög hratt og hon­um fannst allt sem ég gerði flott, föt­in mín, allt sem ég sagði og gerði var svo æð­is­legt,” seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að eft­ir smá tíma að þá breytt­ist það og hann fór að brjóta hana nið­ur. „Flót­lega hrundi sjálfs­traust­ið mitt og mér leið eins og ég mætti ekki segja neitt, ég mátti ekki spur­ja margra spurn­inga. Ég vissi al­veg þeg­ar hann var reið­ur og hann sýndi mér svona hvað hann gæti gert, að hann gæti meitt mig ef hann myndi vilja það”.
Strákurinn sem dreifði nektarmyndunum sendi hughreystandi skilaboð á sama tíma
Fréttir

Strák­ur­inn sem dreifði nekt­ar­mynd­un­um sendi hug­hreyst­andi skila­boð á sama tíma

Freyja Gunn­ars­dótt­ir var fimmtán ára þeg­ar nekt­ar­mynd­ir af henni fóru í dreif­ingu. Ger­and­inn neit­aði að taka mynd­irn­ar nið­ur, sagð­ist hafa keypt þær og eiga þær. Hún leit­aði þá til móð­ur hans sem sagði að hún hefði ekki átt að taka mynd­irn­ar. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar lenti Freyja illa í jafn­aldra sín­um, en þrátt fyr­ir játn­ingu rík­ir enn óvissa í mál­inu þrem­ur ár­um síð­ar.
Freyja -  15 ára þegar eldri strákur seldi og dreifði nektarmyndum
Eigin konur#105

Freyja - 15 ára þeg­ar eldri strák­ur seldi og dreifði nekt­ar­mynd­um

Freyja var 15 ára þeg­ar eldri strák­ur seldi nekt­ar­mynd­ir af henni sem fóru í dreif­ingu á svo­kalla ch­an-síðu, sem er vett­vang­ur þeirra sem beita sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi á Ís­landi. „Á ein­hver mynd­ir af Freyju?” Spyr stofn­andi þráðs­ins á síð­unni þar sem nekt­ar­mynd­um af stúlk­um allt nið­ur í ferm­ing­ar­ald­ur er deilt. Í þætt­in­um lýs­ir Freyja varn­ar­leys­inu sem fylgdi því að upp­götva að nekt­ar­mynd­ir af sér væru komn­ar í dreif­ingu á net­inu án henn­ar sam­þykk­is. „Ég vakna við 1000 nýja fylgj­end­ur á In­sta­gram og fólk var að reyna að hringja í mig og spur­ja mig hvað ég tæki á tím­ann”. Freyja hugs­aði um að kæra brot­ið til lög­reglu en sama ár hafði hún kært nauðg­un. “Við er­um tvær sem kærð­um ár­ið 2019 og við feng­um báð­ar játn­ingu frá hon­um” seg­ir Freyja í þætt­in­um og bæt­ir við að þær hafa ekki enn­þá heyrt frá lög­regl­unni varð­andi mál­ið.
Sigþrúður Guðmundsdóttir - Segir ofbeldismenn oft taka sér skilgreiningarvald yfir þolendum
Eigin konur#104

Sig­þrúð­ur Guð­munds­dótt­ir - Seg­ir of­beld­is­menn oft taka sér skil­grein­ing­ar­vald yf­ir þo­lend­um

„Af­hverju fara þær ekki bara?” Það er þessi róm­an­tíska hug­mynd­in um að kon­ur eigi að elska fram í rauð­an dauð­ann og geti ekki lif­að án ein­hvers. Marg­ar kon­ur koma úr of­beld­is­sam­bönd­um með skömm yf­ir því að þetta sé þeim að kenna af því að of­beld­is­mað­ur­inn tek­ur að sér skil­grein­ing­ar­vald­ið seg­ir Sig­þrúð­ur Guð­munds­dótt­ir sem var fram­kvæmd­ar­stýra kvenna­at­hvarfs­ins í 16 ár. Í þætt­in­um fer Sig­þrúð­ur yf­ir af­leið­ing­ar heim­il­sof­beld­is, af­hverju kon­ur fara ekki strax úr of­beld­is­sam­bönd­um og hvað kon­ur í þess­ari stöðu geta orð­ið veik­ar af al­var­leg­um sjúk­dóm­um án þess að gera sér grein fyr­ir því. Þær eru marg­ar ótengd­ar eig­in til­finn­ing­um og líð­an að þær taka jafn­vel ekki eft­ir ein­kenn­um sem ann­að fólk tæki eft­ir. „Ef mað­ur set­ur sig í þessi spor að lifa í hættu ástandi heima hjá sér, stöð­ugt eft­ir­lit, tak­mark­að frelsi, lík­am­legt of­beldi, yf­ir­vof­andi kyn­ferð­isof­beldi þeg­ar það hent­ar þeim sem mað­ur býr með, þá get­ur það bara lagst á kon­ur, lík­am­lega og and­lega”.
Kristján Ernir - Segir að ofbeldismenning fái að grassera innan stjórnar SÁÁ
Eigin konur#103

Kristján Ern­ir - Seg­ir að of­beld­is­menn­ing fái að grass­era inn­an stjórn­ar SÁÁ

Kristján Ern­ir Höllu­son seg­ir að of­beld­is­menn­ing fái að grass­era inn­an stjórn­ar SÁÁ, en fjöldi manna sem hafa ver­ið ásak­að­ir um of­beldi gegn kon­um voru kosn­ir í stjórn sam­tak­anna á að­al­fundi þann 13. júní. Kristján Ern­ir seg­ir að það varpi stór­um skugga á stjórn­ina að þarna séu nokkr­ir menn sem sitja enn­þá eft­ir í stjórn sem hafa ver­ið sak­að­ir um of­beldi gagn­vart kon­um og ját­að að hafa beitt of­beldi. „Mál­ið er að þetta eru sam­tök sem sinna mjög mik­il­væg­ari þjón­ustu við fólk sem margt hvert er jað­ar­sett og/eða ber­skjald­að og valda­lít­ið þeg­ar það leit­ar sér hjálp­ar og þetta á sér­stak­lega við um jað­ar­sett­ar kon­ur og ung­menni. Það er mjög ófag­legt og ber vott um skort á skiln­ingi á mik­il­vægi sið­ferð­is í þjón­ustu við fólk sem margt stend­ur höll­um fæti þeg­ar það leit­ar þjón­ustu að vera með menn sem hafa beitt kon­ur of­beldi í stjórn slíkra sam­taka“
Gunnar Hersveinn - „Best fyrir valdhafann að flestir hegði sér svipað“
Eigin konur#102

Gunn­ar Her­sveinn - „Best fyr­ir vald­haf­ann að flest­ir hegði sér svip­að“

Gunn­ar Her­sveinn lauk prófi í heim­speki og sál­fræði, blaða­mennsku­námi og hef­ur stund­að meist­ara­nám í kynja­fræði. Gunn­ar er rit­höf­und­ur og hef­ur mik­inn áhuga á frið­ar­menn­ingu, átaka­menn­ingu og við­horf­um gagn­vart mann­eskj­unni. Í þætt­in­um ræð­um við með­al ann­ars um skala illsk­un­ar „Ég er sann­færð­ur um að þetta teng­ist ein­hverju valda­kerfi. Það er best fyr­ir vald­haf­ann að flest­ir hegði sér svip­að, það er auð­veld­ara að stjórna þeim og þá kem­ur þessi þrýst­ing­ur að vera eins og aðr­ir. Þannig það ligg­ur í sam­fé­lags­gerð­inni, kerf­inu, valda­kerf­inu að þessi spill­ing á sér stað. Þeir sem standa hjá og sjá illsk­una að verki og gera ekk­ert í því eru þá orðn­ir ein­hvers skon­ar fórn­ar­lömb illsk­un­ar"
Sif Atladóttir - „Ég vildi bara sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta”
Eigin konur#101

Sif Atla­dótt­ir - „Ég vildi bara sanna fyr­ir sjálfri mér að ég gæti þetta”

„Mað­ur horf­ir stund­um til­baka og hugs­ar: hvað er mað­ur með í höndn­um eft­ir 13 ár í at­vinnu­mennsku? fjár­hags­lega er það ekki neitt en það sem þetta hef­ur gef­ið mér fyr­ir líf­ið er bara stór­kost­legt og ég myndi ekki skipta ferl­in­um mín­um út fyr­ir neitt.” Seg­ir Sif Atla­dótt­ir, sem er 36 ára at­vinnu­kona í knatt­spyrnu. Í þætt­in­um tal­ar Sif um and­lega part­inn af fót­bolt­an­um og mik­il­vægi þess að leik­menn hafi greið­an að­gang að íþrótta­sál­fræð­ing­um. „Það sem hef­ur ver­ið mik­il­væg­ast fyr­ir mig er að ég hef alltaf haft ein­hvern til þess að tala við. Ég myndi per­sónu­lega ekki ýta börn­un­um mín­um út í af­reksí­þrótt­ir af því að þetta er eitt af því erf­ið­asta sem þú get­ur gert”.
Anna Khyzhnyak - „Hver átti að vernda mig“
Eigin konur#100

Anna Khyzhnyak - „Hver átti að vernda mig“

Anna er frá Úkraínu og lýs­ir reynslu sinni af því of­beldi sem hún varð fyr­ir. Anna seg­ist vilja vekja at­hygli á því kerf­is­læga of­beldi, sem er­lend­ar kon­ur verða fyr­ir. Tak­mörk­un á að­gengi að nauð­syn­leg­um upp­lýs­ing­um og vernd gegn of­beld­inu, þeg­ar brot­ið er á þeim, get­ur haft al­var­leg­ar og langvar­andi áhrif. “Hver átti að vernda mig?” Seg­ir Anna í þætt­in­um og gagn­rýn­ir það að þrátt fyr­ir nálg­un­ar­bann að þá hafi barns­fað­ir henn­ar enn­þá ver­ið með um­gengni við barn­ið og hafi því mátt mæta heim til henn­ar.
Misnotaður af eldri bróður sínum í 6 ár
Eigin konur#99

Mis­not­að­ur af eldri bróð­ur sín­um í 6 ár

Vor­ið 2016 ósk­aði Barna­vernd­ar­nefnd eft­ir því að lög­regl­an tæki til rann­sókn­ar langvar­andi meint kyn­ferð­is­brot drengs sem hafði greint sál­fræð­ingi frá kyn­ferð­is­leg­um at­höfn­um með yngri bróð­ir sín­um, sem við köll­um Pét­ur. „Þetta var eins og að taka jörð­ina af bak­inu á mér,” seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að það hafi ver­ið mik­ill létt­ir þeg­ar bróð­ir hans hafi ákveð­ið að segja frá kyn­ferð­isof­beld­inu. Pét­ur seg­ir frá því að hann hafi ver­ið lagð­ur í mik­ið einelti á þess­um tíma og hafi ekki þekkt neitt ann­að en að líða illa. „Mað­ur fatt­ar bara ekki hvað þetta er al­gjör­lega óeðli­legt og ég í raun­inni fatt­aði það ekki fyrr en 2017,” seg­ir hann í þætt­in­um og grein­ir frá því að hann hafi sótt mik­ið í vímu­efni eft­ir að þetta komst upp. Einna erf­ið­ast, seg­ir Pét­ur, er að hugsa til þess að fjöl­skyld­an gæti sundr­ast vegna máls­ins en mál­ið var aldrei rætt heima fyr­ir. „Fyr­ir mér var hann bara veik­ur og mér finnst hann ekki eiga neitt illt skil­ið,” seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að hann vilji halda fjöl­skyld­unni sam­an. Pét­ur vill vekja at­hygli á af­leið­ing­um kyn­ferð­isof­beld­is en í dag glím­ir hann við þung­lyndi og áfall­a­streiturösk­un. Hann seg­ir Pieta sam­tök­in hafa bjarg­að lífi sínu og hann sé fyrst og fremst að læra að lifa með þessu og skilja sjálf­an sig. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Freyja Huld: „Ég þarf að vera í samskiptum við hann, sama hvað hann gerði“
Eigin konur#98

Freyja Huld: „Ég þarf að vera í sam­skipt­um við hann, sama hvað hann gerði“

Barns­fað­ir Freyju hlaut tveggja mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi í maí 2020, fyr­ir til­raun til kyn­ferð­is­legr­ar áreitni gegn barni í rit­uð­um sam­skipt­um á Skype. Í des­em­ber 2021 var hann svo sak­að­ur um að hafa átt sam­skipti við 14 ára stúlku í gegn­um sam­fé­lags­miðla, að hafa sótt stúlk­una í heima­hús og frelsisvipt hana í þrjá klukkut­stund­ir þar sem hann hafi með­al ann­ars nauðg­að henni. Freyja var sjálf þol­andi sem barn og seg­ir mál barns­föð­ur síns vera erfitt fyr­ir sig og börn­in. Freyja lýs­ir því í þætt­in­um þeg­ar tál­beit­an hring­ir í hana um nótt­ina og send­ir henni mynd­bönd­in og sam­töl­in milli barns­föð­ur henn­ar og það sem átti að vera 13 ára stelpa. „Mér leið skelfi­lega því mér fannst hann hafa svik­ið mig með því að vera inná einka­mál og svo var hann þarna að tala við ein­hvern sem hann hélt að væri 13 ára göm­ul stúlka,“ seg­ir Freyja í þætt­in­um. Freyja og barns­fað­ir henn­ar slitu sam­band­inu eft­ir fyrsta brot­ið en héldu þau áfram að búa sam­an. „Auð­vit­að þyk­ir mér vænt um þenn­an mann, hann gaf mér barn­ið mitt og ég hef ekk­ert val. Ég þarf að vera í sam­skipt­um við þenn­an mann, sama hvað hann gerði,“ seg­ir Freyja. Hún gagn­rýn­ir kerf­ið og seg­ir barna­vernd ekki hafa haft sam­band við hana eft­ir að barns­fað­ir henn­ar fékk dóm fyr­ir að brjóta á barni. Er eðli­legt að mað­ur sem sak­að­ur er um brot gegn barni um­gang­ist börn­in sín? Hvernig á að miðla upp­lýs­ing­um til barna hans?
Vala og Jóhanna: Rasismi á Íslandi
Eigin konur#97

Vala og Jó­hanna: Ras­ismi á Ís­landi

Val­gerð­ur Kehinde og Jó­hanna halda úti hlað­varp­inu Antiras­ist­arn­ir ásamt sam­nefndri In­sta­gram-síðu. Ras­ismi er oft hul­inn fólki sem finn­ur ekki fyr­ir hon­um á eig­in skinni og hvít for­rétt­indi er að mestu leyti ósýni­legt þeim sem hafa það. „Ég skil ekki þessa menn­ingu á Ís­landi að fólk megi bara segja og gera hvað sem er og það hef­ur eng­ar af­leið­ing­ar fyr­ir neitt,“ seg­ir Jó­hanna. „Við vilj­um vera góð við hvort ann­að, þú get­ur ekki ver­ið góð við mann­eskju án þess að sjá for­dóm­ana sem hún geng­ur í gegn­um.“
Lagður í einelti af kennara
Eigin konur#96

Lagð­ur í einelti af kenn­ara

Hinn 19 ára Gunn­ar Ingi Ingvars­son, fyrr­um nem­andi í Víðistaða­skóla opn­aði sig um einelti sem hann varð fyr­ir í grunn­skóla. Gunn­ar seg­ir frá því þeg­ar hann var nið­ur­lægð­ur af stærð­fræði­kenn­ara í ung­linga­deild sem gerði grín að þyngd hans fyr­ir fram­an aðra nem­end­ur. “Hann skrif­ar Gunn­ar 85kg á töfl­una og skrif­ar síð­an “fat boy” und­ir nafn­ið mitt” seg­ir Gunn­ar. „Mér leið eins og ég væri einn í heim­in­um og ég pældi oft í því að taka bara hníf […],” seg­ir Gunn­ar. “Vin­ur minn hafði opn­að sig um sjálfs­víg og ég vildi sýna hon­um að hann væri ekki einn” seg­ir Gunn­ar í þætt­in­um og bæt­ir við að strák­ar eigi erf­ið­ara með að tala um til­finn­ing­ar sín­ar sem get­ur orð­ið til þess að ung­ir karl­menn láti verða af því að fremja sjálfs­víg. „Ég tagg­aði stærð­fræði­kenn­ar­ann á in­sta­gram og spurði hvort hann sæi eft­ir þessu og hann blokk­aði mig bara,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að hon­um finn­ist skól­inn ekki hafa axl­að ábyrgð á því einelti sem bæði nem­end­ur og kenn­ari beittu hann í Víðistaða­skóla. Hann seg­ir að það sé mik­il­vægt að ung­ir strák­ar hafi ör­ugg­an stað til að opna sig. „Ég vil að þessi kenn­ari verði rek­inn,“ seg­ir Gunn­ar í þætt­in­um og bæt­ir við að hann vilji sjá hvaða breyt­ing­ar og að­gerð­ir skól­inn hef­ur gert varð­andi einelt­is­mál. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Hugfangin af Íslandi eftir 11 ár í Bandaríkjunum
Eigin konur#95

Hug­fang­in af Ís­landi eft­ir 11 ár í Banda­ríkj­un­um

**Klara Elías­dótt­ir tón­list­ar­kona varð ást­fang­in af Ís­landi þeg­ar hún kom heim frá Los Ang­eles fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um eft­ir að hafa bú­ið ytra í ell­efu ár. „Mér leið allt í einu eins og ég væri að draga djúpt and­ann í fyrsta skipti í mörg, mörg ár“ Hún seg­ir að Don­ald Trump hafi breytt Banda­ríkj­un­um til hins verra. Klara tal­ar í þætt­in­um um frægð­ina, út­lit­s­kröf­ur sem gerð­ar voru til henn­ar og ollu henni mik­illi van­líð­an og um nýja þjóð­há­tíð­ar­lag­ið sem hún samdi en að­eins tvö af 89 þjóð­há­tíð­ar­lög­um eru sam­in af kon­um.

Mest lesið undanfarið ár