Eigin konur

Lagð­ur í einelti af kenn­ara

Hinn 19 ára Gunnar Ingi Ingvarsson, fyrrum nemandi í Víðistaðaskóla opnaði sig um einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla. Gunnar segir frá því þegar hann var niðurlægður af stærðfræðikennara í unglingadeild sem gerði grín að þyngd hans fyrir framan aðra nemendur. “Hann skrifar Gunnar 85kg á töfluna og skrifar síðan “fat boy” undir nafnið mitt” segir Gunnar. „Mér leið eins og ég væri einn í heiminum og ég pældi oft í því að taka bara hníf […],” segir Gunnar. “Vinur minn hafði opnað sig um sjálfsvíg og ég vildi sýna honum að hann væri ekki einn” segir Gunnar í þættinum og bætir við að strákar eigi erfiðara með að tala um tilfinningar sínar sem getur orðið til þess að ungir karlmenn láti verða af því að fremja sjálfsvíg. „Ég taggaði stærðfræðikennarann á instagram og spurði hvort hann sæi eftir þessu og hann blokkaði mig bara,“ segir Gunnar og bætir við að honum finnist skólinn ekki hafa axlað ábyrgð á því einelti sem bæði nemendur og kennari beittu hann í Víðistaðaskóla. Hann segir að það sé mikilvægt að ungir strákar hafi öruggan stað til að opna sig. „Ég vil að þessi kennari verði rekinn,“ segir Gunnar í þættinum og bætir við að hann vilji sjá hvaða breytingar og aðgerðir skólinn hefur gert varðandi eineltismál. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
· Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Edda Falak

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • V. Gestsdottir skrifaði
    Já nákvæmlega sammála. Mikið vona ég að karma bíti þennan kennari. En ég verð líka að segja hvað þetta er flottur strákur 👍
    0
    • Helga Óskarsdóttir skrifaði
      Þvílíkur viðbjóður, kennari sem leggur í einelti á ekkert heima í kennslu.
      0
      Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
      Days of Gray
      Bíó Tvíó #250

      Days of Gray

      Eldsvoði aldarinnar
      Eitt og annað

      Elds­voði ald­ar­inn­ar

      Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
      Pressa

      Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

      Það sem ég á Bjarna Ben að þakka
      Sif

      Það sem ég á Bjarna Ben að þakka