Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, segir að árið 2024 hafi verið óvenju viðburðarríkt ár. Árið einkenndist af kosningum þar sem sitjandi valdhöfum var refsað og blóðugum stríðsátökum sem stigmögnuðust á árinu. Pia segist miðað við það sem undan hefur gengið í heimsmálunum fari hún því miður ekki full bjartsýni inn í nýja árið.