FréttirÞau sem flúðu Gaza„Ísland er indælt en það er ekki landið mitt” Naji Asar líkar vel við Íslendinga og upplifir sig heppinn að vera á Íslandi. Hann þráir þó heitast að fá að snúa aftur til heimalandsins Palestínu.
ÚttektÞau sem flúðu Gaza„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“ Bæjarstjórinn Gunnar Axel Axelsson, sem var sjálfboðaliði á Vesturbakkanum fyrir nokkrum árum, segist telja að stjórnmálamenn þori ekki að segja hug sinn allan um málefni Palestínu af ótta við ásakanir um gyðingahatur. Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Magnea Marinósdóttir hefur verið kölluð talskona Hamas, þegar hún ræðir um áratugalangan aðdragandann að 7. október 2023 í fjölmiðlum. Það kæfi umræðuna.
FréttirÞau sem flúðu Gaza„Hann er of langt í burtu frá mér“ „Mér líður mjög vel í hjartanu. Þau eru glöð á hverjum degi og verða alltaf betri eftir því sem lengri tími líður,“ segir hinn 15 ára gamli Yazan Kaware sem hefur endurheimt fjölskyldu sína frá Gaza-svæðinu. Hann kom hingað til lands með frændum sínum og beið þeirra brottvísun í desember síðastliðnum. Henni var afstýrt.
FréttirÞau sem flúðu GazaSá sem enn bíður fjölskyldunnar Fouad al-Nawajha á sjö börn. Þrátt fyrir að flestir landar hans hafi þegar fengið að sameinast fjölskyldum sínum hér á landi er Fouad ekki á meðal þeirra. Hann fékk ekki vernd hér á landi fyrr en eftir að lögum um fjölskyldusameiningu var breytt.
FréttirÞau sem flúðu Gaza„Það er miklu öruggara hér“ Omar Alhaw sér framtíðina fyrir sér á Íslandi, en hann flúði Gaza árið 2018 með eiginkonu sinni og ungri dóttur. Ferðalagið til landsins tók þrjú ár.
ÚttektÞau sem flúðu GazaUtanríkismál hafi færst í forgrunn Við eigum að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum á Ísrael af „þunga og alvöru“ segir formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það hafa tekið á að fylgjast með hörmungum á Gaza undanfarið ár.
FréttirÞau sem flúðu GazaMissti konu og fjögur börn: „Hvert á ég að fara nú?“ Ahmed al-Mamlouk yfirgaf Gaza til að reyna að bjarga konu sinni og fjórum börnum þeirra af svæðinu. Fjölskylda hans lést í árás Ísraels í desember í fyrra, áður en Ahmed tókst að fá vernd og fjölskyldusameiningu. „Þess vegna dó fjölskylda mín á Gaza,“ segir hann.
ÚttektÞau sem flúðu Gaza 1Er gjá milli þings og þjóðar? Íslenska þjóðin hefur að miklum meirihluta samúð með málstað Palestínu og margir vilja sjá stjórnvöld beita ísraelsk stjórnvöld viðurlögum. Hvað segja þingmenn? Heimildin falaðist eftir svörum frá þeim varðandi viðskiptaþvinganir og stjórnmálasamband Íslands við Ísrael.
ÚttektÞau sem flúðu GazaTólf mánaða hefnd Ísraelski herinn hefur drepið tugi þúsunda palestínskra borgara síðustu tólf mánuði. Stríði var lýst yfir í fyrsta sinn í áratugi eftir að Hamas gerðu árás á Ísrael 7. október. Daginn eftir boðaði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, „miskunnarlaust stríð gegn Hamas.“
ViðtalÞau sem flúðu GazaHöfðu ekki séð móður sína í sjö ár Fyrir tæpu ári síðan lá hinn nú 19 ára gamli Ahmed Radwan á vanútbúnum spítala á Gaza-svæðinu eftir að hafa orðið fyrir lífshættulegum meiðslum í árás Ísraelshers. Nú er hann hér á landi, loksins með móður sinni sem hann og bræður hans höfðu ekki hitt í sjö ár.
ÚttektÞau sem flúðu GazaÞrír feður. Gjörólíkur veruleiki Þrír feður frá sama landi standa á Austurvelli. Einn þeirra getur ómögulega hætt að brosa. Fjölskylda hans er komin hingað til lands. Annar er brúnaþungur og orð um hryllinginn sem fjölskylda hans, sem enn er víðs fjarri, hefur gengið í gegnum flæða úr munni hans. Sá þriðji virðist algjörlega dofinn en reynir að tjá harm sinn. Öll hans fjölskylda er látin.
FréttirÞau sem flúðu Gaza 1„Ég hélt að ég myndi aldrei sjá þau aftur“ Majdi A. H. Abdaljawwad er skælbrosandi. Hann virðist ómögulega geta hætt að brosa. Samt eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hann gat alls ekki brosað. Þá sat hann í örvæntingu á Íslandi og leitaði allra leiða til þess að koma fjölskyldu sinni úr lífshættu. En nú er hún komin. Breytingin á einum manni er ótrúleg.
Þín áskrift hefur áhrif Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku. Gerast áskrifandi Nei, takk Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.