
Svona græddi Actavis á ópíóðafaraldrinum
Actavis seldi 32 milljarða taflna af morfínlyfjum í Bandaríkjunum 2006 til 2012, og var næststærsti seljandi slíkra lyfja á meðan notkun slíkra lyfja varð að faraldri í landinu. Fyrirtækinu var stýrt af Róberti Wessman hluta tímans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar allan tímann. Actavis hefur nú samþykkt að greiða skaðabætur vegna ábyrgðar sinnar á morfínfaraldrinum í Bandaríkjunum en fyrrverandi stjórnendur félagsins viðurkenna ekki ábyrgð á þætti Actavis.