Drottningarbragð
Þriðja bylgja skákæðis hefur skollið á Íslandi, eftir að hálf þjóðin hefur sest niður og horft á Netflix seríuna The Queen's Gambit, eða Drottningarbragð. Fyrsta bylgjan varð árið 1958, þegar Friðrik Ólafsson náði fimmta til sjötta sæti á HM í skák í Portorož, gömlu Júgóslavíu, og varð með þeim árangri fyrstur Íslendinga að verða stórmeistari í skák. Áhugi landsmanna á skákíþróttinni náði svo nýjum hæðum í annari bylgju, árið 1972, þegar heimsmeistareinvígið í skák fór fram í Laugardalshöllinni milli Boris Spassky og Bobby Fischer. Bobby vann að lokum, eftir 21 skák. Seinna fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og var jarðsettur í Laugardalskirkjugarði austur í Flóa. Fyrir þá sem ekki vita, er drottningarbragð; 1. d4 d5 2. c4 og svartur á leik!