• fimmtudagur 14. ágúst 2025
  • Styrkja
  • Skrá inn
  • Áskrift
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Rannsóknir
  • Fólk
  • Menning
  • Umræða
  • Þekking
  • Lífið
  • Þættir
  • Fasteignir
  • Blöð
  • Fréttabréf
  • Áskrift
  • Styrkja
  • Gefa áskrift
  • Benda á frétt
  • Um Heimildina
  • Laus störf
  • Auglýsingar

Útlit viðmóts

Ljóst Dökkt
© 2025 Sameinaða útgáfufélagið ehf. Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.
Stofnuð árið 2023 af Stundinni og Kjarnanum
  • Fréttir
  • Rannsóknir
  • Fólk
  • Menning
  • Umræða
  • Þekking
  • Lífið
  • Þættir
  • Fasteignir

Mynd dagsins

Greinaröð
« Síðasta síða Síða 12 af 14 Næsta síða »
Drottningarbragð
Mynd dagsins

Drottn­ing­ar­bragð

Þriðja bylgja skák­æð­is hef­ur skoll­ið á Ís­landi, eft­ir að hálf þjóð­in hef­ur sest nið­ur og horft á Net­flix serí­una The Qu­een's Gambit, eða Drottn­ing­ar­bragð. Fyrsta bylgj­an varð ár­ið 1958, þeg­ar Frið­rik Ólafs­son náði fimmta til sjötta sæti á HM í skák í Portorož, gömlu Júgó­slav­íu, og varð með þeim ár­angri fyrst­ur Ís­lend­inga að verða stór­meist­ari í skák. Áhugi lands­manna á skák­í­þrótt­inni náði svo nýj­um hæð­um í ann­ari bylgju, ár­ið 1972, þeg­ar heims­meist­arein­víg­ið í skák fór fram í Laug­ar­dals­höll­inni milli Bor­is Spassky og Bobby Fischer. Bobby vann að lok­um, eft­ir 21 skák. Seinna fékk hann ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og var jarð­sett­ur í Laug­ar­dals­kirkju­garði aust­ur í Flóa. Fyr­ir þá sem ekki vita, er drottn­ing­ar­bragð; 1. d4 d5 2. c4 og svart­ur á leik!
Upp & niður
Mynd dagsins

Upp & nið­ur

Inn­an­lands flugu 8.561 far­þeg­ar í síð­asta mán­uði, sem var sam­drátt­ur upp á 71%. Rétt um helm­ingi fleiri far­þeg­ar flugu til og frá land­inu, en þeir voru 19.288 nú í októ­ber sem er 96.5% sam­drátt­ur frá sama mán­uði í fyrra. Þá fóru 555.251 far­þeg­ar um Kefla­vík­ur­flug­völl eða eins og ein og hálf ís­lensk þjóð. Áætl­un­ar­flug inn­an­lands nær til 11 staða: til Gríms­eyj­ar og á Gjög­ur, síð­an er það Ak­ur­eyri, Eg­ils­stað­ir, Ísa­fjörð­ur, Húsa­vík, Horna­fjörð­ur, Bíldu­dal­ur, Vopna­fjörð­ur og Þórs­höfn á Langa­nesi. Þá er bara einn flug­völl­ur eft­ir, sá stærsti, hann ligg­ur í Vatns­mýr­inni.
Reykjavík árið 1442
Mynd dagsins

Reykja­vík ár­ið 1442

Sam­kvæmt tíma­tali Múhameðstrú­ar­manna er ár­ið í ár 1442, hjá Gyð­ing­um er ár­ið 5780. Aust­ur í Norð­ur-Kór­eu er ár­ið 108 - sem er auð­vit­að mið­að við fæð­ing­ar­ár hins stóra leið­toga Kim Il-sung, stofn­anda lands­ins. Nú­ver­andi ein­vald­ur og son­ar­son­ur Kim Jong-un, tók við embætt­inu af föð­ur sín­um ár­ið 99, en hann er fædd­ur ár­ið 71. Fremst á mynd­inni er Menn­ing­ar­set­ur múslima á Ís­landi, en þau hafa haft að­set­ur í Ým­is­hús­inu síð­an ár­ið 100. Í bak­grunni rís Hall­gríms­kirkja, en horn­steinn henn­ar var lagð­ur ár­ið 33 og fram­kvæmd­um var lok­ið 41 ári síð­ar, eða ár­ið 74.
101 Kópasker
Mynd dagsins

101 Kópa­sker

Á slag­inu klukk­an níu í morg­un var hin 101 árs gamla Gunn­þór­unn Björns­dótt­ir frá Kópa­skeri mætt á hár­greiðslu­stof­una sína þeg­ar hún opn­aði aft­ur eft­ir að dreg­ið var úr sam­komutak­mörk­un­um. Dúdú, eins og hún er alltaf köll­uð, er ein sex­tíu ís­lend­inga sem eru hundrað ára eða eldri. Elst er Gren­vík­ing­ur­inn Dóra Ólafs­dótt­ir sem er fædd ár­ið 1912, semsagt 108 ára. Báð­ar eru þær hress­ar mið­að við ald­ur og fyrri störf. „Já, ég gat ekki beð­ið eft­ir að kom­ast í klipp­ingu, þrátt fyr­ir að mað­ur hitti nær enga á þess­um skrítnu tím­um - það versta við Covid er hvað um­gengni við mann og ann­an er tak­mörk­uð," sagði sú aldna, en hressa Kópa­skers­mær.
Tveir einstaklingar á mínútu
Mynd dagsins

Tveir ein­stak­ling­ar á mín­útu

Í heim­in­um deyja tveir ein­stak­ling­ar á mín­útu í um­ferð­ar­slys­um, það gera 3.700 á sól­ar­hring eða 1,3 millj­ón­ir á ári. Fyrsta bana­slys­ið í um­ferð­inni hér heima varð 25. ág­úst 1915. Guð­mund­ur Ólafs­son, 9 ára dreng­ur, hljóp úr Veltu­sundi í veg fyr­ir reið­hjól í Aust­ur­stæti og lést af höf­uð­höggi sem hann hlaut. Fyrsta fórn­ar­lamb bíl­væð­ing­ar var Ólöf Mar­grét Helga­dótt­ir, en hún gekk í veg fyr­ir bif­reið á gatna­mót­um Banka­stræt­is og Ing­ólfs­stræt­is þann 29. júní 1919. Síð­an þá hafa 1.583 lát­ist í um­ferð­inni á Ís­landi. Á heimsvísu stönd­um við okk­ur vel, sam­kvæmt með­al­talstöl­um síð­ustu þriggja ára frá WHO eru 167 þjóð­ríki sem hafa hærra hlut­fall dauðs­falla en við. En hér lát­ast að með­al­tali 3,3 ein­stak­ling­ar ár­lega, á hverja 100 þús­und íbúa. Sví­ar standa sig best, með 2,3 á hverja 100 þús­und. Í Zimba­bwe er hlut­fall­ið hæst, með 61,9 á hverja 100 þús­und íbúa.
„Meðvirkni minni er lokið“
Mynd dagsins

„Með­virkni minni er lok­ið“

„Nú er svo kom­ið að með­virkni minni er lok­ið,“ skrif­aði Brynj­ar Ní­els­son á föstu­dag­inn, og að... „al­ræði sótt­varna hér á landi hef­ur sýnt sig að vera óskil­virkt. Þær að­gerð­ir sem ráð­ist hef­ur ver­ið í eru ekki að skila þeim ár­angri sem að er stefnt og at­hygli ráða­manna hef­ur dreifst um víð­an völl.“ Sam­mála Brynj­ari? Nei... við er­um á réttri leið. Það sést best á því að þeg­ar ég hitti hæst­virt­an ann­an vara­for­seta Al­þing­is nið­ur á þingi í morg­un, var ver­ið að til­kynna á blaða­manna­fundi þríeyk­is­ins að ein­ung­is níu smit hefðu greinst hér síð­asta sól­ar­hring­inn. Ár­ang­ur sem að mestu má að þakka því að við er­um öll í þessu sam­an og för­um í einu og öllu eft­ir til­mæl­um sótt­varna­lækn­is. Sem er auð­vit­að frá­bært.
Dómkirkja Krists konungs
Mynd dagsins

Dóm­kirkja Krists kon­ungs

Dóm­kirkja Krists kon­ungs, Landa­kot eins og hún heit­ir fullu nafni var teikn­uð af Guð­jóni Samú­els­syni og vígð ár­ið 1929. Kirkj­an var reist á jörð kots­ins, Landa­kots sem Kaþ­ólska kirkj­an keypti ár­ið 1864, og lá þá í út­jaðri Reykja­vík­ur. Á jörð­inni var líka líka reist­ur spít­ali ár­ið 1902 af St. Jós­efs­systr­um, sá fyrsti á land­inu. Al­þingi veitti systr­un­um ekki krónu til verks­ins, þótt það hafi bráð­vant­að spít­ala í land­ið.  Ár­ið 1963 var síð­an nú­ver­andi spít­ali tek­inn í notk­un. Ís­lenska rík­ið keypti Landa­kots­spít­ala þrett­án ár­um síð­ar og er hann nú hluti af Land­spít­ala­bákn­inu. Á mynd­inni má sjá Gróttu­vita á Seltjarn­ar­nesi í fjarska. Vit­inn var byggð­ur ár­ið 1947 og tók við af vita sem var reist­ur ár­ið 1897. Lins­an úr þeim vita var færð yf­ir í þann nýja og er enn í notk­un, 123 ár­um síð­ar.
Númer 23
Mynd dagsins

Núm­er 23

Núm­er 23, þeir Ari Leifs­son, sem leik­ur með Drammen­lið­inu Strøms­god­set og Riccar­do Sottil, sem spil­ar með Cagli­ari á Sar­din­íu, í U21 lands­leik á Vík­ings­vell­in­um nú seinnipart­inn í dag. Ítal­ía hafði bet­ur gegn Ís­landi 1-2 í jöfn­um leik. Það má segja að Dav­id Beckham hafi kom­ið með núm­er 23 inn í fót­bolt­ann þeg­ar hann gekk til liðs við Real Madrid ár­ið 2003. Körfu­boltasnill­ing­ur­inn Michael Jor­d­an hafði gert þetta núm­er ódauð­legt á ferli sín­um með Chicago Bulls, frá 1984 til 1998. Og af hverju valdi Jor­d­an 23? Hann lang­aði að vera með núm­er 45 eins og eldri bróð­ir sinn, sem var frá­tek­ið, svo hann deildi í með tveim­ur og hækk­aði upp í 23 því auð­vit­að er 45 odda­tala.
Níu barna faðirinn frá Gaza
Mynd dagsins

Níu barna fað­ir­inn frá Gaza

Níu barna fað­ir­inn frá Gaza, Ayyad Sa­leh Abdulla Haday, er fædd­ur 1979 og er einn af þeim tæp­lega 600 ein­stak­ling­ing­um sem hafa sótt hér um al­þjóð­lega vernd á fyrstu 10 mán­uð­um árs­ins. Flest­ir sem kom­ið hafa und­an­far­ið eru frá Ír­ak og Pelestínu eins og Ayyad, og koma hing­að með flugi frá lönd­um inn­an Schengen. Börn­in hans níu eru fædd á 18 ára tíma­bili, sú elsta er fædd ár­ið 2000, ein af fimm dætr­um, sú yngsta er bara tveggja ára fædd 2018. Dreng­irn­ir eru fjór­ir. At­vinnu­leysi með­al ungs fólks á Gaza svæð­inu er um og yf­ir 70%.
Vetrarmein Ragnars
Mynd dagsins

Vetr­ar­mein Ragn­ars

Vetr­ar­mein Ragn­ars Jónas­son­ar. Hans nýj­asta bók ger­ist á Siglu­firði, en fimm af hans tólf bók­um hafa stað­inn sem sögu­svið. Bæ­inn þekk­ir hann mjög vel, svo vel að hann hef­ur meira að segja mát­að eina fanga­klef­ann í pláss­inu. Hann sagði mér að hann hafi far­ið í stein­inn þar, í mjög stutt­an tíma til að setja sig inn í sögu­svið­ið. Óþægi­legt. En vel­gengn­in hlýt­ur að vera þægi­leg, hann topp­ar met­sölu­lista í Þýskalandi og Frakklandi og er að fá við­ur­kenn­ing­ar til hægri og vinstri fyr­ir verk sín, sem hafa ver­ið gef­in út á alla­vega 30 tungu­mál­um.
Laus skrúfa
Mynd dagsins

Laus skrúfa

Laus skrúfa á tog­ara í slippn­um í Reykja­vík nú í morg­un. Ís­land verm­ir 19 sæt­ið á lista yf­ir stærstu fisk­veiði­þjóð­irn­ar, en Kín­verj­ar eru lang stærst­ir. Til að ná öll­um þess­um afla úr sjó eru hér skráð­ir 45 tog­ar­ar, 715 vél­skip og hvorki meira né minna en 822 trill­ur. Sú út­gerð er ekki stór hér í höf­uð­borg­inni, en set­ur sterk­an svip á mann­líf­ið á stöð­um eins og Rifi, Bol­ung­ar­vík, í Gríms­ey og auð­vit­að á Raufar­höfn og á Bakka­firði.
Vestrahorn
Mynd dagsins

Vestra­horn

Vestra­horn er eitt elsta fjall lands­ins, og eitt af fá­um fjöll­um úr gabbró. Hæsti tind­ur­inn er 454 metra hár, eins og hálf Esj­an. Það voru átök þarna í veðr­inu í dag, storm­ur, rign­ing, sól og sum­ar. Með vet­ur kon­ung bíð­andi í skjóli, Horna­fjarð­ar­meg­in.
« Síðasta síða Síða 12 af 14 Næsta síða »
Stofnuð árið 2023 af Stundinni og Kjarnanum
  • Fréttir
  • Rannsóknir
  • Fólk
  • Menning
  • Umræða
  • Þekking
  • Lífið
  • Þættir
  • Fasteignir
  • Blöð
  • Áskrift
  • Fréttabréf
  • Um Heimildina
  • Benda á frétt
  • Auglýsingar

Morgunpósturinn

Morgunpóstur Heimildarinnar berst alla morgna og er fyrir öll þau sem hafa áhuga á fréttum og þjóðfélagsumræðu.

Áskrift hefur áhrif

Heimildin er í dreifðu eignarhaldi og óháð hagsmunaaðilum. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Sjá meira
© 2025 Sameinaða útgáfufélagið ehf. Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.
Áskrift hefur áhrif
Heimildin er í dreifðu eignarhaldi og óháð hagsmunaaðilum. Áskrift styður tímafreka rannsóknarblaðamennsku.
Ég vil fá áskrift Nei, takk
Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.
Heimildin notar vefkökur (e. cookies) til að bæta notendaupplifun. Sjá nánar.
  • Skrá inn
  • Nýskrá
  • Skrá inn með Facebook
    eða
    Gleymt lykilorð?
  • Nýskrá með Facebook
    eða