
Ævintýraleg ofurhálfmaraþon í sex borgum
Hálfmaraþonserían „Superhalfs“ fer fram í sex borgum í Evrópu. Þátttakendur fá 60 mánuði til að klára hlaupin og fá í lokin ofurverðlaunapening. Ívar Jónsson er einn örfárra Íslendinga sem klárað hefur öll hlaupin. „Þetta veitir mér innri ró og heldur mér ungum og ferskum,“ segir Ívar um öll hlaupin.