
Starfsfólk hjúkrunarheimila þarf meiri fræðslu um heilabilun
Samræma þarf þjónustu við einstaklinga með heilabilun á hjúkrunarheimilum, þannig að jafnræðis sé gætt. Þá þarf að bæta aðstöðu á þeim hjúkrunarheimilum þar sem enn er þröngbýlt. Þetta er meðal þess sem stefnt er að og lesa má úr aðgerðaráætlun stjórnvalda í þjónustu við fólk með heilabilun.